Katrín og Sturgeon ræddu loftlagsmál og Brexit Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2019 18:15 Katrín Jakobsdóttir kom til Skotlands í morgun á fyrsta degi þriggja daga heimsóknar hennar til Skotlands og Englands. Halla Gunnarsdóttir Aðgerðir í loftlagsmálum voru aðalumræðuefni Katrínar Jakobsdóttur og Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands á fundi þeirra í Edinborg í dag. Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skoskir glæpasagnahöfundar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikinn áhuga á glæpasögum. Katrín Jakobsdóttir kom til Skotlands í morgun á fyrsta degi þriggja daga heimsóknar hennar til Skotlands og Englands. Hún fundaði með Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands í dag þar sem þær ræddu meðal annars samstarf þjóðanna með Nýsjálendingum og fleirum um samspil efnahagsmála og velsældar. „Svo ræddum við loftlagsmál. En það hefur vakið mikla athygli að Sturgeon hefur talað um að það sé neyðarástand vegna loftlagsmála. Þau eru auðvitað að fara í miklar aðgerðir vegna loftslagsbreytinga eins og Íslendingar. Þannig að þar gátum við skipst á skoðunum og reynslusögum,“ segir Katrín. Sturgeon sagði Katrínu enga fundi haldna þessa dagana í Bretlandi án þess að ræða Brexit. Hún lýsti nýlega yfir nauðsyn þess að boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Við ræddum það ekki sérstaklega á okkar fundi. En það liggur auðvitað fyrir að það hefur heldur verið ýtt undir þetta. Atburðarásin í kringum Brexit. Þar sem liggur fyrir að töluverður meirihluti Skota kaus gegn útgöngunni árið 2016,“ segir Katrín. Forsætisráðherra ræddi einnig við forseta skoska þingsins og átti fundi með ráðherra menningarmála, ferðamennsku og alþjóðamála og ráðherra umhverfis- og loftslagsmála í skosku heimastjórninni, meðal annars um samskipti þjóðanna á sviði menntamála eftir Brexit. „Ég skynjaði líka ríkan vilja að hálfu Nicolu Sturgeon til að rækta mjög samskiptin við Ísland og Norðurlönd. Þannig að ég held að það sé óhætt að reikna með góðum samskiptum í framtíðinni,“ segir forsætisráðherra. Þær Sturgeon og Katrín deila áhuga á glæpasögum sem setja sinn svip á hátíðarkvöldverð þeirra í kvöld. „Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Brexit Loftslagsmál Skotland Utanríkismál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Aðgerðir í loftlagsmálum voru aðalumræðuefni Katrínar Jakobsdóttur og Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands á fundi þeirra í Edinborg í dag. Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skoskir glæpasagnahöfundar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikinn áhuga á glæpasögum. Katrín Jakobsdóttir kom til Skotlands í morgun á fyrsta degi þriggja daga heimsóknar hennar til Skotlands og Englands. Hún fundaði með Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands í dag þar sem þær ræddu meðal annars samstarf þjóðanna með Nýsjálendingum og fleirum um samspil efnahagsmála og velsældar. „Svo ræddum við loftlagsmál. En það hefur vakið mikla athygli að Sturgeon hefur talað um að það sé neyðarástand vegna loftlagsmála. Þau eru auðvitað að fara í miklar aðgerðir vegna loftslagsbreytinga eins og Íslendingar. Þannig að þar gátum við skipst á skoðunum og reynslusögum,“ segir Katrín. Sturgeon sagði Katrínu enga fundi haldna þessa dagana í Bretlandi án þess að ræða Brexit. Hún lýsti nýlega yfir nauðsyn þess að boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Við ræddum það ekki sérstaklega á okkar fundi. En það liggur auðvitað fyrir að það hefur heldur verið ýtt undir þetta. Atburðarásin í kringum Brexit. Þar sem liggur fyrir að töluverður meirihluti Skota kaus gegn útgöngunni árið 2016,“ segir Katrín. Forsætisráðherra ræddi einnig við forseta skoska þingsins og átti fundi með ráðherra menningarmála, ferðamennsku og alþjóðamála og ráðherra umhverfis- og loftslagsmála í skosku heimastjórninni, meðal annars um samskipti þjóðanna á sviði menntamála eftir Brexit. „Ég skynjaði líka ríkan vilja að hálfu Nicolu Sturgeon til að rækta mjög samskiptin við Ísland og Norðurlönd. Þannig að ég held að það sé óhætt að reikna með góðum samskiptum í framtíðinni,“ segir forsætisráðherra. Þær Sturgeon og Katrín deila áhuga á glæpasögum sem setja sinn svip á hátíðarkvöldverð þeirra í kvöld. „Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Brexit Loftslagsmál Skotland Utanríkismál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira