„Upprunalega hugmyndin kom frá Martin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2019 12:30 Undir stjórn Israels Martin vann Tindastóll fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. vísir/bára „Við lítum björtum augum fram á veginn. Nú þurfum við að finna nýjan þjálfara og púsla utan á okkar kjarna af heimamönnum,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, í samtali við Vísi.Þau tíðindi bárust frá Sauðárkróki í gær að Israel Martin væri hættur þjálfun Tindastóls. Undir stjórn þess spænska urðu Stólarnir bikarmeistarar í fyrra, sem var fyrsti stóri titilinn í sögu félagsins, og komust tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir gott gengi framan af tímabili hallaði undan fæti hjá Tindastóli eftir áramót. Liðið endaði í 3. sæti Domino's deildarinnar og tapaði fyrir Þór Þ., 2-3, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar eftir að hafa komist 2-0 yfir í einvíginu. „Þetta kom upp eftir mörg samtöl þegar við vorum að fara yfir tímabilið. Upprunalega hugmyndin kom frá honum,“ segir Ingólfur um starfslok Martins. Stólarnir eru komnir í þjálfaraleit sem er nýhafin. Tindastóll hefur haft nokkra erlenda þjálfara í gegnum tíðina og Ingólfur útilokar ekki að Stólarnir muni leita aftur út fyrir landsteinana að þjálfara. „Það er allt opið í þeim efnum. Við verðum að sjá hverjir eru lausir. Mestu skiptir að finna rétta manninn.“ Skilja afstöðu BrynjarsBrynjar stoppaði stutt við á Króknum.vísir/báraÁ föstudaginn bárust þær fréttir frá Sauðárkróki að Brynjar Þór Björnsson væri á förum frá Tindastóli, eftir aðeins eitt ár í herbúðum liðsins, vegna fjölskylduástæðna. „Við hefðum gjarnan vilja halda honum en skiljum hans afstöðu. Fjölskyldan kemur alltaf fyrst,“ segir Ingólfur sem ber Brynjari vel söguna. „Þetta voru mjög góð kynni. Hann var bara í eitt tímabil hérna en manni finnst eins og hann hafi verið lengur. Hann var frábær jafnt innan vallar sem utan og kom sterkur inn í unglingastarfið hérna. Það er mikill missir af honum.“ Stefna áfram háttPétur Rúnar Birgisson hefur verið lykilmaður hjá Tindastóli á undanförnum árum.vísir/báraIngólfur leggur áherslu á að Tindastóll haldi þeim sterka kjarna heimamanna sem hefur borið liðið uppi á undanförnum árum. „Við erum að vinna í okkar heimamannakjarna. Við sjáum hvernig hann verður og smíðum svo utan á hann,“ segir Ingólfur sem er bjartsýnn á að halda öllum íslensku leikmönnum Tindastóls. Stólarnir hafa verið í fremstu röð í íslenskum körfubolta undanfarin ár og markið hefur verið sett hátt í Skagafirðinum. Ingólfur segir að engin breyting verði þar á. „Við bökkum ekkert með það og stefnum jafnvel hærra,“ segir Ingólfur að endingu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Brynjar Þór Björnsson leitar sér nú að nýju liði eftir að hafa yfirgefið Tindastól fyrr í dag. 12. apríl 2019 17:30 Israel Martin ekki áfram með Tindastól Tindastóll leitar nú að nýjum þjálfara. 15. apríl 2019 20:22 Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
„Við lítum björtum augum fram á veginn. Nú þurfum við að finna nýjan þjálfara og púsla utan á okkar kjarna af heimamönnum,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, í samtali við Vísi.Þau tíðindi bárust frá Sauðárkróki í gær að Israel Martin væri hættur þjálfun Tindastóls. Undir stjórn þess spænska urðu Stólarnir bikarmeistarar í fyrra, sem var fyrsti stóri titilinn í sögu félagsins, og komust tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir gott gengi framan af tímabili hallaði undan fæti hjá Tindastóli eftir áramót. Liðið endaði í 3. sæti Domino's deildarinnar og tapaði fyrir Þór Þ., 2-3, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar eftir að hafa komist 2-0 yfir í einvíginu. „Þetta kom upp eftir mörg samtöl þegar við vorum að fara yfir tímabilið. Upprunalega hugmyndin kom frá honum,“ segir Ingólfur um starfslok Martins. Stólarnir eru komnir í þjálfaraleit sem er nýhafin. Tindastóll hefur haft nokkra erlenda þjálfara í gegnum tíðina og Ingólfur útilokar ekki að Stólarnir muni leita aftur út fyrir landsteinana að þjálfara. „Það er allt opið í þeim efnum. Við verðum að sjá hverjir eru lausir. Mestu skiptir að finna rétta manninn.“ Skilja afstöðu BrynjarsBrynjar stoppaði stutt við á Króknum.vísir/báraÁ föstudaginn bárust þær fréttir frá Sauðárkróki að Brynjar Þór Björnsson væri á förum frá Tindastóli, eftir aðeins eitt ár í herbúðum liðsins, vegna fjölskylduástæðna. „Við hefðum gjarnan vilja halda honum en skiljum hans afstöðu. Fjölskyldan kemur alltaf fyrst,“ segir Ingólfur sem ber Brynjari vel söguna. „Þetta voru mjög góð kynni. Hann var bara í eitt tímabil hérna en manni finnst eins og hann hafi verið lengur. Hann var frábær jafnt innan vallar sem utan og kom sterkur inn í unglingastarfið hérna. Það er mikill missir af honum.“ Stefna áfram háttPétur Rúnar Birgisson hefur verið lykilmaður hjá Tindastóli á undanförnum árum.vísir/báraIngólfur leggur áherslu á að Tindastóll haldi þeim sterka kjarna heimamanna sem hefur borið liðið uppi á undanförnum árum. „Við erum að vinna í okkar heimamannakjarna. Við sjáum hvernig hann verður og smíðum svo utan á hann,“ segir Ingólfur sem er bjartsýnn á að halda öllum íslensku leikmönnum Tindastóls. Stólarnir hafa verið í fremstu röð í íslenskum körfubolta undanfarin ár og markið hefur verið sett hátt í Skagafirðinum. Ingólfur segir að engin breyting verði þar á. „Við bökkum ekkert með það og stefnum jafnvel hærra,“ segir Ingólfur að endingu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Brynjar Þór Björnsson leitar sér nú að nýju liði eftir að hafa yfirgefið Tindastól fyrr í dag. 12. apríl 2019 17:30 Israel Martin ekki áfram með Tindastól Tindastóll leitar nú að nýjum þjálfara. 15. apríl 2019 20:22 Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Brynjar Þór Björnsson leitar sér nú að nýju liði eftir að hafa yfirgefið Tindastól fyrr í dag. 12. apríl 2019 17:30
Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02