Ökumaður á rauðu ljósi ók á barn rétt hjá hinum slysstaðnum á Hringbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2019 12:07 Frá slysstað á Hringbraut á föstudaginn langa. Drengurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl. Mynd/Erik Hirt Ekið var á tólf ára dreng á Hringbraut við Bræðraborgarstíg á föstudaginn langa. Ökumaðurinn ók gegn rauðu ljósi en ekið var á stúlku á svipuðum stað í janúar. Lækkun hámarkshraða hefur þegar tekið gildi á Hringbraut en ekki verður hægt að framfylgja lækkuninni fyrr en merkingar verða settar upp í maí. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að ekið hafi verið á drenginn, sem var gangandi, á ljósunum við Bræðraborgarstíg um klukkan fimm síðdegis á föstudaginn langa. Drengurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl.Kom líka að hinu slysinu Erik Hirt, íbúi á Víðimel í grennd við umrædd gatnamót, deildi mynd af viðbragðsaðilum athafna sig á slysstað á föstudaginn langa í íbúahóp Vesturbæinga á Facebook. Erik lýsti þar yfir áhyggjum af stöðunni, sérstaklega í ljósi slyssins í janúar. Þetta ítrekar Erik í samtali við Vísi og segir áhyggjurnar stanslausar. „Ég fylgi börnunum mínum í skólann á hverjum degi, þeir eru að verða tíu og ellefu ára, en ég labba enn þá með þeim yfir Hringbrautina. Ég kom að hinu slysinu í vetur líka, það gerðist andartaki áður en ég kom að.“Sjá einnig: Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Þá kveðst Erik hafa beðið lengi eftir því að ljósin við Bræðraborgarstíg verði löguð. Nú sé staðan þannig að gangandi vegfarendur þurfi að bíða óhemju lengi eftir því að komast yfir götuna á grænu ljósi. Þetta skapi hættu. „Hálftíma eftir slysið á föstudaginn langa sá ég föður labba yfir á rauðu með barnið sitt. Hann nennti ekki að bíða lengur,“ segir Erik.Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið í janúar. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiLækkunin þegar í gildi en merkingar ekki settar upp fyrr en í maí Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á þrettán ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla, aðeins nokkrum metrum frá slysstaðnum á föstudaginn langa. Í byrjun apríl samþykkti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að lækka hámarkshraða víða í Vesturbænum, m.a. á Hringbraut milli Sæmundargötu og Ánanausta, úr 50 kílómetra á klukkustund niður í 40 kílómetra á klukkustund. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að lækkunin hafi þegar tekið gildi, þ.e. hún hafi verið auglýst í Stjórnartíðindum í byrjun apríl. Lögregla muni byrja að sekta fyrir of hraðan akstur í götunni þegar nýjar hraðamerkingar verði settar upp. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að merkingarnar verði settar upp í byrjun maí. Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. 6. apríl 2019 13:52 Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Boðað var til íbúafundar í Vestubænum eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. 6. febrúar 2019 21:33 Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Samþykktu einnig að fara í fleiri úrbætur í samstarfi við Vegagerðina. 30. janúar 2019 15:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Ekið var á tólf ára dreng á Hringbraut við Bræðraborgarstíg á föstudaginn langa. Ökumaðurinn ók gegn rauðu ljósi en ekið var á stúlku á svipuðum stað í janúar. Lækkun hámarkshraða hefur þegar tekið gildi á Hringbraut en ekki verður hægt að framfylgja lækkuninni fyrr en merkingar verða settar upp í maí. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að ekið hafi verið á drenginn, sem var gangandi, á ljósunum við Bræðraborgarstíg um klukkan fimm síðdegis á föstudaginn langa. Drengurinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl.Kom líka að hinu slysinu Erik Hirt, íbúi á Víðimel í grennd við umrædd gatnamót, deildi mynd af viðbragðsaðilum athafna sig á slysstað á föstudaginn langa í íbúahóp Vesturbæinga á Facebook. Erik lýsti þar yfir áhyggjum af stöðunni, sérstaklega í ljósi slyssins í janúar. Þetta ítrekar Erik í samtali við Vísi og segir áhyggjurnar stanslausar. „Ég fylgi börnunum mínum í skólann á hverjum degi, þeir eru að verða tíu og ellefu ára, en ég labba enn þá með þeim yfir Hringbrautina. Ég kom að hinu slysinu í vetur líka, það gerðist andartaki áður en ég kom að.“Sjá einnig: Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Þá kveðst Erik hafa beðið lengi eftir því að ljósin við Bræðraborgarstíg verði löguð. Nú sé staðan þannig að gangandi vegfarendur þurfi að bíða óhemju lengi eftir því að komast yfir götuna á grænu ljósi. Þetta skapi hættu. „Hálftíma eftir slysið á föstudaginn langa sá ég föður labba yfir á rauðu með barnið sitt. Hann nennti ekki að bíða lengur,“ segir Erik.Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið í janúar. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiLækkunin þegar í gildi en merkingar ekki settar upp fyrr en í maí Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á þrettán ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla, aðeins nokkrum metrum frá slysstaðnum á föstudaginn langa. Í byrjun apríl samþykkti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að lækka hámarkshraða víða í Vesturbænum, m.a. á Hringbraut milli Sæmundargötu og Ánanausta, úr 50 kílómetra á klukkustund niður í 40 kílómetra á klukkustund. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að lækkunin hafi þegar tekið gildi, þ.e. hún hafi verið auglýst í Stjórnartíðindum í byrjun apríl. Lögregla muni byrja að sekta fyrir of hraðan akstur í götunni þegar nýjar hraðamerkingar verði settar upp. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að merkingarnar verði settar upp í byrjun maí.
Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. 6. apríl 2019 13:52 Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Boðað var til íbúafundar í Vestubænum eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. 6. febrúar 2019 21:33 Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Samþykktu einnig að fara í fleiri úrbætur í samstarfi við Vegagerðina. 30. janúar 2019 15:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Hámarkshraði lækkaður víða í Vesturbænum Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. 6. apríl 2019 13:52
Íbúafundur í Vesturbænum: Lögreglustjóri býst við því að samþykkja lækkun umferðarhraða á Hringbraut Boðað var til íbúafundar í Vestubænum eftir að ekið hafði verið á stúlku á Hringbraut sem var á leið til skóla í janúar síðastliðnum. 6. febrúar 2019 21:33
Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Samþykktu einnig að fara í fleiri úrbætur í samstarfi við Vegagerðina. 30. janúar 2019 15:15
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent