„Vill fullt hús, ekki hálft hús eins og hér" Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 26. apríl 2019 23:12 Ingi var sáttur í kvöld. vísir/daníel KR vann ÍR í kvöld í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla. Þetta var annar leikur einvígisins en ÍR vann fyrsta leikinn í Frostaskjóli. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR var eins og við mátti búast ánægður með sigurinn að leik loknum. „Við erum mjög sáttir við sigurinn í dag. Við missum Jón hérna út og mér fannst liðið í heild sinni stíga gríðarlega vell upp eftir það,” sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR ánægður að leikslokum. Jón Arnór Stefánsson fyrirliði KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Frekar en að brotna niður í fjarveru fyrirliðans stigu aðrir upp í leiknum og KR fór á 15-4 áhlaup. „Mér fannst leiðtogarnir spretta upp hver á fætum öðrum. Julian Boyd var framúrskarandi í kvöld og Mike setti tvo þrista sem mér fannst snúa leiknum. Við fengnum svaka kraft og í kjölfarið náðum við að stoppa þá í vörninni.” KR unnu stríðið í fráköstunum í kvöld en þeir sýndu mikla baráttu. Það þarf að leggja blóð, svita og tár í verkefnið til að vinna leiki í úrslitum og KR gerðu það í kvöld. „Við vorum mjög tilbúnir í dag. Því miður leyfðum við þeim að ýta okkur í burtu frá körfunni í fyrri hálfleik en þeir lömdu og lömdu. Við hörfuðum bara frá körfunni en ég er mjög ánægður með að menn tóku sig saman í andlitinu. Við stigum gríðarlega vel upp. Ég er ekkert 100% sáttur með seinni hálfleikinn en ég er bara svo ánægður með sigurinn.” „Við sitjum þetta í 1-1 með sigrinum í kvöld. Við erum á leiðinni í DHL-höllina á mánudaginn. Þar vill ég bara fá fullt hús, ég vill ekki bara fá hálft hús eins og hér ég vill bara fá fullt hús. Þessir strákar eiga það bara skilið.” KR tapaði fyrri hálfleiknum en sýndi síðan mikla yfirburði í seinni hálfleik. KR sýndi sérstaklega yfirburði í fráköstum en þeir fengu urmul af sóknarfráköstum í seinni hálfleik sem gaf þeim auka sóknir. „Við skorum 21 stig í fyrsta leikhluta en síðan bara 10 stig í öðrum leikhluta. Það er bara of lítið fyrir þetta lið sem við erum með. Menn voru ósáttir við sjálfan sig. Menn voru ósáttir með orkuna sem við vorum að setja inn. Orkan kom með okkur í seinni hálfleiknum og ef eitthvað er þá bættist bara í hana þegar Jón fór útaf.” Ef Jón Arnór er ekki með í næsta leik þá er klárt að aðrir leikmenn þurfa að leggja í púkkið. Ingi var mjög ánægður með framlagið frá öðrum leikmönnum í kvöld og hefur trú á að þeir geti stigið aftur upp í næsta leik. „Innkoma Bjössa var frábær í kvöld. Þrátt fyrir að hann hafi ekki endilega verið að skjóta frábærlega þá var hann að gera mjög vel. Mér fannst Mike gera mjög vel og Pavel stjórnaði þessu gríðarlega vel í dag.” KR töpuðu boltann 16 sinnum í leiknum en komust upp með það. Þeir tóku nokkrum sinnum skref og sóknarleikurinn var oft klaufalegur. „Of margir tapaðir boltar í dag. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og við ætlum að undirbúa okkur fyrir leikinn á mánudaginn eins og við höfum tapað þessum leik. Við getum ekki verið að slaka á og haldið að þetta sé bara komið hjá okkur. Þeir eru að fara að breytast í einhverja stríðsmenn, þeir eru búnir að sýna það hérna í úrslitakeppninni. Við getum ekki verið að fara eitthvað of hátt upp. Við erum bara búnir að jafna seríuna.” KR spiluðu þennan leik hraðar en seinasta leik. Þeir voru að fara fljótt inn í sóknarleikinn sinn og reyndu að keyra upp hraðann í leiknum. „Stundum erum við að leita að einhverju sem kostar það að leikurinn verður hægari. Fyrsti leikurinn var mjög taktískur, menn voru að þreifa og svona. Við spiluðum ekki nógu góða vörn og þá náðum við ekki upp þessum hraða sem við viljum. Það kom í dag við náum hraðari leik upp úr vörninni okkar. Það er eini munurinn.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Borche: Breyttist eftir að dómararnir byrjuðu að dæma fleiri villur Leikurinn breyttist eftir að Jón Arnór Stefánsson fór af velli. 26. apríl 2019 22:34 Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
KR vann ÍR í kvöld í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla. Þetta var annar leikur einvígisins en ÍR vann fyrsta leikinn í Frostaskjóli. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR var eins og við mátti búast ánægður með sigurinn að leik loknum. „Við erum mjög sáttir við sigurinn í dag. Við missum Jón hérna út og mér fannst liðið í heild sinni stíga gríðarlega vell upp eftir það,” sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR ánægður að leikslokum. Jón Arnór Stefánsson fyrirliði KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Frekar en að brotna niður í fjarveru fyrirliðans stigu aðrir upp í leiknum og KR fór á 15-4 áhlaup. „Mér fannst leiðtogarnir spretta upp hver á fætum öðrum. Julian Boyd var framúrskarandi í kvöld og Mike setti tvo þrista sem mér fannst snúa leiknum. Við fengnum svaka kraft og í kjölfarið náðum við að stoppa þá í vörninni.” KR unnu stríðið í fráköstunum í kvöld en þeir sýndu mikla baráttu. Það þarf að leggja blóð, svita og tár í verkefnið til að vinna leiki í úrslitum og KR gerðu það í kvöld. „Við vorum mjög tilbúnir í dag. Því miður leyfðum við þeim að ýta okkur í burtu frá körfunni í fyrri hálfleik en þeir lömdu og lömdu. Við hörfuðum bara frá körfunni en ég er mjög ánægður með að menn tóku sig saman í andlitinu. Við stigum gríðarlega vel upp. Ég er ekkert 100% sáttur með seinni hálfleikinn en ég er bara svo ánægður með sigurinn.” „Við sitjum þetta í 1-1 með sigrinum í kvöld. Við erum á leiðinni í DHL-höllina á mánudaginn. Þar vill ég bara fá fullt hús, ég vill ekki bara fá hálft hús eins og hér ég vill bara fá fullt hús. Þessir strákar eiga það bara skilið.” KR tapaði fyrri hálfleiknum en sýndi síðan mikla yfirburði í seinni hálfleik. KR sýndi sérstaklega yfirburði í fráköstum en þeir fengu urmul af sóknarfráköstum í seinni hálfleik sem gaf þeim auka sóknir. „Við skorum 21 stig í fyrsta leikhluta en síðan bara 10 stig í öðrum leikhluta. Það er bara of lítið fyrir þetta lið sem við erum með. Menn voru ósáttir við sjálfan sig. Menn voru ósáttir með orkuna sem við vorum að setja inn. Orkan kom með okkur í seinni hálfleiknum og ef eitthvað er þá bættist bara í hana þegar Jón fór útaf.” Ef Jón Arnór er ekki með í næsta leik þá er klárt að aðrir leikmenn þurfa að leggja í púkkið. Ingi var mjög ánægður með framlagið frá öðrum leikmönnum í kvöld og hefur trú á að þeir geti stigið aftur upp í næsta leik. „Innkoma Bjössa var frábær í kvöld. Þrátt fyrir að hann hafi ekki endilega verið að skjóta frábærlega þá var hann að gera mjög vel. Mér fannst Mike gera mjög vel og Pavel stjórnaði þessu gríðarlega vel í dag.” KR töpuðu boltann 16 sinnum í leiknum en komust upp með það. Þeir tóku nokkrum sinnum skref og sóknarleikurinn var oft klaufalegur. „Of margir tapaðir boltar í dag. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og við ætlum að undirbúa okkur fyrir leikinn á mánudaginn eins og við höfum tapað þessum leik. Við getum ekki verið að slaka á og haldið að þetta sé bara komið hjá okkur. Þeir eru að fara að breytast í einhverja stríðsmenn, þeir eru búnir að sýna það hérna í úrslitakeppninni. Við getum ekki verið að fara eitthvað of hátt upp. Við erum bara búnir að jafna seríuna.” KR spiluðu þennan leik hraðar en seinasta leik. Þeir voru að fara fljótt inn í sóknarleikinn sinn og reyndu að keyra upp hraðann í leiknum. „Stundum erum við að leita að einhverju sem kostar það að leikurinn verður hægari. Fyrsti leikurinn var mjög taktískur, menn voru að þreifa og svona. Við spiluðum ekki nógu góða vörn og þá náðum við ekki upp þessum hraða sem við viljum. Það kom í dag við náum hraðari leik upp úr vörninni okkar. Það er eini munurinn.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Borche: Breyttist eftir að dómararnir byrjuðu að dæma fleiri villur Leikurinn breyttist eftir að Jón Arnór Stefánsson fór af velli. 26. apríl 2019 22:34 Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Borche: Breyttist eftir að dómararnir byrjuðu að dæma fleiri villur Leikurinn breyttist eftir að Jón Arnór Stefánsson fór af velli. 26. apríl 2019 22:34
Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45