„Kannski hefði ég átt að bíða og skýla þeim með líkama mínum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. apríl 2019 23:30 Daniel og Amelie Linsay létust í hryðjuverkaárásinni í Srí Lanka á páskadag. Mynd/Linsay-fjölskyldan Faðir tveggja fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Srí Lanka segist velta því fyrir sér í sífellu hvort hann hafi getað gert eitthvað öðruvísi til þess að vernda börnin sín tvö sekúndurnar örlagaríku sem sprengjurnar sprungu í kringum þau. Í viðtali við CNN lýsir Matt Linsey tilfinningum sem bærast í brjósti hans eftir að hann slapp naumlega undan árásinni sem gerð var á Shangri-La hótelið í Colombo á Srí Lanka á páskadag. Börn hans tvö sem voru á ferðalagi með honum voru ekki svo heppin. „Það sprakk sprengja og þau hlupu bæði í áttina til mín,“ sagði Matt Linsey í samtali við CNN. „Ég viss að það væri önnur sprengja vegna þess að það er það alltaf í svona árásum.“ Börnin hans tvö, Daniel og Amelie Linsey, 21 og 19 ára gömul, reyndu að flýja ásamt föður sínum en þegar þau voru að nálgast lyftu á hótelinu sprakk sprengja númer tvö. Daniel og Amelie urðu fyrir henni. „Kannski hefði ég átt að bíða og skýla þeim með líkama mínum,“ sagði hinn 61 árs gamli Matt í viðtalinu tilfinningaríka en áður en árásin hófst höfðu þau verið að fá sér morgunmat á hótelinu. Í viðtalinu lýsir Matt því hvernig hann hafi hlaupið í átt að Daniel og Amelie eftir sprenginguna. „Þau voru bæði meðvitundarlaus en dóttir mín virtist hreyfa sig. Kona bauðst til þess að koma dóttur minni í sjúkrabíl en ég þurfti hjálp til að koma syni mínum niður,“ sagði Matt.Ástin er svarið Matt ályktaði sem svo að Amelie væri minna slösuð og því var hann við hlið Daniel í sjúkrabílnum þar sem hann og bráðaliðar reyndu að endurlífga son hans, án árangurs. Við komuna á sjúkrahúsið hófst leitin að Amelie. Hún fannst undir ábreiðu á sjúkrahúsinu, látin. Spurður að því hvort hann sé ekki reiður yfir því að hafa misst tvö af börnum sínum í árás sem þessari svarar hann að ákveðið lag komi upp í huga hans. „Eitt af uppáhaldslögum okkar dóttur minnar var lag sem heitir Love is the answer. Þegar ég missti föður minn varð þetta lagið okkar, hún var bara sex ára. Jú, maður vill að ríkisstjórnin geri það sem þeir geti til að stoppa þetta fólk,“ sagði Matt sem var með skilaboð til þeirra sem frömdu hryðjuverkin. „Ástin er svarið og það að hjálpa fólki.“ Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Faðir tveggja fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Srí Lanka segist velta því fyrir sér í sífellu hvort hann hafi getað gert eitthvað öðruvísi til þess að vernda börnin sín tvö sekúndurnar örlagaríku sem sprengjurnar sprungu í kringum þau. Í viðtali við CNN lýsir Matt Linsey tilfinningum sem bærast í brjósti hans eftir að hann slapp naumlega undan árásinni sem gerð var á Shangri-La hótelið í Colombo á Srí Lanka á páskadag. Börn hans tvö sem voru á ferðalagi með honum voru ekki svo heppin. „Það sprakk sprengja og þau hlupu bæði í áttina til mín,“ sagði Matt Linsey í samtali við CNN. „Ég viss að það væri önnur sprengja vegna þess að það er það alltaf í svona árásum.“ Börnin hans tvö, Daniel og Amelie Linsey, 21 og 19 ára gömul, reyndu að flýja ásamt föður sínum en þegar þau voru að nálgast lyftu á hótelinu sprakk sprengja númer tvö. Daniel og Amelie urðu fyrir henni. „Kannski hefði ég átt að bíða og skýla þeim með líkama mínum,“ sagði hinn 61 árs gamli Matt í viðtalinu tilfinningaríka en áður en árásin hófst höfðu þau verið að fá sér morgunmat á hótelinu. Í viðtalinu lýsir Matt því hvernig hann hafi hlaupið í átt að Daniel og Amelie eftir sprenginguna. „Þau voru bæði meðvitundarlaus en dóttir mín virtist hreyfa sig. Kona bauðst til þess að koma dóttur minni í sjúkrabíl en ég þurfti hjálp til að koma syni mínum niður,“ sagði Matt.Ástin er svarið Matt ályktaði sem svo að Amelie væri minna slösuð og því var hann við hlið Daniel í sjúkrabílnum þar sem hann og bráðaliðar reyndu að endurlífga son hans, án árangurs. Við komuna á sjúkrahúsið hófst leitin að Amelie. Hún fannst undir ábreiðu á sjúkrahúsinu, látin. Spurður að því hvort hann sé ekki reiður yfir því að hafa misst tvö af börnum sínum í árás sem þessari svarar hann að ákveðið lag komi upp í huga hans. „Eitt af uppáhaldslögum okkar dóttur minnar var lag sem heitir Love is the answer. Þegar ég missti föður minn varð þetta lagið okkar, hún var bara sex ára. Jú, maður vill að ríkisstjórnin geri það sem þeir geti til að stoppa þetta fólk,“ sagði Matt sem var með skilaboð til þeirra sem frömdu hryðjuverkin. „Ástin er svarið og það að hjálpa fólki.“
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Sri Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. 22. apríl 2019 18:30
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01