Leggur fram breytta bólusetningartillögu: „Eftir hverju er verið að bíða?“ Andri Eysteinsson skrifar 13. apríl 2019 10:42 Hildur Björnsdóttir hefur lagt tillöguna fram í þriðja sinn. Samsett/Getty/Aðsend Bólusetningar hafa verið mikið í umræðunni eftir að mislingasmit voru greind í sjö einstaklingum víða um land. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem vill sjá úrbætur í bólusetningum og hefur barist fyrir bólusetningarskyldu í leikskólum borgarinnar. Hildur hefur nú lagt fram tillögu þess efnis til borgarstjórnar í þriðja sinn. „Ég lagði þessa tillögu fram í haust og hún er felld með þeim rökum að það séu engar aðstæður uppi hérlendis sem kalli á svona aðgerðir. Í lengri tíma höfum við vitað af því að það geisi mislingafaraldur í Evrópu, svo förum við að heyra af tilfellum erlendis. Þá finnst manni vera komnar upp þessar aðstæður sem borgarstjórnarmeirihlutinn var að kalla eftir,“ sagði Hildur í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. Hildur segist hafa lagt tillöguna fram öðru sinni, hún hafi aftur verið felld. „ Ég átta mig eiginlega ekki á forsendunum, þau eru greinilega ekki reiðubúin til að grípa til þessara aðgerða. Þau hafa notað þau rök að þau vilji ekki jaðarsetja börn en tillagan gerði nú ráð fyrir því að gætt yrði að því,“ sagði Hildur spurð að hvaða rökum borgarstjórnarmeirihluti hafi haft fyrir því að hafna tillögu Hildar öðru sinni.„Eftir hverju er verið að bíða?“ Eins og áður segir breytti Hildur tillögu sinni áður en hún var lögð fram í þriðja sinn. „Í millitíðinni berst erindi frá sóttvarnarlækni þar sem hann leggur það til að borgir leiti eftir samstarfi við heilsugæsluna til að auka þátttöku barna í bólusetningum. Þá legg ég fram þá tillögu að borgin leitist eftir slíku samstarfi og reyni þá að fá hjúkrunarfræðinga inn á leikskólanna eins og tíðkast í grunnskólanum. Þannig að bólusetningarnar yrði framkvæmdar inni á leikskólanum, auðvitað að gefnu samþykki foreldra,“ sagði Hildur. Tillagan veiti aukna þjónustu, til að mynda við foreldra. Hildur segir að með tillögunni séu þau börn sem ekki eru bólusett vegna gleymsku foreldra, en ekki vegna andstöðu þeirra við bólusetningar, bólusett á leikskólanum. „Þetta kerfi gæti gripið þau börn“ „Markmiðið er alltaf að auka þátttöku í bólusetningum og tryggja þetta hjarðónæmi sem við reynum að ná fram með góðri tíðni bólusetninga. Ég held við getum náð því markmiði með þessari tillögu. Maður veltir því stundum fyrir sér eftir hverju er verið að bíða, hversu mörg tilfelli þarf til þess að við teljum aðstæður vera uppi til að grípa til aðgerða?,“ sagði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Reykjavík Síðdegis í gær. Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Óbólusett börn fá ekki að vera á meðal almennings í Rockland-sýslu New York. Ákvörðunin sögð fordæmalaus í Bandaríkjunum. Mislingar hafa gert vart við sig mun víðar en í Rockland. 28. mars 2019 06:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Bólusetningar hafa verið mikið í umræðunni eftir að mislingasmit voru greind í sjö einstaklingum víða um land. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem vill sjá úrbætur í bólusetningum og hefur barist fyrir bólusetningarskyldu í leikskólum borgarinnar. Hildur hefur nú lagt fram tillögu þess efnis til borgarstjórnar í þriðja sinn. „Ég lagði þessa tillögu fram í haust og hún er felld með þeim rökum að það séu engar aðstæður uppi hérlendis sem kalli á svona aðgerðir. Í lengri tíma höfum við vitað af því að það geisi mislingafaraldur í Evrópu, svo förum við að heyra af tilfellum erlendis. Þá finnst manni vera komnar upp þessar aðstæður sem borgarstjórnarmeirihlutinn var að kalla eftir,“ sagði Hildur í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. Hildur segist hafa lagt tillöguna fram öðru sinni, hún hafi aftur verið felld. „ Ég átta mig eiginlega ekki á forsendunum, þau eru greinilega ekki reiðubúin til að grípa til þessara aðgerða. Þau hafa notað þau rök að þau vilji ekki jaðarsetja börn en tillagan gerði nú ráð fyrir því að gætt yrði að því,“ sagði Hildur spurð að hvaða rökum borgarstjórnarmeirihluti hafi haft fyrir því að hafna tillögu Hildar öðru sinni.„Eftir hverju er verið að bíða?“ Eins og áður segir breytti Hildur tillögu sinni áður en hún var lögð fram í þriðja sinn. „Í millitíðinni berst erindi frá sóttvarnarlækni þar sem hann leggur það til að borgir leiti eftir samstarfi við heilsugæsluna til að auka þátttöku barna í bólusetningum. Þá legg ég fram þá tillögu að borgin leitist eftir slíku samstarfi og reyni þá að fá hjúkrunarfræðinga inn á leikskólanna eins og tíðkast í grunnskólanum. Þannig að bólusetningarnar yrði framkvæmdar inni á leikskólanum, auðvitað að gefnu samþykki foreldra,“ sagði Hildur. Tillagan veiti aukna þjónustu, til að mynda við foreldra. Hildur segir að með tillögunni séu þau börn sem ekki eru bólusett vegna gleymsku foreldra, en ekki vegna andstöðu þeirra við bólusetningar, bólusett á leikskólanum. „Þetta kerfi gæti gripið þau börn“ „Markmiðið er alltaf að auka þátttöku í bólusetningum og tryggja þetta hjarðónæmi sem við reynum að ná fram með góðri tíðni bólusetninga. Ég held við getum náð því markmiði með þessari tillögu. Maður veltir því stundum fyrir sér eftir hverju er verið að bíða, hversu mörg tilfelli þarf til þess að við teljum aðstæður vera uppi til að grípa til aðgerða?,“ sagði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Reykjavík Síðdegis í gær.
Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Óbólusett börn fá ekki að vera á meðal almennings í Rockland-sýslu New York. Ákvörðunin sögð fordæmalaus í Bandaríkjunum. Mislingar hafa gert vart við sig mun víðar en í Rockland. 28. mars 2019 06:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00
Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Óbólusett börn fá ekki að vera á meðal almennings í Rockland-sýslu New York. Ákvörðunin sögð fordæmalaus í Bandaríkjunum. Mislingar hafa gert vart við sig mun víðar en í Rockland. 28. mars 2019 06:00
Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30