Kino fyrstur til að ná 50 í framlagi í úrslitakeppninni í heilan áratug Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 13:30 Kinu Rochford skorar á móti KR. Vísir/Daníel Þórsarinn Kinu Rochford átti magnaðan leik með Þorlákshafnarliðinu í gær þegar það jafnaði metin í 1-1 í undanúrslitaseríu sinni á móti Íslandsmeisturum KR. Kinu Rochford var í gær fyrsti leikmaðurinn í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í ár til að ná 50 framlagsstigum í einum leik. Það þarf líka að fara miklu lengra aftur í tímann til að finna annað eins framlag í leik á stóra sviðinu. Enginn náði 50 framlagsstigum í einum leik í fyrra eða í átta úrslitakeppnum þar á undan. Kinu Rochford var með nákvæmlega 50 í framlagi fyrir leikinn sem Þórsliðið vann með tólf stiga mun, 102-90. Fyrir leikinn hafði aðeins einn náð 40 í framlagi í úrslitakeppninni í ár en Pétur Rúnar Birgisson var með 40 framlagsstig fyrir Tindastól á móti Þór í átta liða úrslitunum. Þetta er hæsta framlag leikmanns í einum leik í úrslitakeppninni síðan 9. apríl 2009 eða í nákvæmlega tíu ár. Þá var Nick Bradford með 51 í framlagi í leik á móti KR í úrslitaeinvíginu. Bradford var þá með 47 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta í DHL-höllinni. Kinu skoraði 29 stig stig í leiknum á móti KR í gær, tók 17 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hann var einnig með 8 fiskaðar villur sem telja þó ekki inn í framlagið. Sex KR-ingar fengu villu fyrir að brjóta á miðherja Þórsliðsins en það voru þeir Pavel Ermolinskij (3), Jón Arnór Stefánsson, Julian Boyd, Mike Di Nunno, Finnur Atli Magnússon og Kristófer Acox. Það gerir aftur á móti góð nýting og Kinu nýtti 71 prósent skota sinna utan af velli (10 af 14) og setti niður 82 prósent víta sinna (9 af 11). Kinu Rochford á nú þrjá af sex framlagshæstu leikjum úrslitakeppninnar í ár.Hæsta framlag í einum leik í úrslitakeppninni 2019: 1. Kinu Rochford, Þór Þ. á móti KR - 50 2. Pétur Rúnar Birgisson, Tindastól á móti Þór Þ. - 40 3. Kinu Rochford, Þór Þ. á móti Tindastól - 38 4. Nikolas Tomsick, Þór Þ.á móti Tindastól - 36 4. Michael Craion, Keflavík á móti KR - 36 6. Kinu Rochford, Þór Þ. á móti KR - 35 6. Julian Boyd, KR á móti Keflavík - 35 8 Michael Craion, Keflavík á móti KR - 34 9. Pavel Ermolinskij, KR á móti Keflavík - 33 10. Jordy Kuiper, Grindavík á móti Stjörnunni - 32 10. Mindaugas Kacinas, Keflavík á móti KR - 32 Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Þórsarinn Kinu Rochford átti magnaðan leik með Þorlákshafnarliðinu í gær þegar það jafnaði metin í 1-1 í undanúrslitaseríu sinni á móti Íslandsmeisturum KR. Kinu Rochford var í gær fyrsti leikmaðurinn í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í ár til að ná 50 framlagsstigum í einum leik. Það þarf líka að fara miklu lengra aftur í tímann til að finna annað eins framlag í leik á stóra sviðinu. Enginn náði 50 framlagsstigum í einum leik í fyrra eða í átta úrslitakeppnum þar á undan. Kinu Rochford var með nákvæmlega 50 í framlagi fyrir leikinn sem Þórsliðið vann með tólf stiga mun, 102-90. Fyrir leikinn hafði aðeins einn náð 40 í framlagi í úrslitakeppninni í ár en Pétur Rúnar Birgisson var með 40 framlagsstig fyrir Tindastól á móti Þór í átta liða úrslitunum. Þetta er hæsta framlag leikmanns í einum leik í úrslitakeppninni síðan 9. apríl 2009 eða í nákvæmlega tíu ár. Þá var Nick Bradford með 51 í framlagi í leik á móti KR í úrslitaeinvíginu. Bradford var þá með 47 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta í DHL-höllinni. Kinu skoraði 29 stig stig í leiknum á móti KR í gær, tók 17 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hann var einnig með 8 fiskaðar villur sem telja þó ekki inn í framlagið. Sex KR-ingar fengu villu fyrir að brjóta á miðherja Þórsliðsins en það voru þeir Pavel Ermolinskij (3), Jón Arnór Stefánsson, Julian Boyd, Mike Di Nunno, Finnur Atli Magnússon og Kristófer Acox. Það gerir aftur á móti góð nýting og Kinu nýtti 71 prósent skota sinna utan af velli (10 af 14) og setti niður 82 prósent víta sinna (9 af 11). Kinu Rochford á nú þrjá af sex framlagshæstu leikjum úrslitakeppninnar í ár.Hæsta framlag í einum leik í úrslitakeppninni 2019: 1. Kinu Rochford, Þór Þ. á móti KR - 50 2. Pétur Rúnar Birgisson, Tindastól á móti Þór Þ. - 40 3. Kinu Rochford, Þór Þ. á móti Tindastól - 38 4. Nikolas Tomsick, Þór Þ.á móti Tindastól - 36 4. Michael Craion, Keflavík á móti KR - 36 6. Kinu Rochford, Þór Þ. á móti KR - 35 6. Julian Boyd, KR á móti Keflavík - 35 8 Michael Craion, Keflavík á móti KR - 34 9. Pavel Ermolinskij, KR á móti Keflavík - 33 10. Jordy Kuiper, Grindavík á móti Stjörnunni - 32 10. Mindaugas Kacinas, Keflavík á móti KR - 32
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira