Kyrravika Guðmundur Brynjólfsson skrifar 15. apríl 2019 07:00 Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn en aðrir hjuggu greinar af trjánum og lögðu á veginn.“ (Mt 21:8) Er það nákvæmlega þarna sem kyrravika hefst? Í ókyrrð þeirri er skapast þegar Jesús ríður inn í Jerúsalem og fólkið fagnar honum. Svo sem lýst er. Þær greinar sem þarna eru afhoggnar hvern pálmasunnudag þroskast í kyrrð þessarar viku og rísa svo upp áður en sjálfur frelsarinn rís upp frá dauðum, rísa upp sem krosstréð þar sem hann gefur upp öndina. Pálmarnir sem fólkið stendur með í höndunum og kastar frá sér Jesú til dýrðar verða að aftökutæki. Vítisvél. Þetta er ljót mynd. En þannig er sagan. Og þegar sagan birtir okkur ljóta mynd er óvitlaust að róa sig aðeins og hugsa sinn gang; íhuga. Íhuga hvernig sama fólkið – að stórum hluta – gat umturnast í múgæsing og spennu mannlegra vélráða á nokkrum tugum klukkustunda, frá því að fagna með pálmagreinum yfir í að hrópa: „Krossfestu hann!“ Það var fólk sem hrópaði „krossfestu hann“, það var fólk sem krossfesti hann. Þess vegna, kyrravika. Íhuga hvað? Jú, til dæmis það fyrir hvað við lifum. Hvað við ræktum. Hvað við gerum með pálmann sem við stöndum með í höndunum dag hvern – eða ekki. Fyrir hvers fætur við köstum honum, eða fyrir hvers fætur við köstum okkur? Íhuga hvernig það hefur leikið okkur að trúa á menn. Hugsa um djöfulskapinn sem mannskepnan hefur staðið að í gegnum tíðina, gegn mönnum jafnt sem náttúru. Um vítisvélarnar sem maðurinn hefur uppfundið. Um bölið sem við búum okkur til. Um það sem við gloprum út úr lúkunum, eyðileggjum, brjótum gegn. Íhugum allt það sem hrekur okkur út í það horn að spyrja: Guð, því lætur þú þetta gerast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn en aðrir hjuggu greinar af trjánum og lögðu á veginn.“ (Mt 21:8) Er það nákvæmlega þarna sem kyrravika hefst? Í ókyrrð þeirri er skapast þegar Jesús ríður inn í Jerúsalem og fólkið fagnar honum. Svo sem lýst er. Þær greinar sem þarna eru afhoggnar hvern pálmasunnudag þroskast í kyrrð þessarar viku og rísa svo upp áður en sjálfur frelsarinn rís upp frá dauðum, rísa upp sem krosstréð þar sem hann gefur upp öndina. Pálmarnir sem fólkið stendur með í höndunum og kastar frá sér Jesú til dýrðar verða að aftökutæki. Vítisvél. Þetta er ljót mynd. En þannig er sagan. Og þegar sagan birtir okkur ljóta mynd er óvitlaust að róa sig aðeins og hugsa sinn gang; íhuga. Íhuga hvernig sama fólkið – að stórum hluta – gat umturnast í múgæsing og spennu mannlegra vélráða á nokkrum tugum klukkustunda, frá því að fagna með pálmagreinum yfir í að hrópa: „Krossfestu hann!“ Það var fólk sem hrópaði „krossfestu hann“, það var fólk sem krossfesti hann. Þess vegna, kyrravika. Íhuga hvað? Jú, til dæmis það fyrir hvað við lifum. Hvað við ræktum. Hvað við gerum með pálmann sem við stöndum með í höndunum dag hvern – eða ekki. Fyrir hvers fætur við köstum honum, eða fyrir hvers fætur við köstum okkur? Íhuga hvernig það hefur leikið okkur að trúa á menn. Hugsa um djöfulskapinn sem mannskepnan hefur staðið að í gegnum tíðina, gegn mönnum jafnt sem náttúru. Um vítisvélarnar sem maðurinn hefur uppfundið. Um bölið sem við búum okkur til. Um það sem við gloprum út úr lúkunum, eyðileggjum, brjótum gegn. Íhugum allt það sem hrekur okkur út í það horn að spyrja: Guð, því lætur þú þetta gerast?
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar