Rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2019 16:41 Ljóst er að dómurinn sem gekk í Landsrétti áðan reyndist Arnþrúði verulegt áfall og er nú svo komið að hennar mati að rekstur Útvarps Sögu er í óvissu. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að með dómi sem féll í Landsrétti nú í dag þá séu rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar. Vísir greindi fyrr í dag frá dómi sem féll í Landsrétti, sem var í raun staðfesting á dómi sem gekk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur; Arnþrúði var gert að greiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir króna auk 620 þúsund krónur í málskostnað. Deildar meiningar voru uppi um hvort að peningar sem Guðfinna lét af hendi rakna til Arnþrúðar hefði verið lán eða styrkur en peningarnir voru lagðir inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Arnþrúður segir engan nokkurn einasta vafa á leika hvers eðlis var með það.Rekstargrundvöllurinn brostinn „Þessi dómsniðurstaða er furðuleg þar sem ekkert er tekið tillit til þeirra sönnunargagna sem við lögðum fram eða framburða vitna. Útvarp Saga hefur um langt árabil fengið styrki frá hlustendum sínum og hefur það hjálpað okkur gríðarlega mikið við að halda stöðinni gangandi. Með þessum dómi megum við eiga von á að fleiri skipti um skoðun og krefjist endurgreiðslu á styrkjum sínum og segi þá lán, jafnvel ári síðar eins og var í þessu tilfelli Guðfinnu Karlsdóttur.“ Arnþrúður segir Guðfinnu hafa komið af fúsum og frjálsum vilja til útvarpsstöðvarinnar árið 2016 og sagðist vilja gerast styrktaraðili. „Sem og hún gerði. Guðfinna hins vegar óskaði eftir því að útvarpsstöðin gengi hennar erinda í ágreiningsmáli við Guðmund Jónsson fasteignasala og ætlaðist til að ég tæki upp níðumfjöllun um hann. Ég átti sem sagt að ganga frá honum eins og hún orðaði það. Ég tók það ekki í mál og sagði henni að það yrði enginn umfjöllun að hálfu Útvarps Sögu um þennan mann.“ Vending verður í afstöðu Guðfinnu Þá verður það að Guðfinna skiptir um skoðun, að sögn Arnþrúðar og hélt því fram að um lán hefði verið að ræða. „Sem var alrangt enda kom það aldrei til tals og enginn slíkur samningur gerður eins og lög gera ráð fyrir. Allir fjölmiðlar sem fá styrki frá almenningi geta átt von á þessu í framtíðinni miðað við þessa dómsniðurstöðu og þetta hefur mjög alvarleg áhrif fyrir okkur hér á Sögu,“ segir Arnþrúður sem ætlar að áfrýja málinu til Hæstaréttar Íslands. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. 12. apríl 2019 15:22 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Ólafur Kjaran aðstoðar Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Ólafur Kjaran aðstoðar Kristrúnu Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að með dómi sem féll í Landsrétti nú í dag þá séu rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar. Vísir greindi fyrr í dag frá dómi sem féll í Landsrétti, sem var í raun staðfesting á dómi sem gekk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur; Arnþrúði var gert að greiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir króna auk 620 þúsund krónur í málskostnað. Deildar meiningar voru uppi um hvort að peningar sem Guðfinna lét af hendi rakna til Arnþrúðar hefði verið lán eða styrkur en peningarnir voru lagðir inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Arnþrúður segir engan nokkurn einasta vafa á leika hvers eðlis var með það.Rekstargrundvöllurinn brostinn „Þessi dómsniðurstaða er furðuleg þar sem ekkert er tekið tillit til þeirra sönnunargagna sem við lögðum fram eða framburða vitna. Útvarp Saga hefur um langt árabil fengið styrki frá hlustendum sínum og hefur það hjálpað okkur gríðarlega mikið við að halda stöðinni gangandi. Með þessum dómi megum við eiga von á að fleiri skipti um skoðun og krefjist endurgreiðslu á styrkjum sínum og segi þá lán, jafnvel ári síðar eins og var í þessu tilfelli Guðfinnu Karlsdóttur.“ Arnþrúður segir Guðfinnu hafa komið af fúsum og frjálsum vilja til útvarpsstöðvarinnar árið 2016 og sagðist vilja gerast styrktaraðili. „Sem og hún gerði. Guðfinna hins vegar óskaði eftir því að útvarpsstöðin gengi hennar erinda í ágreiningsmáli við Guðmund Jónsson fasteignasala og ætlaðist til að ég tæki upp níðumfjöllun um hann. Ég átti sem sagt að ganga frá honum eins og hún orðaði það. Ég tók það ekki í mál og sagði henni að það yrði enginn umfjöllun að hálfu Útvarps Sögu um þennan mann.“ Vending verður í afstöðu Guðfinnu Þá verður það að Guðfinna skiptir um skoðun, að sögn Arnþrúðar og hélt því fram að um lán hefði verið að ræða. „Sem var alrangt enda kom það aldrei til tals og enginn slíkur samningur gerður eins og lög gera ráð fyrir. Allir fjölmiðlar sem fá styrki frá almenningi geta átt von á þessu í framtíðinni miðað við þessa dómsniðurstöðu og þetta hefur mjög alvarleg áhrif fyrir okkur hér á Sögu,“ segir Arnþrúður sem ætlar að áfrýja málinu til Hæstaréttar Íslands.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. 12. apríl 2019 15:22 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Ólafur Kjaran aðstoðar Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Ólafur Kjaran aðstoðar Kristrúnu Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. 12. apríl 2019 15:22