Borche: Breyttist eftir að dómararnir byrjuðu að dæma fleiri villur Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 26. apríl 2019 22:34 Borche var brattur en svekktur í kvöld. vísir/daníel ÍR töpuðu 73-86 fyrir KR í öðrum leik úrslitaeinvígisins í Dominos deild karla í kvöld. ÍR vann fyrsta leikinn á útivelli en töpuðu í kvöld á heimavelli svo staðan í einvíginu er 1-1. „Þetta var mikill baráttuleikur. Mér fannst mikið breytast eftir að Jón meiddist. Fyrst og fremst vona ég að það sé í lagi með hann,” sagði Borche Ilievski þjálfari eftir leik kvöldsins. Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Leikurinn snérist eftir þetta en KR tóku 15-4 áhlaup eftir að Jón fór útaf. „Eftir að Jón fór útaf fannst mér dómararnir byrja að dæma fleiri villur. Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög fínn en í þriðja leikhluta misstum við einbeitinguna. Þeir skora 30 stig í þriðja leikhluta sem er næstum því jafn mikið og í öllum fyrri hálfleik.” „Við misstum einbeitinguna þegar Jón meiddist og ég vill ítréka að ég vona að hann geta spilað meira í einvíginu.” Sástu mun á KR liðinu í þessum leik frá í seinasta leik? „Það var ekki mikið öðruvísi hjá þeim í þessum leik. Ég sé mun á mínu liði. Við þurfum að berjast þrátt fyrir pressu. Sumir leikmenn eru of stressaðir og þeir eru að fara út fyrir okkar kerfi. Það býr til vandamál fyrir okkur báðu megin á vellinum.” KR unnu frákastbaráttuna í kvöld. Þegar KR tók áhlaupið sitt fengu KR þeir oft auka skot sem hjálpaði þeim mikið. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti ekki nægilega góðan seinni hálfleik miðað við sína standarda en hann skoraði ekki auk þess sem hann tók bara 2 fráköst. „Siggi er orðinn þreyttur. Hann þarf að stíga upp í þessari seríu. Honum vantar varnarfráköst og hann klikkaði úr opnum skotum undir körfunni. Það er ekki boðlegt sérstaklega ekki frá topp leikmanni eins og Sigga. Við búumst við miklu meira framlagi frá honum. Ég leyfi honum að hvíla sig smá og þá verður hann tilbúinn fyrir mánudaginn.” Tveir leikmenn skoruðu 45 af 73 stigum ÍR í kvöld. Það var ekki nægilega mikið framlag af bekknum. Gerald Robinson var sérstaklega áberandi í hvað hann skoraði lítið en skoraði 3 stig úr 9 skotum. „Gerald var ekki með í kvöld sóknarlega. Varamennirnir þurfa að skora meira, allir sem einn.” ÍR eru búnir að vinna fleiri útileiki í úrslitakeppninni í ár en heimaleiki. Borche hefur ekki miklar áhyggjur yfir að þurfa að vinna í Vesturbænum að minnsta kosti einu sinni í viðbót. „Það er mikil pressa á okkur þegar við spilum á heimavelli. Ég hef oft sagt það, mér og mínum leikmönnum líður betur á útivelli. Við skulum njóta leiksins á mánudaginn.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
ÍR töpuðu 73-86 fyrir KR í öðrum leik úrslitaeinvígisins í Dominos deild karla í kvöld. ÍR vann fyrsta leikinn á útivelli en töpuðu í kvöld á heimavelli svo staðan í einvíginu er 1-1. „Þetta var mikill baráttuleikur. Mér fannst mikið breytast eftir að Jón meiddist. Fyrst og fremst vona ég að það sé í lagi með hann,” sagði Borche Ilievski þjálfari eftir leik kvöldsins. Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Leikurinn snérist eftir þetta en KR tóku 15-4 áhlaup eftir að Jón fór útaf. „Eftir að Jón fór útaf fannst mér dómararnir byrja að dæma fleiri villur. Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög fínn en í þriðja leikhluta misstum við einbeitinguna. Þeir skora 30 stig í þriðja leikhluta sem er næstum því jafn mikið og í öllum fyrri hálfleik.” „Við misstum einbeitinguna þegar Jón meiddist og ég vill ítréka að ég vona að hann geta spilað meira í einvíginu.” Sástu mun á KR liðinu í þessum leik frá í seinasta leik? „Það var ekki mikið öðruvísi hjá þeim í þessum leik. Ég sé mun á mínu liði. Við þurfum að berjast þrátt fyrir pressu. Sumir leikmenn eru of stressaðir og þeir eru að fara út fyrir okkar kerfi. Það býr til vandamál fyrir okkur báðu megin á vellinum.” KR unnu frákastbaráttuna í kvöld. Þegar KR tók áhlaupið sitt fengu KR þeir oft auka skot sem hjálpaði þeim mikið. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti ekki nægilega góðan seinni hálfleik miðað við sína standarda en hann skoraði ekki auk þess sem hann tók bara 2 fráköst. „Siggi er orðinn þreyttur. Hann þarf að stíga upp í þessari seríu. Honum vantar varnarfráköst og hann klikkaði úr opnum skotum undir körfunni. Það er ekki boðlegt sérstaklega ekki frá topp leikmanni eins og Sigga. Við búumst við miklu meira framlagi frá honum. Ég leyfi honum að hvíla sig smá og þá verður hann tilbúinn fyrir mánudaginn.” Tveir leikmenn skoruðu 45 af 73 stigum ÍR í kvöld. Það var ekki nægilega mikið framlag af bekknum. Gerald Robinson var sérstaklega áberandi í hvað hann skoraði lítið en skoraði 3 stig úr 9 skotum. „Gerald var ekki með í kvöld sóknarlega. Varamennirnir þurfa að skora meira, allir sem einn.” ÍR eru búnir að vinna fleiri útileiki í úrslitakeppninni í ár en heimaleiki. Borche hefur ekki miklar áhyggjur yfir að þurfa að vinna í Vesturbænum að minnsta kosti einu sinni í viðbót. „Það er mikil pressa á okkur þegar við spilum á heimavelli. Ég hef oft sagt það, mér og mínum leikmönnum líður betur á útivelli. Við skulum njóta leiksins á mánudaginn.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum