Óskráð lög og reynsla ráða för
Nokkur ólga hefur verið, einkum innan lögmannastéttarinnar vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW air og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsreglur gilda í slíkum tilfellum.Símon skipaði þá Svein Andra Sveinsson og Þorstein Einarsson hæstaréttarlögmenn skiptastjóra yfir þrotabú WOW AIR á fimmtudaginn. Hann segir ferlið í tilfelli WOW air hafa verið þannig að hann hafi ákveðið að Sveinn Andri og Þorsteinn yrðu skiptastjórar. Löglærður aðstoðarmaður dómara í almennri deild, Harpa Sólveig Björnsdóttir, hafi svo skipað þá skiptastjóra.
Vísis spurði Símon hvort það væru fyrirliggjandi einhverjar verklagsreglur eða við hvað væri miðað þegar menn væru valdir til starfans? Símon segir að tveimur búum sé úthlutað í einu um þessar mundir.

Kröfuhafar stýra launum skiptastjóra
Símon segir jafnframt að litið sé til þess að lögmaðurinn hafi yfir að ráða eða sé í tengslum við starfsemi sem getur aðstoðað hann við vinnslu þrotabúsins, því oft er um mjög mikið starf að ræða, auk þess sem reynt getur á önnur atriði, svo sem þekkingu á bókhaldi.Það er því ekki þannig að kylfa ráði kasti, ef svo má að orði komast en bæði stjórn Lögmannafélags Íslands sem og stjórn Félags kvenna í lögmennsku hafa óskað eftir upplýsingum um hvaða verklagsreglur gilda í slíkum tilfellum.
„Þessi viðmið hafa ráðið ákvörðunum um skipan skiptastjóra í fjölda mörg ár og eru flestum starfandi lögmönnum kunn. Lögmenn gefa oft á tíðum kost á sér til starfa þegar um stór bú er að ræða og var það einnig svo í þessu tilviki.

Eðlilegt að konur sem karlar séu skiptastjórar
Sem áður sagði hefur skipunin verið gagnrýnd harðlega og segir Kolbrún Garðarsdóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku halla á konur við úthlutun verkefna af þessu tagi. „Það hallar á konur þarna en það eru skipaðir tveir skiptastjórar og báðir eru þeir karlar. Það eru mjög hæfar konur í lögmennsku sem væru til í að taka slíkt starf að sér,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Ekki er orðum aukið að hún hafi verið afdráttarlaus í gagnrýni sinni.Finnst þér hugsanlega vert að taka tillit til kynjakvóta þegar verkefnum sem þessum er úthlutað?
„Það er eðlilegt að konur jafnt sem karlar komi að þessum málum og að slík sjónarmið séu í heiðri höfð þegar þrotabúum er úthlutað,“ segir Símon en gefur að öðru leyti ekki mikið út á spurninguna.
Ekki er gott að átta sig á því hvar hægt er að staðsetja WOW air á lista yfir stærstu þrotabú. En, það liggur fyrir að það er með þeim stærri frá hruni.
„Þrotabú wow air er stórt í sniðum, enda tveir skiptastjórar í því. Langt er um liðið síðan síðast voru skipaðir tveir skiptastjórar í þrotabúi. Erfitt er að segja til um eiginlega stærð þrotabús.“
Fréttin uppfærð klukkan 16 með viðbótarupplýsingum um ferlið við skipan skiptastjóra í þrotabúi WOW air.