Reyndu að falsa frásagnir um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2019 14:45 Pete Buttigieg. AP/Bebeto Matthews Pete Buttigieg, borgarstjóri og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, var ranglega ásakaður um kynferðisbrot í síðustu viku. Svo virtist sem að 21 árs gamall háskólanemi hefði birt bloggfærslu á Medium þar sem hann sakaði Buttigieg um að hafa brotið gegn sér í febrúar. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að strákurinn, sem heitir Hunter Kelly, skrifaði ekki bloggið og segir það hafa verið gert í óþökk hans.Blaðamenn Daily Beast komu höndum yfir upptöku þar sem samsæriskenningasmiðurinn Jacob Wohl og Jack Burkman, málafylgjumaður íhaldsmanna, reyndu að fá unga íhaldsmenn til að gera falskar ásakanir gegn Buttigieg, sem er samkynhneigður. Á upptökunni mátti heyra þá Wohl og Burkman reyna að sannfæra manninn um að halda því fram að Buttigieg hefði nauðgað honum á meðan hann hefði ekki getað spornað gegn því vegna ölvunar. Þegar Advocate náði sambandi við Kelly sagðist hann ekki hafa stjórn á bloggsíðu þar sem ásökunin var birt né Twittersíðu í hans nafni sem notuð var til að dreifa ásökuninni. Þar að auki hafði David Wohl, faðir Jacob og lögmaður, endurtíst ásökuninni og var skrifað um hana á miðlum sem einkennast við samsæriskenningar.Kelly sagði þá Wohl og Burkman hafa sett sig í samband við hann og flutt hann til Washington DC með því yfirskyni að þeir hafi viljað ræða við hann sem samkynhneigðan Repúblikana. Í stað þess hafi „þeir“ einungis talað um Buttigieg og að þeir væru að vinna gegn honum. Þá birti Kelly færslu á Facebook þar sem hann sagði að enginn hefði brotið gegn honum og hann hefði ekki haldið því fram. Þá rifjar hann upp söguna í stuttu máli. „Ég vaknaði svo daginn eftir við að falskan Twitterreikning og bloggfærslu sem ég hvorki studdi né skrifaði,“ skrifar Kelly. Í annarri færslu segir hann að honum hafi borist morðhótanir og fjölskyldu hans hafi verið ógnað. Burkman greip til varna á Twitter í dag og sagði Kelly hafa skrifað undir yfirlýsingu um að ásökun hans væru réttmæt og hann hefði tekið þátt í opinberun hennar. Því til sönnunar birti hann mynd af umræddu skjali og mynd af Kelly halda á skilríkjum. Sú mynd á að hafa verið notuð til að stofna bloggsíðuna þar sem sagt var frá ásökuninni. Þá segir Burkman að eina ástæða þess að Kelly haldi þessu fram sé vegna þrýstings frá foreldrum hans og fjölmiðlum. Kelly sagði Advocate að Burkman og Wohl hefðu þvingað hann til að skrifa undir skjalið og sitja fyrir í myndatökunni. Hann hefði engu um það fengið ráðið og sagði augljóst á myndinni að hann hafi verið grátandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Burkman og Wohl eru bendlaði við athæfi sem þetta. Í fyrra reyndu þeir að greiða konum svo þær sökuðu Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um kynferðisbrot.1. Very first thing Hunter Kelly did is sign a statement attesting to his accusation 2. He was in full control of all public disclosures, even taking a selfie with his ID to confirm his identity to @MediumSupport MSM bullied him & his family into submission pic.twitter.com/myXPc1YegL — Jack Burkman (@Jack_Burkman) April 30, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Pete Buttigieg, borgarstjóri og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, var ranglega ásakaður um kynferðisbrot í síðustu viku. Svo virtist sem að 21 árs gamall háskólanemi hefði birt bloggfærslu á Medium þar sem hann sakaði Buttigieg um að hafa brotið gegn sér í febrúar. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að strákurinn, sem heitir Hunter Kelly, skrifaði ekki bloggið og segir það hafa verið gert í óþökk hans.Blaðamenn Daily Beast komu höndum yfir upptöku þar sem samsæriskenningasmiðurinn Jacob Wohl og Jack Burkman, málafylgjumaður íhaldsmanna, reyndu að fá unga íhaldsmenn til að gera falskar ásakanir gegn Buttigieg, sem er samkynhneigður. Á upptökunni mátti heyra þá Wohl og Burkman reyna að sannfæra manninn um að halda því fram að Buttigieg hefði nauðgað honum á meðan hann hefði ekki getað spornað gegn því vegna ölvunar. Þegar Advocate náði sambandi við Kelly sagðist hann ekki hafa stjórn á bloggsíðu þar sem ásökunin var birt né Twittersíðu í hans nafni sem notuð var til að dreifa ásökuninni. Þar að auki hafði David Wohl, faðir Jacob og lögmaður, endurtíst ásökuninni og var skrifað um hana á miðlum sem einkennast við samsæriskenningar.Kelly sagði þá Wohl og Burkman hafa sett sig í samband við hann og flutt hann til Washington DC með því yfirskyni að þeir hafi viljað ræða við hann sem samkynhneigðan Repúblikana. Í stað þess hafi „þeir“ einungis talað um Buttigieg og að þeir væru að vinna gegn honum. Þá birti Kelly færslu á Facebook þar sem hann sagði að enginn hefði brotið gegn honum og hann hefði ekki haldið því fram. Þá rifjar hann upp söguna í stuttu máli. „Ég vaknaði svo daginn eftir við að falskan Twitterreikning og bloggfærslu sem ég hvorki studdi né skrifaði,“ skrifar Kelly. Í annarri færslu segir hann að honum hafi borist morðhótanir og fjölskyldu hans hafi verið ógnað. Burkman greip til varna á Twitter í dag og sagði Kelly hafa skrifað undir yfirlýsingu um að ásökun hans væru réttmæt og hann hefði tekið þátt í opinberun hennar. Því til sönnunar birti hann mynd af umræddu skjali og mynd af Kelly halda á skilríkjum. Sú mynd á að hafa verið notuð til að stofna bloggsíðuna þar sem sagt var frá ásökuninni. Þá segir Burkman að eina ástæða þess að Kelly haldi þessu fram sé vegna þrýstings frá foreldrum hans og fjölmiðlum. Kelly sagði Advocate að Burkman og Wohl hefðu þvingað hann til að skrifa undir skjalið og sitja fyrir í myndatökunni. Hann hefði engu um það fengið ráðið og sagði augljóst á myndinni að hann hafi verið grátandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Burkman og Wohl eru bendlaði við athæfi sem þetta. Í fyrra reyndu þeir að greiða konum svo þær sökuðu Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um kynferðisbrot.1. Very first thing Hunter Kelly did is sign a statement attesting to his accusation 2. He was in full control of all public disclosures, even taking a selfie with his ID to confirm his identity to @MediumSupport MSM bullied him & his family into submission pic.twitter.com/myXPc1YegL — Jack Burkman (@Jack_Burkman) April 30, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira