Íslendingar regluglaðastir OECD þjóða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2019 19:30 Íslendingar búa við flóknasta eftirlitsregluverk allra OECD-þjóða. Verkefnastjóri hjá OECD segir íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til þess að ofregluvæða og segir fyrirkomulagið íþyngjandi fyrir efnahagslífið. Úttekt efnahags- og framfararstofnunar Evrópu, eða OECD, á eftirlitsreglum aðildarþjóða var kynnt á fundi um eftirlitsmenningu á Íslandi í morgun. Þar kemur fram að Íslendingar búa við flóknasta regluverkið. „Á öllum þessum sviðum, hverju einasta þeirra, að þá er miklu meira af regluverki á Íslandi, en annars staðar í OECD. Þetta er það hagkerfi í OECD þar sem regluverkið er mest," segir Ania Thiemann, verkefnisstjóri samkeppnismats OECD. Hún segir að svo flókið regluverk geti hamlað hagvexti. „Við höfum áþreifanlegar sannanir sem sýna okkur að eftir því sem hagkerfi er bundið af fleiri reglum, þeim mun afkastaminna er það. Við vitum af reynslunni að ef maður dregur úr stjórnunarbyrðinni og ef maður losnar við þunga reglusetningu, þá eykst framleiðni og til langframa eykst hagvöxtur," segir Ania. Stjórnvöld þurfi betur að áhrifunum áður en nýjar reglur séu settar. „Það sem við sjáum á Íslandi er tilhneiging til að setja of margar reglur og setja of marga staðla sem eru kannski ekki nauðsynlegir," segir hún. Verkefnastjóri á samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins telur að auka mætti skilvirkni með samþættingu. „Við erum til dæmis að eiga við tíu heilbrigðisumdæmi á Íslandi og hvert og eitt þeirra er stjórnvald sem fylgir sínum eigin reglum," segir Heiðrún Björk Gísladóttir. „Við höfum allavega lagt til að það verði í rauninni bara eitt heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sem myndi þá jafnvel taka yfir fleiri stofnanir, eins og Fiskistofu, allt matvælaeftirlit og Vinnueftirlitið þess vegna," segir Heiðrún. Efnahagsmál Stjórnsýsla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Íslendingar búa við flóknasta eftirlitsregluverk allra OECD-þjóða. Verkefnastjóri hjá OECD segir íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til þess að ofregluvæða og segir fyrirkomulagið íþyngjandi fyrir efnahagslífið. Úttekt efnahags- og framfararstofnunar Evrópu, eða OECD, á eftirlitsreglum aðildarþjóða var kynnt á fundi um eftirlitsmenningu á Íslandi í morgun. Þar kemur fram að Íslendingar búa við flóknasta regluverkið. „Á öllum þessum sviðum, hverju einasta þeirra, að þá er miklu meira af regluverki á Íslandi, en annars staðar í OECD. Þetta er það hagkerfi í OECD þar sem regluverkið er mest," segir Ania Thiemann, verkefnisstjóri samkeppnismats OECD. Hún segir að svo flókið regluverk geti hamlað hagvexti. „Við höfum áþreifanlegar sannanir sem sýna okkur að eftir því sem hagkerfi er bundið af fleiri reglum, þeim mun afkastaminna er það. Við vitum af reynslunni að ef maður dregur úr stjórnunarbyrðinni og ef maður losnar við þunga reglusetningu, þá eykst framleiðni og til langframa eykst hagvöxtur," segir Ania. Stjórnvöld þurfi betur að áhrifunum áður en nýjar reglur séu settar. „Það sem við sjáum á Íslandi er tilhneiging til að setja of margar reglur og setja of marga staðla sem eru kannski ekki nauðsynlegir," segir hún. Verkefnastjóri á samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins telur að auka mætti skilvirkni með samþættingu. „Við erum til dæmis að eiga við tíu heilbrigðisumdæmi á Íslandi og hvert og eitt þeirra er stjórnvald sem fylgir sínum eigin reglum," segir Heiðrún Björk Gísladóttir. „Við höfum allavega lagt til að það verði í rauninni bara eitt heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sem myndi þá jafnvel taka yfir fleiri stofnanir, eins og Fiskistofu, allt matvælaeftirlit og Vinnueftirlitið þess vegna," segir Heiðrún.
Efnahagsmál Stjórnsýsla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent