Bergmálsklefi fullkomleikans Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. apríl 2019 07:00 Nútíminn er trunta með tóman grautarhaus. Hjartað það er hrímað því heilinn gengur laus.Þótt lag Þursaflokksins, Nútíminn, hafi fyrst heyrst á öldum ljósvakans fyrir fjórum áratugum hefur nútíminn lítið breyst. Eftirsókn eftir vindi feykir okkur hálfmeðvitundarlausum á áfangastaði hégómans þar sem við drúpum tómum grautarhausum hokin við stafræn altari og tilbiðjum föður, son og heilagan anda; Google, Fésbók og Steve Jobs. Við tókum bita af eplinu og vorum rekin úr Paradís, dæmd til að strita í stafrænni veröld, yrkja ímyndina plöguð af blygðun um alla eilífð, amen. Filter, fótósjopp, stafræn fegrunaraðgerð. Sjáið mig! Ég er á skíðum í Ölpunum, teygjustökki á Balí. Við krjúpum við árbakka og störum á spegilmynd okkar jafnheltekin og Narkissos sem elskaði eigin ásjónu svo mikið að hann veslaðist upp og dó. Áin okkar er Fésbók; sykursæt tálbeita Zuckerbergs sem sannfærir okkur um að sitja og horfa á strauminn renna á skjá, á meðan lífið líður hjá. Ef tré fellur í skógi og enginn býr til myllumerki um það, heyrist þá hljóð? Cogito, ergo sum. Ég „pósta“, þess vegna er ég til. Ég, ég, ég. Sjáið mig! Ég var að hlaupa maraþon, er að lesa bók. Við hverfumst í hringi í kringum sjálfið. Sjálfhverfa er ferðalag samtímans. Hver er ég? Best að spyrja Google. En undir gljáandi yfirborði stafrænnar veraldar, handan bergmálsklefa fullkomleikans, er ekki allt sem sýnist. „Lög eru eins og pylsur – best er að sjá ekki hvernig þau verða til,“ sagði Otto von Bismarck. Fleira en lög er eins og pylsur. Einstaklingurinn er bjúga sem Fésbókin flytur á færibandi milli notenda til að neyta – eina með öllu nema hráum (veruleika). Því inni í sléttum himnubelg er subbulegur raunveruleikinn, óreiða úr óróleika, óöryggi og óhamingju. Ó, ó, ó!Truntan hún er taumlausog töltir út á hlið. Sumir eru að síga úr söðli undir kvið.Einhverjir verða undirað gömlum, góðum sið segir í texta Þursaflokksins. Því það að vera er ekki lengur nóg. Eða eins og uppgefinn Fésbókar vinur orðaði það svo vel: Þú þarft ekki bara að vera í leikfimi – þú þarft að vera í formi eins og atvinnumaður. Þú þarft ekki bara að vera í góðri vinnu – þú þarft að vera leiðtogi. Þú þarft ekki bara að eiga börn – þau þurfa að vera framúrskarandi. Þú þarft ekki bara að fara í frí – þú þarft að vera í Víetnam. Þú þarft ekki bara að borða hollt – þú þarft að vera vegan. Þú þarft ekki bara að vera vel menntuð/aður – þú þarft doktorspróf. Þú þarft ekki bara að stunda útivist – þú þarft að vera landvættur. Þú þarft ekki bara að eiga fallegt heimili – það þarf að fylgja nýjustu tískustraumum. Gakktu inn í daginn, kæri lesandi. Skildu falskan fullkomleikann eftir í símanum og láttu þér nægja að vera. En samt: Ekki gleyma að njóta; þér má alls ekki mistakast að njóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nútíminn er trunta með tóman grautarhaus. Hjartað það er hrímað því heilinn gengur laus.Þótt lag Þursaflokksins, Nútíminn, hafi fyrst heyrst á öldum ljósvakans fyrir fjórum áratugum hefur nútíminn lítið breyst. Eftirsókn eftir vindi feykir okkur hálfmeðvitundarlausum á áfangastaði hégómans þar sem við drúpum tómum grautarhausum hokin við stafræn altari og tilbiðjum föður, son og heilagan anda; Google, Fésbók og Steve Jobs. Við tókum bita af eplinu og vorum rekin úr Paradís, dæmd til að strita í stafrænni veröld, yrkja ímyndina plöguð af blygðun um alla eilífð, amen. Filter, fótósjopp, stafræn fegrunaraðgerð. Sjáið mig! Ég er á skíðum í Ölpunum, teygjustökki á Balí. Við krjúpum við árbakka og störum á spegilmynd okkar jafnheltekin og Narkissos sem elskaði eigin ásjónu svo mikið að hann veslaðist upp og dó. Áin okkar er Fésbók; sykursæt tálbeita Zuckerbergs sem sannfærir okkur um að sitja og horfa á strauminn renna á skjá, á meðan lífið líður hjá. Ef tré fellur í skógi og enginn býr til myllumerki um það, heyrist þá hljóð? Cogito, ergo sum. Ég „pósta“, þess vegna er ég til. Ég, ég, ég. Sjáið mig! Ég var að hlaupa maraþon, er að lesa bók. Við hverfumst í hringi í kringum sjálfið. Sjálfhverfa er ferðalag samtímans. Hver er ég? Best að spyrja Google. En undir gljáandi yfirborði stafrænnar veraldar, handan bergmálsklefa fullkomleikans, er ekki allt sem sýnist. „Lög eru eins og pylsur – best er að sjá ekki hvernig þau verða til,“ sagði Otto von Bismarck. Fleira en lög er eins og pylsur. Einstaklingurinn er bjúga sem Fésbókin flytur á færibandi milli notenda til að neyta – eina með öllu nema hráum (veruleika). Því inni í sléttum himnubelg er subbulegur raunveruleikinn, óreiða úr óróleika, óöryggi og óhamingju. Ó, ó, ó!Truntan hún er taumlausog töltir út á hlið. Sumir eru að síga úr söðli undir kvið.Einhverjir verða undirað gömlum, góðum sið segir í texta Þursaflokksins. Því það að vera er ekki lengur nóg. Eða eins og uppgefinn Fésbókar vinur orðaði það svo vel: Þú þarft ekki bara að vera í leikfimi – þú þarft að vera í formi eins og atvinnumaður. Þú þarft ekki bara að vera í góðri vinnu – þú þarft að vera leiðtogi. Þú þarft ekki bara að eiga börn – þau þurfa að vera framúrskarandi. Þú þarft ekki bara að fara í frí – þú þarft að vera í Víetnam. Þú þarft ekki bara að borða hollt – þú þarft að vera vegan. Þú þarft ekki bara að vera vel menntuð/aður – þú þarft doktorspróf. Þú þarft ekki bara að stunda útivist – þú þarft að vera landvættur. Þú þarft ekki bara að eiga fallegt heimili – það þarf að fylgja nýjustu tískustraumum. Gakktu inn í daginn, kæri lesandi. Skildu falskan fullkomleikann eftir í símanum og láttu þér nægja að vera. En samt: Ekki gleyma að njóta; þér má alls ekki mistakast að njóta.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun