Þankabrot um skipafarþega Friðrik Rafnsson skrifar 23. apríl 2019 07:00 Það er eins með umræðuna um hinn svokallaða ferðamannaiðnað og flest annað, hún á það til að fara út og suður. Íslendingar virðast þannig enn líta á ferðamenn sem hvalreka, síldarvertíð, eitthvað sem hljóti að vera of gott til að geta varað, og haga sér alltof oft samkvæmt því.Neikvæð umræða um skemmtiferðaskip Einn anginn af umræðunni um ferðamannaiðnaðinn, sem mér finnst raunar smekklegra að kalla ferðaþjónustu, snýr að skemmtiferðaskipum og farþegum þeirrra. Yfirleitt er hún fremur neikvæð, talað um mengandi fjöldaferðamennsku, hjarðhegðun skipafarþeganna og talað um þá sem hálfgerða óværu. Erlendur ráðgjafi í ferðamálum sem hingað kom fyrir tæpu ári var jafnvel svo ósmekklegur að láta hafa þessi orð eftir sér í viðtali við fjölmiðla: „Þessir ferðamenn eru vampírur. Þeir sjúga blóð og menningu úr viðkomustöðum sínum. Þeir eyða litlum peningum og fara svo á næsta áfangastað. Þessir ferðamenn þjóna ekki hagsmunum ykkar.“ Hún virðist því lífseig, sú skoðun að skipafarþegar eyði litlu og þvælist fyrir mun verðmætari gestum. Það er hins vegar alrangt ef marka má nýbirta skýrslu Cruise Iceland, samtaka ferðaþjónustuaðila sem taka á móti skemmtiferðaskipum. Þar kemur meðal annars fram að bein efnahagsleg áhrif skemmtiferðaskipa á Íslandi námu um níu milljörðum króna í fyrra. Því er talið að skemmtiferðaskipin hafi skilað 8,8 milljörðum í formi neyslu farþega, hafnargjalda og annarra skatta, og skapi 425 bein störf. Með óbeinum áhrifum er talið að þjóðhagslegur ávinningur sé um 16 milljarðar. Langflestir ferðamenn fóru í land á Íslandi og eyddu að jafnaði um 18.000 krónum í hverri höfn. Það er sannarlega ekki tekið upp úr skítnum, eins og sagt var í minni sveit.Ósanngirni í garð forvitinna ferðalanga Burtséð frá efnahagslegum áhrifum sem virðast vera mælikvarðar alls hérlendis, þá finnst mér þessi umræða fremur ósanngjörn gagnvart öllu því góða fólki sem hingað kemur á þennan hátt. Ég þekki það af eigin reynslu sem leiðsögumaður til margra ára og fyrirlesari um borð í slíkum skipum að skipafarþegar eru allavega fólk, s.s. auðmenn sem eyða miklu (sleða-, þyrluferðir og þess háttar), vinahópar í ævintýraferðum, fjölskyldufólk, ellilífeyrisþegar, einstæðingar og ungt fólk sem er að koma hingað í fyrsta sinn og á margt hvert eflaust eftir að efnast og koma aftur síðar. Mín fjölbreyttu kynni af farþegum skemmtiferðaskipa eru þau að þetta sé upp til hópa vel upplýst, forvitið og jákvætt fólk sem hefur ferðast um heimsins höf. Hvort sem það er auðugt eða hefur haft mikið fyrir því að leggja fé til hliðar til að láta drauminn um Íslandsferð rætast lætur það ekki blekkja sig, veit sem er að verðlag hér er afar hátt, en langar samt að koma hingað og velur því þennan kost. Flestum finnst Ísland spennandi en skrítið land á hjara veraldar og að þar búi áhugaverðir eyjaskeggjar. En það vill líka öryggi, sanngjarnt verð og góða þjónustu og velur því þessa leið til að njóta sumarfrísins. Lái því hver sem vill.Vaxtarbroddur sem þarf að sinna enn betur Samkvæmt áðurnefndri skýrslu er búist við mikilli fjölgun skemmtiferðaskipa í sumar, jafnvel yfir 20% fjölgun farþega á landsvísu, og það kemur heim og saman við þá eftirspurn eftir leiðsögn, rútuakstri og annarri þjónustu um allt land í sumar. Ef þessi hluti ferðaþjónustunnar á að halda áfram að vaxa og dafna þurfum við að vera framsýn og gera ýmislegt til að tryggja vöxt og viðgang þessa hluta ferðaþjónustunnar, s.s. bæta þjónustu í höfnum, selja meira rafmagn, vatn og kost á viðkomustöðunum, leggja áherslu á að taka á móti vistvænum skipum og efla öryggis- og björgunarþjónustu eins og verða má. Allt þetta stuðlar að betri og umhverfisvænni ferðamennsku og gagnast okkur heimafólkinu líka á allan hátt, bæði á landi og á sjó. Landið okkar er heillandi fagurt, ekki síst séð frá hafi eins og sjófarendur, þar á meðal farþegar skemmtiferðaskipa, vita mætavel. Okkar er að taka vel og faglega á móti þeim eins og öðrum gestum sem hingað koma. Og þannig móttökur viljum við líka helst fá þegar við förum í frí erlendis, ekki satt? Jafnvel sem skipafarþegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það er eins með umræðuna um hinn svokallaða ferðamannaiðnað og flest annað, hún á það til að fara út og suður. Íslendingar virðast þannig enn líta á ferðamenn sem hvalreka, síldarvertíð, eitthvað sem hljóti að vera of gott til að geta varað, og haga sér alltof oft samkvæmt því.Neikvæð umræða um skemmtiferðaskip Einn anginn af umræðunni um ferðamannaiðnaðinn, sem mér finnst raunar smekklegra að kalla ferðaþjónustu, snýr að skemmtiferðaskipum og farþegum þeirrra. Yfirleitt er hún fremur neikvæð, talað um mengandi fjöldaferðamennsku, hjarðhegðun skipafarþeganna og talað um þá sem hálfgerða óværu. Erlendur ráðgjafi í ferðamálum sem hingað kom fyrir tæpu ári var jafnvel svo ósmekklegur að láta hafa þessi orð eftir sér í viðtali við fjölmiðla: „Þessir ferðamenn eru vampírur. Þeir sjúga blóð og menningu úr viðkomustöðum sínum. Þeir eyða litlum peningum og fara svo á næsta áfangastað. Þessir ferðamenn þjóna ekki hagsmunum ykkar.“ Hún virðist því lífseig, sú skoðun að skipafarþegar eyði litlu og þvælist fyrir mun verðmætari gestum. Það er hins vegar alrangt ef marka má nýbirta skýrslu Cruise Iceland, samtaka ferðaþjónustuaðila sem taka á móti skemmtiferðaskipum. Þar kemur meðal annars fram að bein efnahagsleg áhrif skemmtiferðaskipa á Íslandi námu um níu milljörðum króna í fyrra. Því er talið að skemmtiferðaskipin hafi skilað 8,8 milljörðum í formi neyslu farþega, hafnargjalda og annarra skatta, og skapi 425 bein störf. Með óbeinum áhrifum er talið að þjóðhagslegur ávinningur sé um 16 milljarðar. Langflestir ferðamenn fóru í land á Íslandi og eyddu að jafnaði um 18.000 krónum í hverri höfn. Það er sannarlega ekki tekið upp úr skítnum, eins og sagt var í minni sveit.Ósanngirni í garð forvitinna ferðalanga Burtséð frá efnahagslegum áhrifum sem virðast vera mælikvarðar alls hérlendis, þá finnst mér þessi umræða fremur ósanngjörn gagnvart öllu því góða fólki sem hingað kemur á þennan hátt. Ég þekki það af eigin reynslu sem leiðsögumaður til margra ára og fyrirlesari um borð í slíkum skipum að skipafarþegar eru allavega fólk, s.s. auðmenn sem eyða miklu (sleða-, þyrluferðir og þess háttar), vinahópar í ævintýraferðum, fjölskyldufólk, ellilífeyrisþegar, einstæðingar og ungt fólk sem er að koma hingað í fyrsta sinn og á margt hvert eflaust eftir að efnast og koma aftur síðar. Mín fjölbreyttu kynni af farþegum skemmtiferðaskipa eru þau að þetta sé upp til hópa vel upplýst, forvitið og jákvætt fólk sem hefur ferðast um heimsins höf. Hvort sem það er auðugt eða hefur haft mikið fyrir því að leggja fé til hliðar til að láta drauminn um Íslandsferð rætast lætur það ekki blekkja sig, veit sem er að verðlag hér er afar hátt, en langar samt að koma hingað og velur því þennan kost. Flestum finnst Ísland spennandi en skrítið land á hjara veraldar og að þar búi áhugaverðir eyjaskeggjar. En það vill líka öryggi, sanngjarnt verð og góða þjónustu og velur því þessa leið til að njóta sumarfrísins. Lái því hver sem vill.Vaxtarbroddur sem þarf að sinna enn betur Samkvæmt áðurnefndri skýrslu er búist við mikilli fjölgun skemmtiferðaskipa í sumar, jafnvel yfir 20% fjölgun farþega á landsvísu, og það kemur heim og saman við þá eftirspurn eftir leiðsögn, rútuakstri og annarri þjónustu um allt land í sumar. Ef þessi hluti ferðaþjónustunnar á að halda áfram að vaxa og dafna þurfum við að vera framsýn og gera ýmislegt til að tryggja vöxt og viðgang þessa hluta ferðaþjónustunnar, s.s. bæta þjónustu í höfnum, selja meira rafmagn, vatn og kost á viðkomustöðunum, leggja áherslu á að taka á móti vistvænum skipum og efla öryggis- og björgunarþjónustu eins og verða má. Allt þetta stuðlar að betri og umhverfisvænni ferðamennsku og gagnast okkur heimafólkinu líka á allan hátt, bæði á landi og á sjó. Landið okkar er heillandi fagurt, ekki síst séð frá hafi eins og sjófarendur, þar á meðal farþegar skemmtiferðaskipa, vita mætavel. Okkar er að taka vel og faglega á móti þeim eins og öðrum gestum sem hingað koma. Og þannig móttökur viljum við líka helst fá þegar við förum í frí erlendis, ekki satt? Jafnvel sem skipafarþegar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun