Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2019 19:15 Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. Strangar reglur gilda um innflutning hunda og katta til Íslands en þeir þurfa að dvelja í einangrun í fjórar vikur eftir að þeir koma til landsins. Hundaræktunarfélag Íslands fékk fyrrum yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans eru skýrar. „Það er lítil sem engin áhætta fólgin í innfluttningi hunda frá Norður-Evrópu til Íslands. Það eru markverðar niðurstöður og reisir stoðum undir gagnrýni sem við höfum haft um núverandi regluverk,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktunarfélags Íslands. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra heldur utan um málaflokkinn og fékk hann áhættumatið í hendur. „Við sendum áhættumatið til Matvælastofnunar til yfirferðar og umsagnar hún er ekki komin til ráðuneytisins ennþá. Ég geri ráð fyrir því að við munum funda með MAST og jafnvel Hundaræktunarfélagi Íslands einhvern tíma fljótlega uppúr páskum,“ segir Kristján. Spurður hvort hann geti svarað hvort að regluverki um sóttkví gæludýra verði breytt svarar Kristján: „Áður en maður svarar ef spurningum þá skulum sjá að hvaða niðurstöðu okkar sérfræðingar komast en þeir sem hafa séð skjalið á netinu sjá að þarna er ansi flókinn og tyrfinn texti. Það er einboðið í mínum huga alla vega að bíða og sjá að hvaða umsögn frá okkar færasta fólki verður varðandi hin ýmsu álitaefni sem upp kunna að koma“ segir hann. Herdís hefur lausn á málinu á reiðum höndum varðandi innflutning á dýrum frá Norður-Evrópu. „Hvers vegna ekki að taka upp gæludýravegabréf og bólusetningar eins og önnur lönd í Norður-Evrópu gera?“ segir Herdís að lokum.Uppfært 22:50 Hjalti Andrason, fræðslustjóri Matvælastofnunar, segir að engin afstaða til lengdar einangrunarvistar eða núverandi reglna sé tekin í áhættumatinu í ábendingu vegna fréttar Stöðvar 2 í kvöld. Skýrsluhöfundurinn komist að þeirri niðurstöðu að minni áhætta fylgi innflutningi hjálparhunda en annarra hunda. Hann taki hins vegar ekki afstöðu til þess hvort hægt sé að stytta sóttkví fyrir aðra hunda og ketti né heldur til hvaða mótvægisaðgerða þyrfti að grípa til að lágmarka áhættuna á smiti. Matvælastofunun vinni að því að svara atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem hafi óskað eftir mati á því hvort að mögulegt sé að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda og almennt fyrir hunda og eftir atvikum ketti. Matið gæti legið fyrir undir lok maímánaðar. Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. Strangar reglur gilda um innflutning hunda og katta til Íslands en þeir þurfa að dvelja í einangrun í fjórar vikur eftir að þeir koma til landsins. Hundaræktunarfélag Íslands fékk fyrrum yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans eru skýrar. „Það er lítil sem engin áhætta fólgin í innfluttningi hunda frá Norður-Evrópu til Íslands. Það eru markverðar niðurstöður og reisir stoðum undir gagnrýni sem við höfum haft um núverandi regluverk,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktunarfélags Íslands. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra heldur utan um málaflokkinn og fékk hann áhættumatið í hendur. „Við sendum áhættumatið til Matvælastofnunar til yfirferðar og umsagnar hún er ekki komin til ráðuneytisins ennþá. Ég geri ráð fyrir því að við munum funda með MAST og jafnvel Hundaræktunarfélagi Íslands einhvern tíma fljótlega uppúr páskum,“ segir Kristján. Spurður hvort hann geti svarað hvort að regluverki um sóttkví gæludýra verði breytt svarar Kristján: „Áður en maður svarar ef spurningum þá skulum sjá að hvaða niðurstöðu okkar sérfræðingar komast en þeir sem hafa séð skjalið á netinu sjá að þarna er ansi flókinn og tyrfinn texti. Það er einboðið í mínum huga alla vega að bíða og sjá að hvaða umsögn frá okkar færasta fólki verður varðandi hin ýmsu álitaefni sem upp kunna að koma“ segir hann. Herdís hefur lausn á málinu á reiðum höndum varðandi innflutning á dýrum frá Norður-Evrópu. „Hvers vegna ekki að taka upp gæludýravegabréf og bólusetningar eins og önnur lönd í Norður-Evrópu gera?“ segir Herdís að lokum.Uppfært 22:50 Hjalti Andrason, fræðslustjóri Matvælastofnunar, segir að engin afstaða til lengdar einangrunarvistar eða núverandi reglna sé tekin í áhættumatinu í ábendingu vegna fréttar Stöðvar 2 í kvöld. Skýrsluhöfundurinn komist að þeirri niðurstöðu að minni áhætta fylgi innflutningi hjálparhunda en annarra hunda. Hann taki hins vegar ekki afstöðu til þess hvort hægt sé að stytta sóttkví fyrir aðra hunda og ketti né heldur til hvaða mótvægisaðgerða þyrfti að grípa til að lágmarka áhættuna á smiti. Matvælastofunun vinni að því að svara atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem hafi óskað eftir mati á því hvort að mögulegt sé að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda og almennt fyrir hunda og eftir atvikum ketti. Matið gæti legið fyrir undir lok maímánaðar.
Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00