Rúnar um vítaspyrnudóminn: „Hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum“ Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. apríl 2019 22:39 Rúnar á hliðarlínunni. vísir/bára Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með stigið gegn Stjörnunni en þeir voru manni færri og marki undir í hálfleik er liðin mættust í Pepsi Max-deild karla í kvöld. „Ég var ekki sáttur með frammistöðuna en ég er sáttur með stigið. Við vorum slakir fyrsta hálftímann og komum svo sterkir inn síðasta korterið í fyrri hálfleik en fáum svo þetta mark á okkur og rautt spjald að auki.” „Við kannski áttum ekki mikið meira skilið en að vera undir í hálfleiknum en við rifum okkur upp í síðari hálfleik einum færri og þá fóru menn að hlaupa og berjast og við uppskerum mark sem við höngum á.” Rúnar sagði að stigið væri frábært þegar uppi er staðið, sérstaklega þar sem þeir voru marki undir og manni færri þegar síðari hálfleikurinn hófst. „Frábært stig klárlega. Stjarnan er með frábært lið, vel mannað lið og hafa verið með sama liðið síðustu ár og þetta er nánast sama byrjunarliðið annað árið í röð.” „Þetta er erfiður útivöllur og við komum lélegir út í byrjun en mér fannst við vel stemmdir í upphitun og inn í klefa fyrir leik en svo kom smá sviðsskrekkur. Við þorðum ekki að halda boltanum og áttum í basli með að senda á milli okkar og vorum bara ragir.” „Stjörnumenn voru bara mikið betri en við fyrsta hálftímann og heilt yfir og því er ég mjög sáttur við þetta stig.” Hann var mjög ánægður með Beiti Ólafsson og vörnina í lokin og seinni hálfleiknum en þeir héldu út þrátt fyrir mikla pressu frá Stjörnunni. „Menn sjá bara hvernig hann stóð sig, hvernig hann varði skallann sem stefndi í vinkilinn og hvernig hann tekur þessar fyrirgjafir og hornspyrnur. Hann var óheppinn í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni og við vorum þéttir í seinni hálfleik.” „Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur á þá þegar þeir voru inn í teignum hjá okkur en þessi leikur var bara mikil barátta og mikil harka og fram og til baka.” Rúnar sagði að lokum að hann hefði ekki séð hvort þetta var rétt dæmt þegar KR fékk vítið í upphafi seinni hálfleiks. „Nei ég sá þetta ekki, ég vissi ekki að hann væri að fara dæma eitthvað en hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum því ég var að tuða í fjórða dómaranum og hann sagði bara við mig að dómarinn væri nær en ég og hann sæi þetta miklu betur,” sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með stigið gegn Stjörnunni en þeir voru manni færri og marki undir í hálfleik er liðin mættust í Pepsi Max-deild karla í kvöld. „Ég var ekki sáttur með frammistöðuna en ég er sáttur með stigið. Við vorum slakir fyrsta hálftímann og komum svo sterkir inn síðasta korterið í fyrri hálfleik en fáum svo þetta mark á okkur og rautt spjald að auki.” „Við kannski áttum ekki mikið meira skilið en að vera undir í hálfleiknum en við rifum okkur upp í síðari hálfleik einum færri og þá fóru menn að hlaupa og berjast og við uppskerum mark sem við höngum á.” Rúnar sagði að stigið væri frábært þegar uppi er staðið, sérstaklega þar sem þeir voru marki undir og manni færri þegar síðari hálfleikurinn hófst. „Frábært stig klárlega. Stjarnan er með frábært lið, vel mannað lið og hafa verið með sama liðið síðustu ár og þetta er nánast sama byrjunarliðið annað árið í röð.” „Þetta er erfiður útivöllur og við komum lélegir út í byrjun en mér fannst við vel stemmdir í upphitun og inn í klefa fyrir leik en svo kom smá sviðsskrekkur. Við þorðum ekki að halda boltanum og áttum í basli með að senda á milli okkar og vorum bara ragir.” „Stjörnumenn voru bara mikið betri en við fyrsta hálftímann og heilt yfir og því er ég mjög sáttur við þetta stig.” Hann var mjög ánægður með Beiti Ólafsson og vörnina í lokin og seinni hálfleiknum en þeir héldu út þrátt fyrir mikla pressu frá Stjörnunni. „Menn sjá bara hvernig hann stóð sig, hvernig hann varði skallann sem stefndi í vinkilinn og hvernig hann tekur þessar fyrirgjafir og hornspyrnur. Hann var óheppinn í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni og við vorum þéttir í seinni hálfleik.” „Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur á þá þegar þeir voru inn í teignum hjá okkur en þessi leikur var bara mikil barátta og mikil harka og fram og til baka.” Rúnar sagði að lokum að hann hefði ekki séð hvort þetta var rétt dæmt þegar KR fékk vítið í upphafi seinni hálfleiks. „Nei ég sá þetta ekki, ég vissi ekki að hann væri að fara dæma eitthvað en hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum því ég var að tuða í fjórða dómaranum og hann sagði bara við mig að dómarinn væri nær en ég og hann sæi þetta miklu betur,” sagði Rúnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki