Brandon með aðeins fimm prósent þriggja stiga nýtingu í tapleikjum Stjörnunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 16:30 Brandon Rozzell á ferðinni á móti ÍR Vísir/Vilhelm Augun verða örugglega á einum manni þegar Stjarnan og ÍR mætast í þriðja sinn í kvöld í undanúrslitaeinvígi sínu í Domino´s deild karla í körfubolta. Maðurinn sem Stjörnumenn þurfa að koma aftur í gang og ÍR-ingar leggja ofuráherslu að stoppa er bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell.Þriðji leikur Stjörnunnar og ÍR fer fram í Mathús Garðabæjar höllinni í Garðabæ í kvöld og hefst klukkan 19.15. Domino´s Körfuboltakvöld verður á staðnum og hefst útsendingin klukkan 18.30. Aðra seríuna í röð er staðan 1-1 í einvígi Stjörnunnar í úrslitakeppninni en Stjörnumenn töpuðu aftur á dögunum eftir draugaleik frá Brandon Rozzell. Brandon Rozzell hefur verið frábær með Stjörnuliðinu eftir að hann kom um áramótin og var með 24,3 stig og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Rozzell hefur skorað 18,7 stig og gefið 3,3 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en það er gríðarlega mikill munur á framlagi hans í sigurleikjunum fjórum og tapleikjunum tveimur. Brandon Rozzell skoraði aðeins 9 stig í tapinu í Seljaskóla á mánudagskvöldið eftir að hafa skoraði 28 stig í leik eitt sem Stjarnan vann með 33 stigum. Hann klikkaði á öllum sjö þriggja stiga skotum sínum í leik tvö eftir að hafa hitt úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leik eitt. Í tveimur tapleikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni hefur Brandon Rozzell aðeins hitt úr 1 af 19 þriggja stiga skotum sínum sem gerir aðeins fimm prósent skotnýtingu. Brandon Rozzell er með 22,5 stig og 3,8 stoðsendingar í leik í fjórum sigurleikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni í ár en í tapleikjunum eru meðaltöl hans aðeins 11,0 stig og 2,5 stoðsendingar. Þriggja stiga skotnýtingin í sigurleikjunum er 50 prósent þar sem hann hefur skorað fjóra þrista að meðaltali. Það munar meiri en 30 prósent á skotnýtingu Brandon Rozzell í sigur- og tapleikjum. Hann hefur hitt úr 52,4 prósent skota sinna í sigrunum en aðeins 22,2 prósent skota hans í tapleikjum hafa endaði í körfunni. Framlag hans er síðan 22,0 í sigurleikjunum en 7,0 í tapleikjunum. Það er heldur ekki eins og að hann reyni að spila frekar uppi félaga sína þegar hann er ekki að hitta. Brandon Rozzell er með færri stoðsendingar og fleiri reynd skot í tapleikjunum tveimur heldur en sigurleikjunum. Rozzell er með 18,0 skot að meðaltali í tapleikjunum en 15,8 skot að meðaltali í sigurleikjunum.Brandon Rozzell í úrslitakeppninni 2019:Stig í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 22,5 Tapleikir Stjörnunnar: 11,0Stoðsendingar í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 3,8 Tapleikir Stjörnunnar: 2,5Framlag í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 22,0 Tapleikir Stjörnunnar: 7,0Þriggja stiga skotnýting Sigurleikir Stjörnunnar: 50% (16 af 32) Tapleikir Stjörnunnar: 5,2% (1 af 19)Þriggja stiga körfur í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 4,0 Tapleikir Stjörnunnar: 0,5Skot tekin í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 15,8 Tapleikir Stjörnunnar: 18,0Skotnýting Sigurleikir Stjörnunnar: 52,4% (33 af 63) Tapleikir Stjörnunnar: 22,2% (8 af 36) Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Augun verða örugglega á einum manni þegar Stjarnan og ÍR mætast í þriðja sinn í kvöld í undanúrslitaeinvígi sínu í Domino´s deild karla í körfubolta. Maðurinn sem Stjörnumenn þurfa að koma aftur í gang og ÍR-ingar leggja ofuráherslu að stoppa er bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell.Þriðji leikur Stjörnunnar og ÍR fer fram í Mathús Garðabæjar höllinni í Garðabæ í kvöld og hefst klukkan 19.15. Domino´s Körfuboltakvöld verður á staðnum og hefst útsendingin klukkan 18.30. Aðra seríuna í röð er staðan 1-1 í einvígi Stjörnunnar í úrslitakeppninni en Stjörnumenn töpuðu aftur á dögunum eftir draugaleik frá Brandon Rozzell. Brandon Rozzell hefur verið frábær með Stjörnuliðinu eftir að hann kom um áramótin og var með 24,3 stig og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Rozzell hefur skorað 18,7 stig og gefið 3,3 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en það er gríðarlega mikill munur á framlagi hans í sigurleikjunum fjórum og tapleikjunum tveimur. Brandon Rozzell skoraði aðeins 9 stig í tapinu í Seljaskóla á mánudagskvöldið eftir að hafa skoraði 28 stig í leik eitt sem Stjarnan vann með 33 stigum. Hann klikkaði á öllum sjö þriggja stiga skotum sínum í leik tvö eftir að hafa hitt úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leik eitt. Í tveimur tapleikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni hefur Brandon Rozzell aðeins hitt úr 1 af 19 þriggja stiga skotum sínum sem gerir aðeins fimm prósent skotnýtingu. Brandon Rozzell er með 22,5 stig og 3,8 stoðsendingar í leik í fjórum sigurleikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni í ár en í tapleikjunum eru meðaltöl hans aðeins 11,0 stig og 2,5 stoðsendingar. Þriggja stiga skotnýtingin í sigurleikjunum er 50 prósent þar sem hann hefur skorað fjóra þrista að meðaltali. Það munar meiri en 30 prósent á skotnýtingu Brandon Rozzell í sigur- og tapleikjum. Hann hefur hitt úr 52,4 prósent skota sinna í sigrunum en aðeins 22,2 prósent skota hans í tapleikjum hafa endaði í körfunni. Framlag hans er síðan 22,0 í sigurleikjunum en 7,0 í tapleikjunum. Það er heldur ekki eins og að hann reyni að spila frekar uppi félaga sína þegar hann er ekki að hitta. Brandon Rozzell er með færri stoðsendingar og fleiri reynd skot í tapleikjunum tveimur heldur en sigurleikjunum. Rozzell er með 18,0 skot að meðaltali í tapleikjunum en 15,8 skot að meðaltali í sigurleikjunum.Brandon Rozzell í úrslitakeppninni 2019:Stig í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 22,5 Tapleikir Stjörnunnar: 11,0Stoðsendingar í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 3,8 Tapleikir Stjörnunnar: 2,5Framlag í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 22,0 Tapleikir Stjörnunnar: 7,0Þriggja stiga skotnýting Sigurleikir Stjörnunnar: 50% (16 af 32) Tapleikir Stjörnunnar: 5,2% (1 af 19)Þriggja stiga körfur í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 4,0 Tapleikir Stjörnunnar: 0,5Skot tekin í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 15,8 Tapleikir Stjörnunnar: 18,0Skotnýting Sigurleikir Stjörnunnar: 52,4% (33 af 63) Tapleikir Stjörnunnar: 22,2% (8 af 36)
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira