Skreið í mark í Boston maraþoninu til minningar um fallna félaga | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2019 10:30 Micah Herndon á fjórum fótum á leið í mark. mynd/skjáskot Micah Herndon, fyrrverandi hermaður í Bandaríkjaher, skreið á höndum og fótum í mark í Boston maraþoninu eftir að líkaminn gaf sig þegar stutt var eftir en maraþonið fór fram í gær. Herndon, sem er frá Tallmadge í Ohioríki, tók þátt í maraþoninu til minningar um þrjá fallna félaga úr hernum sem að hann kynntist í Afganistan. Hann sagði við blaðið Record-Courier að alltaf þegar að hann er við það að gefast upp endurtekur hann nöfn þremenninganna; Mark Juarez, Matthew Ballard og Rupert Hamer. „Ég hleyp þeim til heiðurs. Þeir eru fallnir frá en ég er hér og ég get hreyft mig. Ég er heppinn að hafa alla útlimi mína. Ég get enn þá gert hluti. Mér líður vel með það eitt að geta hlaupið. Sumir geta það ekki,“ sagði Herndon. Hermaðurinn kom í mark á endanum á þremur klukkustundum og 38 mínútum en um leið og hann skreið yfir endalínuna var honum komið fyrir í hjólastól og honum veitt læknisaðstoð. Herndon hljóp í skóm með nafnspjöldum félaga sinna á. „Ef ég er ekki að hlaupa líður mér eins og ég sé ekki að gera neitt við líf mitt. Ef mér líður eitthvað illa eða ég er alveg búinn á því endurtek ég nöfn félaganna minna. Þeir lentu í mun verri hlutum þannig að ég hleyp fyrir þá og fjölskyldur þeirra,“ segir Micah Herndon. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Micah Herndon, fyrrverandi hermaður í Bandaríkjaher, skreið á höndum og fótum í mark í Boston maraþoninu eftir að líkaminn gaf sig þegar stutt var eftir en maraþonið fór fram í gær. Herndon, sem er frá Tallmadge í Ohioríki, tók þátt í maraþoninu til minningar um þrjá fallna félaga úr hernum sem að hann kynntist í Afganistan. Hann sagði við blaðið Record-Courier að alltaf þegar að hann er við það að gefast upp endurtekur hann nöfn þremenninganna; Mark Juarez, Matthew Ballard og Rupert Hamer. „Ég hleyp þeim til heiðurs. Þeir eru fallnir frá en ég er hér og ég get hreyft mig. Ég er heppinn að hafa alla útlimi mína. Ég get enn þá gert hluti. Mér líður vel með það eitt að geta hlaupið. Sumir geta það ekki,“ sagði Herndon. Hermaðurinn kom í mark á endanum á þremur klukkustundum og 38 mínútum en um leið og hann skreið yfir endalínuna var honum komið fyrir í hjólastól og honum veitt læknisaðstoð. Herndon hljóp í skóm með nafnspjöldum félaga sinna á. „Ef ég er ekki að hlaupa líður mér eins og ég sé ekki að gera neitt við líf mitt. Ef mér líður eitthvað illa eða ég er alveg búinn á því endurtek ég nöfn félaganna minna. Þeir lentu í mun verri hlutum þannig að ég hleyp fyrir þá og fjölskyldur þeirra,“ segir Micah Herndon.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira