Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2019 18:30 Aðstandendur syrgja hina 12 ára gömlu Sneha Savindi, eitt af fórnarlömbum hryðjuverkanna. AP/Gemunu Amarasinghe Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Srí Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. Ráðherrar í ríkisstjórn landsins hafa harðlega gagnrýnt þá sem fara með stjórn öryggis- og löggæslustofnanna fyrir að hafa ekki brugðist við aðvörununum.Nærri 300 létust og fjölmargir særðust í samstilltum árásum í Srí Lanka í gær sem beindust að kirkjum og hótelum víðsvegar um landið. Ríkisstjórnin hefur beint spjótum sínum að fámennum hópi öfgaíslamista þar í landi,National Thowheed Jamat, en enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna sprengjuárásanna.Í frétt New York Timeser greint frá minnisblaði frá lögreglunni í Srí Lanka sem dagsett er 11. apríl. Þar segir að upplýsingar hafi borist um það að hópurinn hafi í hyggju að ráðast á kaþólskar kirkjur. Í frétt New York Times segir einnig að öryggis- og lögreglustofnanir hafi fylgst náið með öfgaíslamistum með mögulegar tengingar við hópinn allt frá því í janúar á þessu ári.Kirkja heilags Sebastíans í Negombo, þar sem ein af árásunum var gerð.Ap/Chamila KarunarathneÍ fréttinni eru upplýsingarnar sem embættismenn virðast hafa búið yfir settar í samhengi við það að 24 voru handteknir aðeins þremur klukkutímum eftir árásirnar, sem bendi til þess að lögregluyfirvöld hafi vitað ýmislegt um hópinn og því getað brugðist fljótt við eftir árásirnar.Ráðherrar harðorðir í garð forsetans og lögreglustjórans Svo virðist sem að forsætisráðherra landsins hafi ekki haft vitneskju um minnisblaðið og hafa öryggistofnanir, sem og forseti landsins, Maithripala Sirisena. verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða þegar ljóst hafi verið að hætta stafaði af meðlimum National Thowheed Jamat. „Við skömmumst okkar fyrir það sem gerðist,“ sagði Rauff Hakeem, dómsmálaráðherra landsins. Setti hann spurningamerki við það af hverju ekkert hafi verið gert til þess að draga úr hættunni á árás miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir, einn fjölmargra ráðherra í ríkisstjórn Srí Lanka. Kallað hefur verið eftir því að lögreglustjóri Sri Lanka segir af sér en Hakeem sagði öryggis- og löggæslustofnanir Srí Lanka hafa brugðist. Forsetinn hefur þegar skipað sérstaka nefnd undir forsæti hæstaréttardómara, sem rannsaka á árásirnar og aðdraganda þeirra. Yfirvöld í Srí Lanka segja þá sem stóðu að hryðjuverkunum á páskadag hafa tengingu við alþjóðleg samtök. Öryggissérfræðingur sem ræddi við New York Times vegna málsins tekur undir það og segir ólíklegt að fámennur hópur á borð við National Thowheed Jamat hafi getað framkvæmt slíka árás án utanaðkomandi aðstoðar. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Að minnsta kosti 290 látnir 24 handteknir vegna hryðjuverkanna í Srí Lanka 22. apríl 2019 09:14 Ríkasti maður Danmerkur missir þrjú barna sinna á Srí Lanka Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. 22. apríl 2019 09:14 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Srí Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. Ráðherrar í ríkisstjórn landsins hafa harðlega gagnrýnt þá sem fara með stjórn öryggis- og löggæslustofnanna fyrir að hafa ekki brugðist við aðvörununum.Nærri 300 létust og fjölmargir særðust í samstilltum árásum í Srí Lanka í gær sem beindust að kirkjum og hótelum víðsvegar um landið. Ríkisstjórnin hefur beint spjótum sínum að fámennum hópi öfgaíslamista þar í landi,National Thowheed Jamat, en enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna sprengjuárásanna.Í frétt New York Timeser greint frá minnisblaði frá lögreglunni í Srí Lanka sem dagsett er 11. apríl. Þar segir að upplýsingar hafi borist um það að hópurinn hafi í hyggju að ráðast á kaþólskar kirkjur. Í frétt New York Times segir einnig að öryggis- og lögreglustofnanir hafi fylgst náið með öfgaíslamistum með mögulegar tengingar við hópinn allt frá því í janúar á þessu ári.Kirkja heilags Sebastíans í Negombo, þar sem ein af árásunum var gerð.Ap/Chamila KarunarathneÍ fréttinni eru upplýsingarnar sem embættismenn virðast hafa búið yfir settar í samhengi við það að 24 voru handteknir aðeins þremur klukkutímum eftir árásirnar, sem bendi til þess að lögregluyfirvöld hafi vitað ýmislegt um hópinn og því getað brugðist fljótt við eftir árásirnar.Ráðherrar harðorðir í garð forsetans og lögreglustjórans Svo virðist sem að forsætisráðherra landsins hafi ekki haft vitneskju um minnisblaðið og hafa öryggistofnanir, sem og forseti landsins, Maithripala Sirisena. verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða þegar ljóst hafi verið að hætta stafaði af meðlimum National Thowheed Jamat. „Við skömmumst okkar fyrir það sem gerðist,“ sagði Rauff Hakeem, dómsmálaráðherra landsins. Setti hann spurningamerki við það af hverju ekkert hafi verið gert til þess að draga úr hættunni á árás miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir, einn fjölmargra ráðherra í ríkisstjórn Srí Lanka. Kallað hefur verið eftir því að lögreglustjóri Sri Lanka segir af sér en Hakeem sagði öryggis- og löggæslustofnanir Srí Lanka hafa brugðist. Forsetinn hefur þegar skipað sérstaka nefnd undir forsæti hæstaréttardómara, sem rannsaka á árásirnar og aðdraganda þeirra. Yfirvöld í Srí Lanka segja þá sem stóðu að hryðjuverkunum á páskadag hafa tengingu við alþjóðleg samtök. Öryggissérfræðingur sem ræddi við New York Times vegna málsins tekur undir það og segir ólíklegt að fámennur hópur á borð við National Thowheed Jamat hafi getað framkvæmt slíka árás án utanaðkomandi aðstoðar.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Að minnsta kosti 290 látnir 24 handteknir vegna hryðjuverkanna í Srí Lanka 22. apríl 2019 09:14 Ríkasti maður Danmerkur missir þrjú barna sinna á Srí Lanka Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. 22. apríl 2019 09:14 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Sjá meira
Ríkasti maður Danmerkur missir þrjú barna sinna á Srí Lanka Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. 22. apríl 2019 09:14
Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24