Erlendir sjóðir seldu fyrir nærri milljarð í Símanum Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. apríl 2019 07:00 Erlendir sjóðir minnka við sig í Símanum. Fréttablaðið/Vilhelm Erlendir fjárfestingarsjóðir í hluthafahópi Símans hafa selt samanlagt um 2,4 prósenta hlut, jafnvirði um 900 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í fjarskiptafyrirtækinu frá síðustu mánaðamótum. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir alla hluthafa Símans sem Markaðurinn hefur séð. Um er að ræða sjóði í stýringu þriggja fyrirtækja, bandarísku sjóðastýringarfyrirtækjanna Eaton Vance Management og Wellington Management og breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners. Þannig hafa tveir sjóðir á vegum Eaton Vance, sem hefur undanfarin ár verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn hér á landi, minnkað hlut sinn í Símanum um samanlagt 0,6 prósent af hlutafé fjarskiptafyrirtækisins á undanförnum tveimur vikum. Fara sjóðirnir Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio nú með 8,4 prósenta hlut í félaginu. Þá hefur sjóður í stýringu Wellington Management selt á sama tíma um 0,7 prósenta hlut og sjóður Lansdowne Partners minnkað hlut sinn um liðlega 1,1 prósent. Fer fyrrnefndi sjóðurinn nú með 2 prósenta hlut í Símanum og sá síðarnefndi tæpan 1,4 prósenta hlut. Á sama tíma og erlendu fjárfestarnir hafa minnkað við sig í fjarskiptafyrirtækinu hefur eignarhlutur, sem Kvika banki er skráður fyrir, aukist úr 1,6 prósentum í 4,6 prósent. Gengi hlutabréfa í Símanum hefur hækkað um 5,9 prósent það sem af er ári eftir að hafa lækkað um 9,3 prósent á síðasta ári. Er núverandi markaðsvirði félagsins um 36 milljarðar króna. Lífeyrissjóðir eru áberandi í hópi stærstu hluthafa Símans en Lífeyrissjóður verslunarmanna er sem dæmi stærsti hluthafi félagsins með um 13,5 prósenta hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sá næst stærsti með um 11,3 prósenta hlut. Þá heldur Gildi jafnframt á um 9,3 prósenta hlut í félaginu. – hae, kij Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Erlendir fjárfestingarsjóðir í hluthafahópi Símans hafa selt samanlagt um 2,4 prósenta hlut, jafnvirði um 900 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í fjarskiptafyrirtækinu frá síðustu mánaðamótum. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir alla hluthafa Símans sem Markaðurinn hefur séð. Um er að ræða sjóði í stýringu þriggja fyrirtækja, bandarísku sjóðastýringarfyrirtækjanna Eaton Vance Management og Wellington Management og breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners. Þannig hafa tveir sjóðir á vegum Eaton Vance, sem hefur undanfarin ár verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn hér á landi, minnkað hlut sinn í Símanum um samanlagt 0,6 prósent af hlutafé fjarskiptafyrirtækisins á undanförnum tveimur vikum. Fara sjóðirnir Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio nú með 8,4 prósenta hlut í félaginu. Þá hefur sjóður í stýringu Wellington Management selt á sama tíma um 0,7 prósenta hlut og sjóður Lansdowne Partners minnkað hlut sinn um liðlega 1,1 prósent. Fer fyrrnefndi sjóðurinn nú með 2 prósenta hlut í Símanum og sá síðarnefndi tæpan 1,4 prósenta hlut. Á sama tíma og erlendu fjárfestarnir hafa minnkað við sig í fjarskiptafyrirtækinu hefur eignarhlutur, sem Kvika banki er skráður fyrir, aukist úr 1,6 prósentum í 4,6 prósent. Gengi hlutabréfa í Símanum hefur hækkað um 5,9 prósent það sem af er ári eftir að hafa lækkað um 9,3 prósent á síðasta ári. Er núverandi markaðsvirði félagsins um 36 milljarðar króna. Lífeyrissjóðir eru áberandi í hópi stærstu hluthafa Símans en Lífeyrissjóður verslunarmanna er sem dæmi stærsti hluthafi félagsins með um 13,5 prósenta hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sá næst stærsti með um 11,3 prósenta hlut. Þá heldur Gildi jafnframt á um 9,3 prósenta hlut í félaginu. – hae, kij
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira