Opið bréf til Einars Sveinssonar, stjórnarformanns, og Kristjáns Loftssonar, framkvæmdastjóra, Hvals hf Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. apríl 2019 13:08 Ágætu, Einar og Kristján, Eins og þið væntanlega vitið, erum við, Jarðarvinir, að berjast gegn frekari hvalveiðum, þó einkum gegn frekari veiðum á langreyði, næst stærsta spendýri jarðar, sem engin önnur þjóð veiðir. Byggist þessi afstaða okkar einkum á eftirfarandi atriðum: 1) Ljóst er, að hér er að hluta til um frumstæðar drápsaðferðir og heiftarlegt dýraníð að ræða. Þetta sýnir og sannar skýrsla dr. Egil Ole Öen um langreyðaveiðar sumarið 2014, en skv. henni voru 8 dýr af 50 kvalin til dauða með hörmulegum hætti, á löngum tíma. Ef veiðar verða nú endanlega leyfðar á 2.135 dýrum, og, ef þetta hlutfall helzt, sem vænta má, verða um 350 þessara langreyða kvaldar til dauða með sama heiftarlega hætti. Eru þá nær fullgengnir kálfar, sem auðvitað verða sprengdir, tættir og kæfðir með mæðrum sínum, ótaldir. 2) Það er ljóst, að þessar veiðar eru ekki sjálfbærar, þó þær kunni að standast kröfur um veiðiþol. Til að veiðar geti verið sjálfbærar, þurfa þær að hafa efnahagslega þörf eða efnahagslegan tilgang. Hvorugt er til staðar. Skv. skýrslu Háskóla Íslands, frá í janúar, hefur Hvalur hf verið rekinn með tapi a.m.k síðustu fimm ár. Hvað gengur ykkur eiginlega til með áformum um áframhaldandi veiðar? 3) Punkturinn um neikvæð áhrif hvalveiða á útflutning á íslenzkum afurðum, svo og á ferðaþjónustu og merkið Ísland erlendis, hefur almennt legið fyrir, í ýmsum formum, lengi. Beinar faglegar sannanir hafa þó ekki legið fyrir, svo vitað hafi verið, og verður það að teljast óskiljanlegur skortur á atvinnumennsku og faglegum vinnubrögðum, að sjávarútvegsráðherra – ríkisstjórnin – skulu ekki hafa beitt sér fyrir slíkri úttekt meðal allra okkar helztu vina- og viðskiptaþjóða. 4) Nú rétt fyrir Páskahátíðina komust við þó yfir gögn hjá utanríkisráðuneytinu, sem ekki hafa verið birt og ekki voru almennt kunn, sem sýna og sanna, með ótvíræðum hætti, hvílíkur skaði er af hvalveiðum fyrir útflutning íslenzkra afurða og íslenzks varnings, og þá væntanlega um leið fyrir íslenzka ferðaþjónustu. Um langt árabil hafa farið fram kannanir á vegum Íslandsstofu/utanríkisráðuneytisins, kenndar við „Iceland Naturally“, á afstöðu Bandaríkjamanna og Kanadabúa til hvalveiða. Skv. þeim lýsir tæpur helmingur þessara þjóða, 49% í Banadríkjunum og 45% í Kanda, því yfir, að hann muni ekki kaupa afurðir frá landi, sem stundar hvalveiðar”. Með þessum hætti lama hvalveiðar um helming þessara stóru markaða fyrir íslenzkum frameiðsluvörum; sjávarafurðum, landbúnaðarafurðum og öðrum neytendavörum. Eru þá neikvæð áhrif á ferðamenn, sem til Íslands hyggjast koma, ótalin. Okkar mat og okkar skoðanir benda til, að neikvæð áhrif hvalveiða í Evrópu séu ekki minni, jafnvel enn meiri. Er ótrúlegt, að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt svona skoðanakannanir þar líka. 5) Hér eru semsé komin gögn, sannanir, sem staðfesta, að hvalveiðar ykkar hafi mikil og neikvæð áhrif á útflutnings atvinnuvegi landsmanna og þar með á þjóðarhag; þær valda alvarlegum efnahagslegum skaða. Í ljósi þessa, viljum við beina þeim eindregnu tilmælum til ykkar, að þið takið áform ykkar um nýjar langreyðaveiðar til endurskoðunar og leggið þessi áform til hliðar, fyrir fullt og allt, enda enginn efnahagslegur tilgangur með þeim. Ykkur hljóta að vera efnahagslegir hagmunir allra landsmanna nokkurs virði, og merkið Ísland hlýtur að vera ykkur dýrmætt, eins og okkur öllum hinum. Trúlega það dýrmætasta, sem við eigum. Frekari langreyðaveiðar myndu ganga þvert á þjóðar hagsmuni. Við hvetjum ykkur því hér með góðfúslegast til að láta af frekari langreyðaveiðum, sem hvort sem er hafa eingöngu fært ykkur tap undangengin ár, og láta hagsmuni íslenzku þjóðarinnar ganga fyrir. Með beztu kveðjum, JARÐARVINIR, Ole Anton Bieltvedt, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ágætu, Einar og Kristján, Eins og þið væntanlega vitið, erum við, Jarðarvinir, að berjast gegn frekari hvalveiðum, þó einkum gegn frekari veiðum á langreyði, næst stærsta spendýri jarðar, sem engin önnur þjóð veiðir. Byggist þessi afstaða okkar einkum á eftirfarandi atriðum: 1) Ljóst er, að hér er að hluta til um frumstæðar drápsaðferðir og heiftarlegt dýraníð að ræða. Þetta sýnir og sannar skýrsla dr. Egil Ole Öen um langreyðaveiðar sumarið 2014, en skv. henni voru 8 dýr af 50 kvalin til dauða með hörmulegum hætti, á löngum tíma. Ef veiðar verða nú endanlega leyfðar á 2.135 dýrum, og, ef þetta hlutfall helzt, sem vænta má, verða um 350 þessara langreyða kvaldar til dauða með sama heiftarlega hætti. Eru þá nær fullgengnir kálfar, sem auðvitað verða sprengdir, tættir og kæfðir með mæðrum sínum, ótaldir. 2) Það er ljóst, að þessar veiðar eru ekki sjálfbærar, þó þær kunni að standast kröfur um veiðiþol. Til að veiðar geti verið sjálfbærar, þurfa þær að hafa efnahagslega þörf eða efnahagslegan tilgang. Hvorugt er til staðar. Skv. skýrslu Háskóla Íslands, frá í janúar, hefur Hvalur hf verið rekinn með tapi a.m.k síðustu fimm ár. Hvað gengur ykkur eiginlega til með áformum um áframhaldandi veiðar? 3) Punkturinn um neikvæð áhrif hvalveiða á útflutning á íslenzkum afurðum, svo og á ferðaþjónustu og merkið Ísland erlendis, hefur almennt legið fyrir, í ýmsum formum, lengi. Beinar faglegar sannanir hafa þó ekki legið fyrir, svo vitað hafi verið, og verður það að teljast óskiljanlegur skortur á atvinnumennsku og faglegum vinnubrögðum, að sjávarútvegsráðherra – ríkisstjórnin – skulu ekki hafa beitt sér fyrir slíkri úttekt meðal allra okkar helztu vina- og viðskiptaþjóða. 4) Nú rétt fyrir Páskahátíðina komust við þó yfir gögn hjá utanríkisráðuneytinu, sem ekki hafa verið birt og ekki voru almennt kunn, sem sýna og sanna, með ótvíræðum hætti, hvílíkur skaði er af hvalveiðum fyrir útflutning íslenzkra afurða og íslenzks varnings, og þá væntanlega um leið fyrir íslenzka ferðaþjónustu. Um langt árabil hafa farið fram kannanir á vegum Íslandsstofu/utanríkisráðuneytisins, kenndar við „Iceland Naturally“, á afstöðu Bandaríkjamanna og Kanadabúa til hvalveiða. Skv. þeim lýsir tæpur helmingur þessara þjóða, 49% í Banadríkjunum og 45% í Kanda, því yfir, að hann muni ekki kaupa afurðir frá landi, sem stundar hvalveiðar”. Með þessum hætti lama hvalveiðar um helming þessara stóru markaða fyrir íslenzkum frameiðsluvörum; sjávarafurðum, landbúnaðarafurðum og öðrum neytendavörum. Eru þá neikvæð áhrif á ferðamenn, sem til Íslands hyggjast koma, ótalin. Okkar mat og okkar skoðanir benda til, að neikvæð áhrif hvalveiða í Evrópu séu ekki minni, jafnvel enn meiri. Er ótrúlegt, að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt svona skoðanakannanir þar líka. 5) Hér eru semsé komin gögn, sannanir, sem staðfesta, að hvalveiðar ykkar hafi mikil og neikvæð áhrif á útflutnings atvinnuvegi landsmanna og þar með á þjóðarhag; þær valda alvarlegum efnahagslegum skaða. Í ljósi þessa, viljum við beina þeim eindregnu tilmælum til ykkar, að þið takið áform ykkar um nýjar langreyðaveiðar til endurskoðunar og leggið þessi áform til hliðar, fyrir fullt og allt, enda enginn efnahagslegur tilgangur með þeim. Ykkur hljóta að vera efnahagslegir hagmunir allra landsmanna nokkurs virði, og merkið Ísland hlýtur að vera ykkur dýrmætt, eins og okkur öllum hinum. Trúlega það dýrmætasta, sem við eigum. Frekari langreyðaveiðar myndu ganga þvert á þjóðar hagsmuni. Við hvetjum ykkur því hér með góðfúslegast til að láta af frekari langreyðaveiðum, sem hvort sem er hafa eingöngu fært ykkur tap undangengin ár, og láta hagsmuni íslenzku þjóðarinnar ganga fyrir. Með beztu kveðjum, JARÐARVINIR, Ole Anton Bieltvedt, formaður
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar