Upphitun: Ferrari mætir með uppfærðan bíl til Bakú Bragi Þórðarson skrifar 25. apríl 2019 22:00 Ferrari mætir með uppfærðan bíl frá því í kínverska kappakstrinum vísir/getty Fjórða umferðin í Formúlu 1 fer fram í höfuðborg Aserbaídsjan um helgina. Síðastliðin tvö ár hafa keppnirnar í Bakú verið þær allra skrautlegustu á tímabilinu. Í fyrra var það Lewis Hamilton sem fékk sigurinn á silfurfati á götum Bakú eftir að liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, sprengdi dekk á næstsíðasta hring. Fyrr í keppninni klesstu Red Bull bílarnir á hvorn annan og urðu þeir báðir frá að hverfa. Árið 2017 kom Daniel Ricciardo fyrstur á mark á sínum Red Bull. Annar varð Valtteri Bottas þrátt fyrir að hann hafi verið orðinn heilum hring á eftir fyrsta sætinu í byrjun keppninnar. Það er því óhætt að segja að allt getur gerst í Aserbaídsjan. Mercedes með gott forskotRed Bull bílarnir skullu saman á Bakú brautinni í fyrraGettyTímabilið hefur byrjað vel fyrir Mercedes, liðið hefur klárað í fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum ársins. Ferrari er nú 57 stigum á eftir þýska liðinu og Sebastian Vettel, aðal ökuþór liðsins, er 31 stigi á eftir Hamilton sem leiðir mót ökuþóra. „Við munum mæta með uppfærðan bíl til Bakú, þetta er fyrsta skrefið í þróunn SF90 bílsins,“ sagði Mattia Binotto, liðsstjóri Ferrari, fyrir keppnina í Aserbaídsjan. Götubrautin í Bakú ætti að henta Ferrari bílnum betur en brautin í Sjanghæ sem keppt var á fyrir tveimur vikum. Þá mun Honda einnig mæta með uppfærða vél fyrir Red Bull liðið. Max Verstappen hefur verið frábær á tímabilinu og gæti farið að berjast um titilinn með aukið afl úr Honda vélinni. Að sjálfsögðu verður sýnt frá keppninni á Stöð 2 Sport ásamt æfingum og tímatökum.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport:27. apríl kl. 09:55 - Æfing 27. apríl kl. 12:50 - Tímataka 28. apríl kl. 11:50 - Keppni Formúla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fjórða umferðin í Formúlu 1 fer fram í höfuðborg Aserbaídsjan um helgina. Síðastliðin tvö ár hafa keppnirnar í Bakú verið þær allra skrautlegustu á tímabilinu. Í fyrra var það Lewis Hamilton sem fékk sigurinn á silfurfati á götum Bakú eftir að liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, sprengdi dekk á næstsíðasta hring. Fyrr í keppninni klesstu Red Bull bílarnir á hvorn annan og urðu þeir báðir frá að hverfa. Árið 2017 kom Daniel Ricciardo fyrstur á mark á sínum Red Bull. Annar varð Valtteri Bottas þrátt fyrir að hann hafi verið orðinn heilum hring á eftir fyrsta sætinu í byrjun keppninnar. Það er því óhætt að segja að allt getur gerst í Aserbaídsjan. Mercedes með gott forskotRed Bull bílarnir skullu saman á Bakú brautinni í fyrraGettyTímabilið hefur byrjað vel fyrir Mercedes, liðið hefur klárað í fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum ársins. Ferrari er nú 57 stigum á eftir þýska liðinu og Sebastian Vettel, aðal ökuþór liðsins, er 31 stigi á eftir Hamilton sem leiðir mót ökuþóra. „Við munum mæta með uppfærðan bíl til Bakú, þetta er fyrsta skrefið í þróunn SF90 bílsins,“ sagði Mattia Binotto, liðsstjóri Ferrari, fyrir keppnina í Aserbaídsjan. Götubrautin í Bakú ætti að henta Ferrari bílnum betur en brautin í Sjanghæ sem keppt var á fyrir tveimur vikum. Þá mun Honda einnig mæta með uppfærða vél fyrir Red Bull liðið. Max Verstappen hefur verið frábær á tímabilinu og gæti farið að berjast um titilinn með aukið afl úr Honda vélinni. Að sjálfsögðu verður sýnt frá keppninni á Stöð 2 Sport ásamt æfingum og tímatökum.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport:27. apríl kl. 09:55 - Æfing 27. apríl kl. 12:50 - Tímataka 28. apríl kl. 11:50 - Keppni
Formúla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira