Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 17. apríl 2019 08:00 Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. Þetta kom fram í máli Ania Thiemann, verkefnisstjóra samkeppnismats OECD á fundi ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur í gærmorgun, þriðjudag. Íslenskt viðskiptalíf hefur lengi bent á að pottur sé víða brotinn í opinberu eftirlitsumhverfi. Kallað hefur verið eftir einföldun á regluverki og eftirliti þar sem óhagræði og kostnaður, bæði beinn og óbeinn, hlýst af núgildandi kerfi. Skipun ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur er því kærkomin. Markmið nefndarinnar, eins og því er lýst í lögum, er að vinna að því að auka hagkvæmni og skilvirkni í opinberu eftirliti með það fyrir augum að opinbert eftirlit nái markmiðum sínum um velferð, öryggi, heilbrigði og eðlilega viðskiptahætti en íþyngi einstaklingum og fyrirtækjum eins lítið og kostur er og að eftirlit stjórnvalda leiði ekki til mismununar eða takmarki athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist. Sérlega mikilvægu verkefni ráðgjafarnefndarinnar var ýtt úr vör í byrjun þessa árs þegar hún lagði fyrir könnun meðal íslenskra fyrirtækja um viðhorf stjórnenda til opinbers eftirlits og eftirlitsmenningar á Íslandi – en slík könnun hefur ekki áður verið framkvæmd hér á landi. Óskandi er að slík stöðutaka verði gerð árlega héðan í frá til þess að stofnanirnar geti fylgst með viðhorfum í íslensku viðskiptalífi til þeirra starfs og komið til móts við gagnrýni eins og kostur er. Niðurstöður könnunarinnar Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á áðurnefndum fundi. Þar kom m.a. fram að fyrirtæki eru ósátt við hversu mikill tími fer í skriffinnsku og pappírsvinnu, jafnvel sömu pappírsvinnunnar til mismunandi aðila og að of lítið sé um rafræna stjórnsýslu. Aftur á móti þykja eftirlitsheimsóknir lítt til vandræða. Af mati á 16 mismunandi eftirlitsstofnunum kom Samkeppniseftirlitið hvað verst út og þar á eftir Fjármálaeftirlitið. Þá er sama hvort litið er til þátta er lúta að viðhorfi, trausti eða skilvirkni – svörin endurspegla skýrt neikvæða stöðu þessara eftirlitsstofnana í huga stjórnenda íslenskra fyrirtækja, samanborið við aðrar. Velta má því upp hvort áherslur þessara stofnana hafi hér áhrif en það er áhyggjuefni að niðurstöður könnunarinnar styðja þau langlífu sjónarmið að skortur sé á trausti og samvinnu milli ákveðinna eftirlitsstofnana og íslenskra fyrirtækja. Nefna má að stjórnendur 70% fyrirtækja sem tóku afstöðu töldu leiðbeinandi hlutverki Samkeppniseftirlitsins ábótavant. Skortur væri á leiðbeiningum til að auðvelda fyrirtæki þeirra að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Þessi skortur á leiðbeiningum var m.a. ástæða þess að samtök á borð við Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands sáu sér ekki annað fært en að gefa sjálf út á síðasta ári leiðbeiningar í samkeppnisrétti til að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þótt starfsemi opinberra eftirlitsaðila sé nauðsynleg þá er það staðreynd að sköpun verðmæta á sér stað í fyrirtækjum en ekki eftirlitsstofnunum. Það er því mikilvægt að að gæta þess að opinbert regluverk um viðskiptalífið hamli ekki eðlilegri starfsemi og vexti fyrirtækja með því að vera meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Slíkt er kostnaðarsamt fyrir samfélagið og dregur úr hagkvæmni íslenskra fyrirtækja – ekki síst alþjóðlegri samkeppnishæfni. Tillögur til úrbóta í lífskjarasamningunum Þessu virðist ríkisstjórnin hafa áttað sig á en í aðgerðaplani hennar til stuðnings lífskjarasamningunum er að finna tillögur til úrbóta á grunni niðurstaðna fyrrgreindrar könnunnar ásamt þremur öðrum atriðum sem lúta að umbótum í opinberu eftirliti; endurskoðun á samkeppnislögum, samkeppnismati OECD á regluverki ferðaþjónustu og byggingarstarfsemi, ásamt því að ráðgjafarnefndin ljúki samantekt á yfirliti yfir lagaákvæði sem eru íþyngjandi fyrir atvinnustarfsemi, og geri tillögur að úrbótum. Með þessu eru mikilvæg skref tekin í átt að öflugra og heilbrigðara atvinnulífi á Íslandi. Takist vel til mun Ísland færast nær því að skipa sér í fremstu röð í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi með því að skapa kjöraðstæður til fyrirtækjareksturs.Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. Þetta kom fram í máli Ania Thiemann, verkefnisstjóra samkeppnismats OECD á fundi ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur í gærmorgun, þriðjudag. Íslenskt viðskiptalíf hefur lengi bent á að pottur sé víða brotinn í opinberu eftirlitsumhverfi. Kallað hefur verið eftir einföldun á regluverki og eftirliti þar sem óhagræði og kostnaður, bæði beinn og óbeinn, hlýst af núgildandi kerfi. Skipun ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur er því kærkomin. Markmið nefndarinnar, eins og því er lýst í lögum, er að vinna að því að auka hagkvæmni og skilvirkni í opinberu eftirliti með það fyrir augum að opinbert eftirlit nái markmiðum sínum um velferð, öryggi, heilbrigði og eðlilega viðskiptahætti en íþyngi einstaklingum og fyrirtækjum eins lítið og kostur er og að eftirlit stjórnvalda leiði ekki til mismununar eða takmarki athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist. Sérlega mikilvægu verkefni ráðgjafarnefndarinnar var ýtt úr vör í byrjun þessa árs þegar hún lagði fyrir könnun meðal íslenskra fyrirtækja um viðhorf stjórnenda til opinbers eftirlits og eftirlitsmenningar á Íslandi – en slík könnun hefur ekki áður verið framkvæmd hér á landi. Óskandi er að slík stöðutaka verði gerð árlega héðan í frá til þess að stofnanirnar geti fylgst með viðhorfum í íslensku viðskiptalífi til þeirra starfs og komið til móts við gagnrýni eins og kostur er. Niðurstöður könnunarinnar Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á áðurnefndum fundi. Þar kom m.a. fram að fyrirtæki eru ósátt við hversu mikill tími fer í skriffinnsku og pappírsvinnu, jafnvel sömu pappírsvinnunnar til mismunandi aðila og að of lítið sé um rafræna stjórnsýslu. Aftur á móti þykja eftirlitsheimsóknir lítt til vandræða. Af mati á 16 mismunandi eftirlitsstofnunum kom Samkeppniseftirlitið hvað verst út og þar á eftir Fjármálaeftirlitið. Þá er sama hvort litið er til þátta er lúta að viðhorfi, trausti eða skilvirkni – svörin endurspegla skýrt neikvæða stöðu þessara eftirlitsstofnana í huga stjórnenda íslenskra fyrirtækja, samanborið við aðrar. Velta má því upp hvort áherslur þessara stofnana hafi hér áhrif en það er áhyggjuefni að niðurstöður könnunarinnar styðja þau langlífu sjónarmið að skortur sé á trausti og samvinnu milli ákveðinna eftirlitsstofnana og íslenskra fyrirtækja. Nefna má að stjórnendur 70% fyrirtækja sem tóku afstöðu töldu leiðbeinandi hlutverki Samkeppniseftirlitsins ábótavant. Skortur væri á leiðbeiningum til að auðvelda fyrirtæki þeirra að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Þessi skortur á leiðbeiningum var m.a. ástæða þess að samtök á borð við Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands sáu sér ekki annað fært en að gefa sjálf út á síðasta ári leiðbeiningar í samkeppnisrétti til að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þótt starfsemi opinberra eftirlitsaðila sé nauðsynleg þá er það staðreynd að sköpun verðmæta á sér stað í fyrirtækjum en ekki eftirlitsstofnunum. Það er því mikilvægt að að gæta þess að opinbert regluverk um viðskiptalífið hamli ekki eðlilegri starfsemi og vexti fyrirtækja með því að vera meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Slíkt er kostnaðarsamt fyrir samfélagið og dregur úr hagkvæmni íslenskra fyrirtækja – ekki síst alþjóðlegri samkeppnishæfni. Tillögur til úrbóta í lífskjarasamningunum Þessu virðist ríkisstjórnin hafa áttað sig á en í aðgerðaplani hennar til stuðnings lífskjarasamningunum er að finna tillögur til úrbóta á grunni niðurstaðna fyrrgreindrar könnunnar ásamt þremur öðrum atriðum sem lúta að umbótum í opinberu eftirliti; endurskoðun á samkeppnislögum, samkeppnismati OECD á regluverki ferðaþjónustu og byggingarstarfsemi, ásamt því að ráðgjafarnefndin ljúki samantekt á yfirliti yfir lagaákvæði sem eru íþyngjandi fyrir atvinnustarfsemi, og geri tillögur að úrbótum. Með þessu eru mikilvæg skref tekin í átt að öflugra og heilbrigðara atvinnulífi á Íslandi. Takist vel til mun Ísland færast nær því að skipa sér í fremstu röð í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi með því að skapa kjöraðstæður til fyrirtækjareksturs.Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun