Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2019 13:00 Ásmundur Friðriksson annar varaformaður velferðarnefndar segir að þar sem aðgerðir stjórnvalda til að eyða biðlistum hjá ríkisreknum heilbrigðisstofnunum hafi ekki tekist eigi að nota þjónustu á einkareknum stofum. Vísir/Vilhelm Annar varaforrmaður velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. Hátt í þúsund manns bíða nú eftir liðskiptaaðgerðum á heilbrigðisstofnunum hér á landi en biðtími í slíka aðgerð getur verið rúmt ár. Ef fólk bíður lengur en þrjá mánuði býðst því að fara til Svíþjóðar í aðgerð á kostnað ríkisins en einnig er hægt að fara á einkareknar stofur og greiða fyrir úr eiginn vasa. Helga Möller söngkona sem bauðst að fara til Svíþjóðar í aðgerð sagði í fréttum okkar í gær að hún hefði heldur kosið að fara í aðgerð hér á landi og því ákveðið að greiða fyrir sína aðgerð á einkarekinni stofu. Hún furðaði sig hins vegar á að ríkið væri tilbúið að greiða þrjár milljónir fyrir aðgerð í Svíþjóð en væri ekki á sama tíma tilbúið að taka þátt í kostnaði við slíka aðgerð á einkarekinni stofu en kostnaður við hana er um tólf hundruð þúsund krónur. Ásmundur Friðriksson annar varaformaður velferðarnefndar segir að þar sem aðgerðir stjórnvalda til að eyða biðlistum hjá ríkisreknum heilbrigðisstofnunum hafi ekki tekist eigi að nota þjónustu á einkareknum stofum. „Ég verð bara að segja að það er alveg sama hvað við höfum haft velviljaða heilbrigðisráðherra þá hefur hvorki Svandísi né öðrum ráðherrum tekist að stytta þessa biðlista. Við höfum sett aukið fé í þá og sérstakar greiðslur í mörg ár en þeir styttast ekki. Því er það mín skoðun að næsti kostur sé að nota þá aðstöðu sem er til á Íslandi sem er tveimur þriðja ódýrari en senda fólk til Svíþjóðar. Þrátt fyrir skoðanaágreining verður buddan að ráða þegar kemur að þessum málum finnst mér,“ segir Ásmundur.Sjálfstæðimenn vilji fara þessa leið Ásmundur segir að almennt séu Sjálfstæðismenn á þessari skoðun. „Það hefur legið fyrir að við höfum verið inná því á því að nota þá aðstöðu sem er á Íslandi, hún er ódýr og frábær og jafnvel sama þjónusta og hægt er að fá erlendis. Það hefur legið fyrir að þar eru einkasjúkrahús að gera þessar aðgerðir fyrir okkur erlendis og jafnvel læknar frá Íslandi sem gera aðgerðirnar þar,“ segir hann. Fram kom í forstjórapistli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans að aukafjármagni sem hefði verið veitt til að eyða biðlistum hefði verið nýtt en ef ríkistjórnin væri til í að koma með meira fjármagn væri Landspítalinn tilbúinn. Ásmundur segir að þrátt fyrir að miklu fjármagni hafi verið veitt til ríkisspítala þá hafi biðlistar ekki styst. „Við höfum verið að auka mjög mikið öll framlög til Landspítalans á síðustu árum og lagt til aukafjármagn til að stytta biðlista en ekkert gerist og þá þurfum við bara að leita annarra leiða og ef ef þær eru fyrir hendi hér á landi eigum við að nota þær, “ segir Ásmundur. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira
Annar varaforrmaður velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. Hátt í þúsund manns bíða nú eftir liðskiptaaðgerðum á heilbrigðisstofnunum hér á landi en biðtími í slíka aðgerð getur verið rúmt ár. Ef fólk bíður lengur en þrjá mánuði býðst því að fara til Svíþjóðar í aðgerð á kostnað ríkisins en einnig er hægt að fara á einkareknar stofur og greiða fyrir úr eiginn vasa. Helga Möller söngkona sem bauðst að fara til Svíþjóðar í aðgerð sagði í fréttum okkar í gær að hún hefði heldur kosið að fara í aðgerð hér á landi og því ákveðið að greiða fyrir sína aðgerð á einkarekinni stofu. Hún furðaði sig hins vegar á að ríkið væri tilbúið að greiða þrjár milljónir fyrir aðgerð í Svíþjóð en væri ekki á sama tíma tilbúið að taka þátt í kostnaði við slíka aðgerð á einkarekinni stofu en kostnaður við hana er um tólf hundruð þúsund krónur. Ásmundur Friðriksson annar varaformaður velferðarnefndar segir að þar sem aðgerðir stjórnvalda til að eyða biðlistum hjá ríkisreknum heilbrigðisstofnunum hafi ekki tekist eigi að nota þjónustu á einkareknum stofum. „Ég verð bara að segja að það er alveg sama hvað við höfum haft velviljaða heilbrigðisráðherra þá hefur hvorki Svandísi né öðrum ráðherrum tekist að stytta þessa biðlista. Við höfum sett aukið fé í þá og sérstakar greiðslur í mörg ár en þeir styttast ekki. Því er það mín skoðun að næsti kostur sé að nota þá aðstöðu sem er til á Íslandi sem er tveimur þriðja ódýrari en senda fólk til Svíþjóðar. Þrátt fyrir skoðanaágreining verður buddan að ráða þegar kemur að þessum málum finnst mér,“ segir Ásmundur.Sjálfstæðimenn vilji fara þessa leið Ásmundur segir að almennt séu Sjálfstæðismenn á þessari skoðun. „Það hefur legið fyrir að við höfum verið inná því á því að nota þá aðstöðu sem er á Íslandi, hún er ódýr og frábær og jafnvel sama þjónusta og hægt er að fá erlendis. Það hefur legið fyrir að þar eru einkasjúkrahús að gera þessar aðgerðir fyrir okkur erlendis og jafnvel læknar frá Íslandi sem gera aðgerðirnar þar,“ segir hann. Fram kom í forstjórapistli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans að aukafjármagni sem hefði verið veitt til að eyða biðlistum hefði verið nýtt en ef ríkistjórnin væri til í að koma með meira fjármagn væri Landspítalinn tilbúinn. Ásmundur segir að þrátt fyrir að miklu fjármagni hafi verið veitt til ríkisspítala þá hafi biðlistar ekki styst. „Við höfum verið að auka mjög mikið öll framlög til Landspítalans á síðustu árum og lagt til aukafjármagn til að stytta biðlista en ekkert gerist og þá þurfum við bara að leita annarra leiða og ef ef þær eru fyrir hendi hér á landi eigum við að nota þær, “ segir Ásmundur.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira