Forvitin augu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. apríl 2019 08:00 Sama hvaða skoðun fólk hefur á Julian Assange, útgefanda Wikileaks, þá blasir við að fangelsun hans nýverið og yfirvofandi framsal til Bandaríkjanna er meiriháttar ógn við sjálfstæði og öryggi blaðamanna, ritstjóra og útgefenda vítt og breitt um heiminn. Fari svo að Bretar verði við ósk bandarískra dómsmálayfirvalda um framsal — á grundvelli óljósrar ákæru á hendur Assange um netglæpi — er næsta víst að margra ára átök taki við um gildi og aðferðir blaðamennsku á stafrænni öld, um vernd heimildarmanna og hvernig þeir koma upplýsingum til blaðamanna. Eins og er stendur ekki til að sækja Assange til saka fyrir birtingu trúnaðargagna, heldur er honum gefið að sök að hafa aðstoðað uppljóstrarann Chelsea Manning við að hylja stafræna slóð sína er hún kom gögnum í hendur Wikileaks. Þetta eru gögn sem áttu ótvírætt erindi í fjölmiðla og var fyrst greint frá hér á landi. Sú birting sýndi hvernig bandarískir hermenn hlógu er þeir skutu á og drápu hermenn, óbreytta borgara og tvo blaðamenn Reuters úr herþyrlu í Írak árið 2010. Manning sat á bak við lás og slá í sjö ár eftir að hafa verið dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að leka gögnum til Wikileaks. Hún hefur á ný verið fangelsuð, að þessu sinni fyrir að neita að tjá sig um glæpi sem Obama Bandaríkjaforseti hafði náðað hana fyrir. Linnulaus barátta bandarískra yfirvalda til að koma Assange á bak við lás og slá er birtingarmynd þeirra eitruðu stjórnmála sem stunduð eru í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þar sem frjálsir fjölmiðlar eru sagðir vera verstu óvinir almennings, eins og Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir. Heiftin er slík að hún þekkir ekki landamæri. Enginn er öruggur ef hann er sagður vinna gegn hagsmunum stjórnvalda. Þannig varðar mál Julian Assange alla blaðamenn, og þar með alla þá sem kjósa að búa í upplýstu og frjálsu samfélagi. Hámarksrefsing fyrir þau brot sem Assange er sakaður um núna er fimm ár. Hins vegar er ekki útilokað, og ætti þar með að vera álitið öruggt, að Assange verði á seinni stigum málsins ákærður fyrir brot á bandarísku njósnalöggjöfinni. Brot sem fela í sér þann möguleika að Assange verði fangelsaður fyrir lífstíð, eða jafnvel tekinn af lífi. Fari það svo að Bretar framselji Assange til Bandaríkjanna, þá mun það verða þeim sem eru við stjórnvölinn þar í landi til ævarandi skammar enda blasir við að málið gegn Assange er knúið áfram af annarlegum pólitískum hvötum og til þess eins að refsa blaðamönnum og heimildarmönnum þeirra. Það er vel við hæfi að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að mál Assange verði leyst með þeim hætti sem sæmir siðuðum ríkjum, slíkt væri viðeigandi á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Eins ættu blaðamenn hér á landi að láta mál Assange sig varða, enda tekur það til atriða sem liggja til grundvallar í starfi blaðamanna á 21. öldinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mál Julians Assange Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Sjá meira
Sama hvaða skoðun fólk hefur á Julian Assange, útgefanda Wikileaks, þá blasir við að fangelsun hans nýverið og yfirvofandi framsal til Bandaríkjanna er meiriháttar ógn við sjálfstæði og öryggi blaðamanna, ritstjóra og útgefenda vítt og breitt um heiminn. Fari svo að Bretar verði við ósk bandarískra dómsmálayfirvalda um framsal — á grundvelli óljósrar ákæru á hendur Assange um netglæpi — er næsta víst að margra ára átök taki við um gildi og aðferðir blaðamennsku á stafrænni öld, um vernd heimildarmanna og hvernig þeir koma upplýsingum til blaðamanna. Eins og er stendur ekki til að sækja Assange til saka fyrir birtingu trúnaðargagna, heldur er honum gefið að sök að hafa aðstoðað uppljóstrarann Chelsea Manning við að hylja stafræna slóð sína er hún kom gögnum í hendur Wikileaks. Þetta eru gögn sem áttu ótvírætt erindi í fjölmiðla og var fyrst greint frá hér á landi. Sú birting sýndi hvernig bandarískir hermenn hlógu er þeir skutu á og drápu hermenn, óbreytta borgara og tvo blaðamenn Reuters úr herþyrlu í Írak árið 2010. Manning sat á bak við lás og slá í sjö ár eftir að hafa verið dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að leka gögnum til Wikileaks. Hún hefur á ný verið fangelsuð, að þessu sinni fyrir að neita að tjá sig um glæpi sem Obama Bandaríkjaforseti hafði náðað hana fyrir. Linnulaus barátta bandarískra yfirvalda til að koma Assange á bak við lás og slá er birtingarmynd þeirra eitruðu stjórnmála sem stunduð eru í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þar sem frjálsir fjölmiðlar eru sagðir vera verstu óvinir almennings, eins og Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir. Heiftin er slík að hún þekkir ekki landamæri. Enginn er öruggur ef hann er sagður vinna gegn hagsmunum stjórnvalda. Þannig varðar mál Julian Assange alla blaðamenn, og þar með alla þá sem kjósa að búa í upplýstu og frjálsu samfélagi. Hámarksrefsing fyrir þau brot sem Assange er sakaður um núna er fimm ár. Hins vegar er ekki útilokað, og ætti þar með að vera álitið öruggt, að Assange verði á seinni stigum málsins ákærður fyrir brot á bandarísku njósnalöggjöfinni. Brot sem fela í sér þann möguleika að Assange verði fangelsaður fyrir lífstíð, eða jafnvel tekinn af lífi. Fari það svo að Bretar framselji Assange til Bandaríkjanna, þá mun það verða þeim sem eru við stjórnvölinn þar í landi til ævarandi skammar enda blasir við að málið gegn Assange er knúið áfram af annarlegum pólitískum hvötum og til þess eins að refsa blaðamönnum og heimildarmönnum þeirra. Það er vel við hæfi að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að mál Assange verði leyst með þeim hætti sem sæmir siðuðum ríkjum, slíkt væri viðeigandi á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Eins ættu blaðamenn hér á landi að láta mál Assange sig varða, enda tekur það til atriða sem liggja til grundvallar í starfi blaðamanna á 21. öldinni.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun