Milli lífs og dauða Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. apríl 2019 07:00 Mörkin milli lífs og dauða eru í besta falli óljós og óræð. Hver getur raunverulega fullyrt um það hvar annað byrjar, og hitt endar?“ Þetta voru hugleiðingar sögumannsins í smásögu Edgars Allan Poe frá árinu 1844, Kviksettur. Þessi mörk, sem í hugum fæstra nútímamanna eru óljós, voru vafalaust mörgum hugleikin um liðna helgi, þegar sigri Jesú yfir dauðanum var minnst; upprisu hans og loforði um eilíft líf fagnað. Þvert á það sem fólk þekkti um miðja nítjándu öld, þegar margir voru haldnir fullkomlega skiljanlegum ótta við að vera grafnir lifandi, þá höfum við í dag staðlaðar og sannreyndar aðferðir þegar kemur að því að skera úr um hvort einstaklingur er lífs eða liðinn. Mörkin eru hreint ekki óræð. En þar með er ekki sagt að þau séu einföld. Rétt fyrir páskahelgi birti hópur taugavísindamanna við Yale-háskóla merkilega, en um leið afar undarlega, rannsókn í vísindaritinu Nature. Í vísindagreininni útskýrir hópurinn hvernig þeim tókst að endurlífga heila í svínum sem hafði verið slátrað nokkrum klukkustundum áður. Svínsheilarnir fengu enga næringu í fjórar klukkustundir, ekkert súrefni og engan glúkósa. Með orðinu „endurlífga“ er átt við að eðlileg efnaskipti voru endurvakin í heilum svínanna og að hrörnun heilans eftir dauða var að mestu stöðvuð. Þetta tókst vísindamönnunum með því að dæla tilbúnum blóðvökva í heilana og þannig koma súrefni og næringarefnum til frumnanna. Þrátt fyrir að um „endurlífgun“ hafi verið að ræða þá greindi heilariti aldrei vísbendingar um meðvitund eða heilvirkni. Engin svörun á heilariti var reyndar hluti af hönnun rannsóknarinnar, enda voru ákveðin efni notuð til að bæla starfsemi taugakerfisins í svínsheilunum. Þó svo að brýn þörf sé á að endurtaka rannsóknina og kanna niðurstöður hennar betur, þá vekja niðurstöður vísindamannanna við Yale upp ýmsar flóknar siðferðilegar spurningar. Nita A. Farahany, prófessor í siðfræði við Duke sagði í Nature að stóráfanga sé að ræða. Heilarnir voru, nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið skornir úr líkama sínu, um tíma ekki algjörlega dauðir. Sannarlega voru þeir ekki algjörlega lifandi heldur. Eins og Kraftaverka Max sagði í The Princess Bride: „Að mestu dauður er örlítið lifandi.“ Það að heili í stóru spendýri eins og svíni hafi verið endurvakinn, og það 32 sinnum eins og í tilfelli Yale-hópsins, kallar á að flóknum spurningum um dauðann, meðvitund og heilann verði svarað. Um leið gefa þessar niðurstöður tilefni til bjartsýni um framfarir á sviði meðferða við heilaskaða. Rannsókn Yale-hópsins er tímamótaverk, en umtalsvert fleiri rannsókna og tilrauna er þörf áður en stærri og víðtækari ályktanir eru dregnar. Það mun ekki gerast í bráð. En rannsóknin staðfestir þó að enn á ný er sú krafa gerð á okkur mannfólkið að taka til endurskoðunar hvar mörkin milli lífs og dauða liggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Mörkin milli lífs og dauða eru í besta falli óljós og óræð. Hver getur raunverulega fullyrt um það hvar annað byrjar, og hitt endar?“ Þetta voru hugleiðingar sögumannsins í smásögu Edgars Allan Poe frá árinu 1844, Kviksettur. Þessi mörk, sem í hugum fæstra nútímamanna eru óljós, voru vafalaust mörgum hugleikin um liðna helgi, þegar sigri Jesú yfir dauðanum var minnst; upprisu hans og loforði um eilíft líf fagnað. Þvert á það sem fólk þekkti um miðja nítjándu öld, þegar margir voru haldnir fullkomlega skiljanlegum ótta við að vera grafnir lifandi, þá höfum við í dag staðlaðar og sannreyndar aðferðir þegar kemur að því að skera úr um hvort einstaklingur er lífs eða liðinn. Mörkin eru hreint ekki óræð. En þar með er ekki sagt að þau séu einföld. Rétt fyrir páskahelgi birti hópur taugavísindamanna við Yale-háskóla merkilega, en um leið afar undarlega, rannsókn í vísindaritinu Nature. Í vísindagreininni útskýrir hópurinn hvernig þeim tókst að endurlífga heila í svínum sem hafði verið slátrað nokkrum klukkustundum áður. Svínsheilarnir fengu enga næringu í fjórar klukkustundir, ekkert súrefni og engan glúkósa. Með orðinu „endurlífga“ er átt við að eðlileg efnaskipti voru endurvakin í heilum svínanna og að hrörnun heilans eftir dauða var að mestu stöðvuð. Þetta tókst vísindamönnunum með því að dæla tilbúnum blóðvökva í heilana og þannig koma súrefni og næringarefnum til frumnanna. Þrátt fyrir að um „endurlífgun“ hafi verið að ræða þá greindi heilariti aldrei vísbendingar um meðvitund eða heilvirkni. Engin svörun á heilariti var reyndar hluti af hönnun rannsóknarinnar, enda voru ákveðin efni notuð til að bæla starfsemi taugakerfisins í svínsheilunum. Þó svo að brýn þörf sé á að endurtaka rannsóknina og kanna niðurstöður hennar betur, þá vekja niðurstöður vísindamannanna við Yale upp ýmsar flóknar siðferðilegar spurningar. Nita A. Farahany, prófessor í siðfræði við Duke sagði í Nature að stóráfanga sé að ræða. Heilarnir voru, nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið skornir úr líkama sínu, um tíma ekki algjörlega dauðir. Sannarlega voru þeir ekki algjörlega lifandi heldur. Eins og Kraftaverka Max sagði í The Princess Bride: „Að mestu dauður er örlítið lifandi.“ Það að heili í stóru spendýri eins og svíni hafi verið endurvakinn, og það 32 sinnum eins og í tilfelli Yale-hópsins, kallar á að flóknum spurningum um dauðann, meðvitund og heilann verði svarað. Um leið gefa þessar niðurstöður tilefni til bjartsýni um framfarir á sviði meðferða við heilaskaða. Rannsókn Yale-hópsins er tímamótaverk, en umtalsvert fleiri rannsókna og tilrauna er þörf áður en stærri og víðtækari ályktanir eru dregnar. Það mun ekki gerast í bráð. En rannsóknin staðfestir þó að enn á ný er sú krafa gerð á okkur mannfólkið að taka til endurskoðunar hvar mörkin milli lífs og dauða liggja.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun