Hrafnhildur tekur sér frí frá þjálfun: „Ætla að prófa að stjórna mínu lífi sjálf“ Benedikt Grétarsson skrifar 11. apríl 2019 20:28 Hrafnhildur Skúladóttir. vísir/ernir Hrafnhildur Skúladóttir viðurkenndi að slæm byrjun ÍBV hefði kostað alla möguleika gegn Fram, þegar Íslandsmeistararnir unnu ÍBV 34-29 og einvígi liðana 3-0. „Þetta er bara það sama og gerist í seinasta leik þegar við hleypum þeim í góða forystu og það er bara hrikalega erfitt að þurfa að elta svona allan leikinn. Við gerum okkur sekar um ömurleg mistök sem við ætluðum að forðast og t.d. einhver 11 hraðupphlaup í andlitið í fyrri hálfleik. Eftirleikurinn varð svo frekar auðveldur fyrir þær,“ sagði Hrafnhildur eftir leik. „Það er flott að skora 29 mörk en á sama tíma er alltof mikið að fá á sig 34 mörk. Þetta var erfitt en liðið var alveg að gefa sig á fullu í þetta og það er jákvætt. Það var engin uppgjöf í stelpunum og það er alltaf gott að sjá sem þjálfari.“ Hrafnhildur ætlar að taka langþráða hvíld frá handbolta, nú þegar þessu tímabili er formlega lokið. „Ég er búin að ákveða að fara í pásu frá þjálfun og setja sjálfa mig og fjölskylduna í fyrsta sæti. Mín framtíð er því ráðin, a.m.k. næsta árið,“ sagði Hrafnhildur. En er ekki von á þessari miklu keppnismanneskju aftur í þjálfun? „Ég vona svo sannarlega að ég snúi aftur seinna í þjálfun. Ég var búin að ákveða eftir að ég hætti að spila að gefa mér sjálfri og ekki síst fjölskyldunni meiri tíma. Handboltinn hefur stjórnað öllu mínu lífi allan minn feril og ég hef aldrei getað skipulagt neitt vegna handboltans. Maður fær júlí sem frímánuð og þá er maðurinn minn að vinna á fullu, þannig að maður er ekkert að skjótast í helgarferð eitthvað eða gera nokkurn skapaðan hlut.“ „Mig hlakkar mikið til að upplifa örlítinn tíma fyrir sjálfa mig og að fá að stjórna sjálfri mér. Eins stjórnsöm og ég er, þá hef ég ekki haft mikla stjórn á mínu eigin lífi,“ sagði Hrafnhildur brosandi að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 34-29 | Fram í úrslit Fram er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. 11. apríl 2019 20:30 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir viðurkenndi að slæm byrjun ÍBV hefði kostað alla möguleika gegn Fram, þegar Íslandsmeistararnir unnu ÍBV 34-29 og einvígi liðana 3-0. „Þetta er bara það sama og gerist í seinasta leik þegar við hleypum þeim í góða forystu og það er bara hrikalega erfitt að þurfa að elta svona allan leikinn. Við gerum okkur sekar um ömurleg mistök sem við ætluðum að forðast og t.d. einhver 11 hraðupphlaup í andlitið í fyrri hálfleik. Eftirleikurinn varð svo frekar auðveldur fyrir þær,“ sagði Hrafnhildur eftir leik. „Það er flott að skora 29 mörk en á sama tíma er alltof mikið að fá á sig 34 mörk. Þetta var erfitt en liðið var alveg að gefa sig á fullu í þetta og það er jákvætt. Það var engin uppgjöf í stelpunum og það er alltaf gott að sjá sem þjálfari.“ Hrafnhildur ætlar að taka langþráða hvíld frá handbolta, nú þegar þessu tímabili er formlega lokið. „Ég er búin að ákveða að fara í pásu frá þjálfun og setja sjálfa mig og fjölskylduna í fyrsta sæti. Mín framtíð er því ráðin, a.m.k. næsta árið,“ sagði Hrafnhildur. En er ekki von á þessari miklu keppnismanneskju aftur í þjálfun? „Ég vona svo sannarlega að ég snúi aftur seinna í þjálfun. Ég var búin að ákveða eftir að ég hætti að spila að gefa mér sjálfri og ekki síst fjölskyldunni meiri tíma. Handboltinn hefur stjórnað öllu mínu lífi allan minn feril og ég hef aldrei getað skipulagt neitt vegna handboltans. Maður fær júlí sem frímánuð og þá er maðurinn minn að vinna á fullu, þannig að maður er ekkert að skjótast í helgarferð eitthvað eða gera nokkurn skapaðan hlut.“ „Mig hlakkar mikið til að upplifa örlítinn tíma fyrir sjálfa mig og að fá að stjórna sjálfri mér. Eins stjórnsöm og ég er, þá hef ég ekki haft mikla stjórn á mínu eigin lífi,“ sagði Hrafnhildur brosandi að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 34-29 | Fram í úrslit Fram er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. 11. apríl 2019 20:30 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 34-29 | Fram í úrslit Fram er komið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. 11. apríl 2019 20:30