M/s Berglind Guðmundur Brynjólfsson skrifar 1. apríl 2019 08:00 Ég var í hermanginu. Millilandaskipið Berglind sökk rétt út af Nova Scotia eftir árekstur við danska skipið Charm. Berglind var á leið til Íslands með ósköpin öll af varningi frá Ameríku. Mikið af þessari frakt átti að notast á Keflavíkurflugvelli. Allt frá örlitlum skrúfum upp í stærstu varahluti í þungavinnuvélar. Fleira góss var og um borð. Og fór það allt heldur vaxandi á hafsbotni og stykkjunum fjölgandi eftir því er frá leið sjóslysinu. Kom brátt í ljós að mörgum innflytjandanum varð það hið besta haldreipi í grímulausum lygum sínum og sviksemi, að geta sagt: „Það sökk með Berglindi.“ Þetta ágerðist, ef eitthvað var ekki til, kom svarið: „Það sökk með Berglindi.“ Að endingu var ekki nokkur leið að fá eitt eða neitt, allir sem sögðust eitthvað hafa pantað frá útlöndum, sem auðvitað var lygi, báru því við að það hefði tapast um leið og m/s Berglind. Vitaskuld sáu menn í gegnum þetta – en þó aldrei jafn greinilega og þegar vörur sem áttu að koma sjóveg frá Noregi eða Spáni voru sagðar hafa endað á hafsbotni með Berglindi. Því er þetta rifjað upp núna að teikn eru á lofti um að siðlausir kónar í margvíslegum rekstri hafi á síðustu dögum eignast sína Berglindi, þeir reka fólk úr vinnu ellegar borga ekki laun, vegna þess að WOW hætti að fljúga. Breytir þá engu hvort viðkomandi reki langferðabíla, saumi sundskýlur, okri á molakaffi eða flytji inn hundasjampó. Viðkvæðið er: „Það er út af WOW.“ Íslands óhamingja er nú öll þessa flugfélags. Það er eins gott að það finnist ekki óvænt loðna á fimmtudaginn og nýjar humarbleyður – og svo byrji eldgos sama kvöldið. Það getur verið svo ári snúið að ljúga sig til baka inn í partýið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég var í hermanginu. Millilandaskipið Berglind sökk rétt út af Nova Scotia eftir árekstur við danska skipið Charm. Berglind var á leið til Íslands með ósköpin öll af varningi frá Ameríku. Mikið af þessari frakt átti að notast á Keflavíkurflugvelli. Allt frá örlitlum skrúfum upp í stærstu varahluti í þungavinnuvélar. Fleira góss var og um borð. Og fór það allt heldur vaxandi á hafsbotni og stykkjunum fjölgandi eftir því er frá leið sjóslysinu. Kom brátt í ljós að mörgum innflytjandanum varð það hið besta haldreipi í grímulausum lygum sínum og sviksemi, að geta sagt: „Það sökk með Berglindi.“ Þetta ágerðist, ef eitthvað var ekki til, kom svarið: „Það sökk með Berglindi.“ Að endingu var ekki nokkur leið að fá eitt eða neitt, allir sem sögðust eitthvað hafa pantað frá útlöndum, sem auðvitað var lygi, báru því við að það hefði tapast um leið og m/s Berglind. Vitaskuld sáu menn í gegnum þetta – en þó aldrei jafn greinilega og þegar vörur sem áttu að koma sjóveg frá Noregi eða Spáni voru sagðar hafa endað á hafsbotni með Berglindi. Því er þetta rifjað upp núna að teikn eru á lofti um að siðlausir kónar í margvíslegum rekstri hafi á síðustu dögum eignast sína Berglindi, þeir reka fólk úr vinnu ellegar borga ekki laun, vegna þess að WOW hætti að fljúga. Breytir þá engu hvort viðkomandi reki langferðabíla, saumi sundskýlur, okri á molakaffi eða flytji inn hundasjampó. Viðkvæðið er: „Það er út af WOW.“ Íslands óhamingja er nú öll þessa flugfélags. Það er eins gott að það finnist ekki óvænt loðna á fimmtudaginn og nýjar humarbleyður – og svo byrji eldgos sama kvöldið. Það getur verið svo ári snúið að ljúga sig til baka inn í partýið.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar