Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2019 14:42 Frá Secret Solstice tónlistarhátíðinni í Laugardalnum. Vísir/Jóhanna Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir málið þó hafa verið rætt óformlega og að allir vilji finna lausn á því. Fjárhagsvandræði Secret Solstice hafa verið áberandi í fjölmiðlum í vikunni. Bandaríska rokkhljómsveitin Slayer, sem var eitt aðalnúmera á Secret Solstice í fyrra, stefndi hátíðinni fyrir að hlunnfara sig um sextán milljónir króna, eða 133 þúsund Bandaríkjadali. Þá skuldar hátíðin Reykjavíkurborg rúmar tíu milljónir króna en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs tjáði RÚV að málið yrði tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag. Það var hins vegar ekki gert. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir í samtali við Vísi að Secret Solstice hafi þó verið rætt óformlega á fundinum. Málið sé í höndum meirihlutans en allir vilji að sjálfsögðu leysa það ef hægt er. Ómar Einarsson sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur segir í samtali við Vísi í dag að ekkert nýtt sé að frétta af stöðu hátíðarinnar að sér vitandi. Þórdís Lóa sagði í samtali við RÚV um helgina að Secret Solstice yrði ekki haldin í Reykjavík ef skuldir hátíðarinnar yrðu ekki gerðar upp. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu vegna málsins í vikunni. Greint var frá því í gær að viðræður milli Live Events, aðstandenda Secret Solstice, og rekstraraðila Fákasels í Sveitarfélaginu Ölfusi um að halda hátíðina. Víkingur Heiðar Arnórsson framkvæmdastjóri Live Events kveðst ætla að svara skriflegri fyrirspurn fréttastofu um málið síðar í dag. Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Áhugi fyrir því að halda Secret Solstice í Ölfusi Aðrir bæjar- og sveitarstjórar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar eru ekki jafnáhugasamir. 9. apríl 2019 14:40 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir málið þó hafa verið rætt óformlega og að allir vilji finna lausn á því. Fjárhagsvandræði Secret Solstice hafa verið áberandi í fjölmiðlum í vikunni. Bandaríska rokkhljómsveitin Slayer, sem var eitt aðalnúmera á Secret Solstice í fyrra, stefndi hátíðinni fyrir að hlunnfara sig um sextán milljónir króna, eða 133 þúsund Bandaríkjadali. Þá skuldar hátíðin Reykjavíkurborg rúmar tíu milljónir króna en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs tjáði RÚV að málið yrði tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag. Það var hins vegar ekki gert. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir í samtali við Vísi að Secret Solstice hafi þó verið rætt óformlega á fundinum. Málið sé í höndum meirihlutans en allir vilji að sjálfsögðu leysa það ef hægt er. Ómar Einarsson sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur segir í samtali við Vísi í dag að ekkert nýtt sé að frétta af stöðu hátíðarinnar að sér vitandi. Þórdís Lóa sagði í samtali við RÚV um helgina að Secret Solstice yrði ekki haldin í Reykjavík ef skuldir hátíðarinnar yrðu ekki gerðar upp. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu vegna málsins í vikunni. Greint var frá því í gær að viðræður milli Live Events, aðstandenda Secret Solstice, og rekstraraðila Fákasels í Sveitarfélaginu Ölfusi um að halda hátíðina. Víkingur Heiðar Arnórsson framkvæmdastjóri Live Events kveðst ætla að svara skriflegri fyrirspurn fréttastofu um málið síðar í dag.
Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Áhugi fyrir því að halda Secret Solstice í Ölfusi Aðrir bæjar- og sveitarstjórar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar eru ekki jafnáhugasamir. 9. apríl 2019 14:40 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Áhugi fyrir því að halda Secret Solstice í Ölfusi Aðrir bæjar- og sveitarstjórar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar eru ekki jafnáhugasamir. 9. apríl 2019 14:40
Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48
Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30