Fleiri gæðastundir, færri vinnustundir! Rannveig Ernudóttir skrifar 22. apríl 2019 14:06 Þetta var eitt af slagorðum Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir ári síðan. Með þessu slagorði vildum við kalla eftir vakningu meðal atvinnurekenda. Þeir áttuðu sig á því að allir græða á auknum frítíma starfsfólks yfir sólarhringinn. Íslenska þrælslundin er nefnilega svo rótgróin í okkur að þegar hin stóra bylting varð, að konur færu almennt út á vinnumarkaðinn, þá samþykktum við það mjög fljótlega að báðir foreldrar þyrftu að vinna 100% störf. Það var aldrei markmiðið. Ein af meginkröfunum var sú að feður myndu verða frekari þátttakendur í heimilishaldinu til jafns við mæður. Enda er það mikið meira en 100% starf að vera heimavinnandi foreldri. Báðir foreldrar myndu þá vinna, en minna og sinna fjölskyldulífinu saman. En allt í einu stóðum við uppi með þann veruleika, að 100% innkoma dugði bara ekki lengur, heldur var orðið svo dýrt að reka heimili að í dag þarf 200% innkomu til þess, jafnvel meira. Til þess að eltast við þessar kröfur atvinnulífsins jókst stanslaust þörfin á lengri dagvistun barna. Fjölskyldur gjalda fyrir þróunina með stöðugt færri gæðastundum, á kostnað líðan barnanna sem og starfsfólksins. Allir hafa þurft að hlaupa hraðar með tilheyrandi útbrennslu og kulnun er sívaxandi staðreynd á vinnumarkaðnum. Við þurfum færri vinnustundir og fleiri gæðastundir. Þess vegna er svo merkilegt að hér sé kominn lífskjarasamningur á borðið, undirritaður og tilbúinn fyrir félagsmenn að kjósa um. Nú sýnist sitt hverjum um ákvæðið um styttri vinnuviku í kjarasamningunum. Styttingin er nefnilega valkvæð en ekki bundin og þarf til samtal atvinnurekenda og svo starfsfólks. Engu að síður er verið að stíga stórt skref hér, þar sem vinnuvikan hefur verið 40 stundir frá árinu 1971. Það getur hins vegar verið flókið að stytta vinnuvikuna án þess að skerða réttindi eða framleiðni, en hér er verið að horfast í augu við það að þetta verður einungis gert með samtali. Reykjavíkurborg hefur unnið með þá tilraun á þessum forsendum frá árinu 2015 með góðum árangri, þökk sé útsjónarsemi starfsfólks. Árangurinn stendur ekki á sér, sem dæmi má nefna að feður tala um aukna þátttöku í heimilishaldi og barnauppeldi, sem var jú eitt af lykilatriðunum í upphafi. Einnig hefur starfsánægja aukist og veikindum fækkað.HvatninginSjálf vinn ég hjá Reykjavíkurborg og á mínum vinnustað samþykktum við að stytta vinnuvikuna. Ég tek styttinguna með þeim hætti að mæta seinna á morgnana. Það er fyrir mig afskaplega dýrmætt að geta byrjað daginn á yoga eða sundferð með fjölskyldunni, oftast við hjónin og yngsta barnið en stundum læðast eldri börnin með. Þegar ég mæti í vinnuna er ég s.s. búin að stunda hreyfingu, oftast búin að ganga frá öllu heima og jafnvel þvo eina vél. Ég hef jafnvel náð smá yndislestri eða prjónað áður en ég er svo mætt í vinnuna kl. 9. Ég er mikið úthvíldari og tilbúnari í daginn með öllum þeim verkefnum sem þarf að leysa. Morguninn byrjar rólega og engin pressa er á börnin að drífa sig svo ég verði ekki sein í vinnuna og nú er einnig meira svigrúm til að geyma einkabílinn því við erum ekki í tímaþröng. Í þessu eru falin mikil lífsgæði. Nú er bara að bíða eftir að vinnustaður eiginmannsins byrji á styttri vinnuviku! Hér er því eindregin hvatning til ykkar yfirmanna og fyrirtækjaeigenda. Takið þátt í að sýna gott fordæmi líkt og Reykjavíkurborg, Hugsmiðjan, Hjallastefnan og fleiri vinnustaðir hafa lagt upp með. Keppist við að fá til ykkar hamingjusamt og kappsamt starfsfólk með því að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Eigið frumkvæðið að því að stytta vinnudaginn. Það munu allir græða á fleiri gæðastundum og færri vinnustundum.Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og starfsmaður Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þetta var eitt af slagorðum Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir ári síðan. Með þessu slagorði vildum við kalla eftir vakningu meðal atvinnurekenda. Þeir áttuðu sig á því að allir græða á auknum frítíma starfsfólks yfir sólarhringinn. Íslenska þrælslundin er nefnilega svo rótgróin í okkur að þegar hin stóra bylting varð, að konur færu almennt út á vinnumarkaðinn, þá samþykktum við það mjög fljótlega að báðir foreldrar þyrftu að vinna 100% störf. Það var aldrei markmiðið. Ein af meginkröfunum var sú að feður myndu verða frekari þátttakendur í heimilishaldinu til jafns við mæður. Enda er það mikið meira en 100% starf að vera heimavinnandi foreldri. Báðir foreldrar myndu þá vinna, en minna og sinna fjölskyldulífinu saman. En allt í einu stóðum við uppi með þann veruleika, að 100% innkoma dugði bara ekki lengur, heldur var orðið svo dýrt að reka heimili að í dag þarf 200% innkomu til þess, jafnvel meira. Til þess að eltast við þessar kröfur atvinnulífsins jókst stanslaust þörfin á lengri dagvistun barna. Fjölskyldur gjalda fyrir þróunina með stöðugt færri gæðastundum, á kostnað líðan barnanna sem og starfsfólksins. Allir hafa þurft að hlaupa hraðar með tilheyrandi útbrennslu og kulnun er sívaxandi staðreynd á vinnumarkaðnum. Við þurfum færri vinnustundir og fleiri gæðastundir. Þess vegna er svo merkilegt að hér sé kominn lífskjarasamningur á borðið, undirritaður og tilbúinn fyrir félagsmenn að kjósa um. Nú sýnist sitt hverjum um ákvæðið um styttri vinnuviku í kjarasamningunum. Styttingin er nefnilega valkvæð en ekki bundin og þarf til samtal atvinnurekenda og svo starfsfólks. Engu að síður er verið að stíga stórt skref hér, þar sem vinnuvikan hefur verið 40 stundir frá árinu 1971. Það getur hins vegar verið flókið að stytta vinnuvikuna án þess að skerða réttindi eða framleiðni, en hér er verið að horfast í augu við það að þetta verður einungis gert með samtali. Reykjavíkurborg hefur unnið með þá tilraun á þessum forsendum frá árinu 2015 með góðum árangri, þökk sé útsjónarsemi starfsfólks. Árangurinn stendur ekki á sér, sem dæmi má nefna að feður tala um aukna þátttöku í heimilishaldi og barnauppeldi, sem var jú eitt af lykilatriðunum í upphafi. Einnig hefur starfsánægja aukist og veikindum fækkað.HvatninginSjálf vinn ég hjá Reykjavíkurborg og á mínum vinnustað samþykktum við að stytta vinnuvikuna. Ég tek styttinguna með þeim hætti að mæta seinna á morgnana. Það er fyrir mig afskaplega dýrmætt að geta byrjað daginn á yoga eða sundferð með fjölskyldunni, oftast við hjónin og yngsta barnið en stundum læðast eldri börnin með. Þegar ég mæti í vinnuna er ég s.s. búin að stunda hreyfingu, oftast búin að ganga frá öllu heima og jafnvel þvo eina vél. Ég hef jafnvel náð smá yndislestri eða prjónað áður en ég er svo mætt í vinnuna kl. 9. Ég er mikið úthvíldari og tilbúnari í daginn með öllum þeim verkefnum sem þarf að leysa. Morguninn byrjar rólega og engin pressa er á börnin að drífa sig svo ég verði ekki sein í vinnuna og nú er einnig meira svigrúm til að geyma einkabílinn því við erum ekki í tímaþröng. Í þessu eru falin mikil lífsgæði. Nú er bara að bíða eftir að vinnustaður eiginmannsins byrji á styttri vinnuviku! Hér er því eindregin hvatning til ykkar yfirmanna og fyrirtækjaeigenda. Takið þátt í að sýna gott fordæmi líkt og Reykjavíkurborg, Hugsmiðjan, Hjallastefnan og fleiri vinnustaðir hafa lagt upp með. Keppist við að fá til ykkar hamingjusamt og kappsamt starfsfólk með því að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Eigið frumkvæðið að því að stytta vinnudaginn. Það munu allir græða á fleiri gæðastundum og færri vinnustundum.Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og starfsmaður Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun