Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2019 16:18 Dagur og félagar í borgarstjórn ætla að fækka bensínstöðvum innan borgarmarka um helming. Til stendur að fækka bensínstöðvum í Reykjavíkurborg um helming fyrir árið 2025. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti um þessar fyrirætlanir á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. „Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag meginlínur og samningsmarkmið í viðræður við olíufélögin með það að markmiði að fækka bensínstöðvum í borginni um helming,“ segir í færslu borgarstjóra.Rúmlega 20 bensínstöðvar hverfa Þar segir jafnframt að í staðinn fyrir benstöðvarnar komi íbúðauppbygging, hverfisverslanir eða önnur starfsemi á þessum oft frábærum lóðum. „Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari umbreytingu í samvinnu við borgina í græna átt. Loftslagsáætlun borgarinnar gerir ráð fyrir að stöðvunum verði fækkað um helming fyrir árið 2030 en nú brá svo við að borgarráði leist svo vel á uppleggið að það sameinaðist um að herða á markmiðinu og stefna á að ná því fyrir árið 2025,“ segir Dagur og bætir við: „Og allir með.“Ætla má að bensínstöðvar í Reykjavíkurborg séu vel á 50 talsins. „Árin 1983-2010 tvöfaldaðist fjöldi eldsneytisstöðvum í Reykjavík (úr 22 í 44) meðan íbúum borgarinnar fjölgaði aðeins um 35%.Einhugur í borgarstjórn. Vigdís segir fráleitt að leggja dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti í bílaflotanum.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÞað þýðir að íbúum á hverja stöð fækkaði um 35% svo að árið 2010 voru í Reykjavík 2.700 íbúar á hverja bensínstöð. Á Akureyri voru árið 2010 1.400 íbúar á hverja bensínstöð,“ segir á vef Félags Íslenskra bifreiðaeigenda. En þar er bent á að meðan bensínstöðvum á Bretlandseyjum fækkaði til muna fjölgaði þeim á Íslandi.Einhugur um málið Alger einhugur var í borgarstjórn um málið. Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borginni segir alla káta með þessa samþykkt. „Að sjálfsögðu. Það á ekki að vera að leggja einhverjar dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti á bílaflotanum. Næst á dagskrá er að fara í orkuskipti á skipaflotanum, þannig að þetta er bara „all in“ hjá okkur í Miðflokknum. enginn flokkur sem hugar jafn mikið að umhverfis- og auðlindarmálum og Miðflokkurinn,“ segir Vigdís. Hún bendir á að þetta hafi verið bitbein í gegnum tíðina; þegar bensínstöðvum hefur verið potað niður í gróin hverfi. „Dæmi um það er til dæmis bensínstöðin hjá Domus Medica sem mikil læti voru um.“ Bensín og olía Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Til stendur að fækka bensínstöðvum í Reykjavíkurborg um helming fyrir árið 2025. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti um þessar fyrirætlanir á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. „Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag meginlínur og samningsmarkmið í viðræður við olíufélögin með það að markmiði að fækka bensínstöðvum í borginni um helming,“ segir í færslu borgarstjóra.Rúmlega 20 bensínstöðvar hverfa Þar segir jafnframt að í staðinn fyrir benstöðvarnar komi íbúðauppbygging, hverfisverslanir eða önnur starfsemi á þessum oft frábærum lóðum. „Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þessari umbreytingu í samvinnu við borgina í græna átt. Loftslagsáætlun borgarinnar gerir ráð fyrir að stöðvunum verði fækkað um helming fyrir árið 2030 en nú brá svo við að borgarráði leist svo vel á uppleggið að það sameinaðist um að herða á markmiðinu og stefna á að ná því fyrir árið 2025,“ segir Dagur og bætir við: „Og allir með.“Ætla má að bensínstöðvar í Reykjavíkurborg séu vel á 50 talsins. „Árin 1983-2010 tvöfaldaðist fjöldi eldsneytisstöðvum í Reykjavík (úr 22 í 44) meðan íbúum borgarinnar fjölgaði aðeins um 35%.Einhugur í borgarstjórn. Vigdís segir fráleitt að leggja dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti í bílaflotanum.Fréttablaðið/Sigtryggur AriÞað þýðir að íbúum á hverja stöð fækkaði um 35% svo að árið 2010 voru í Reykjavík 2.700 íbúar á hverja bensínstöð. Á Akureyri voru árið 2010 1.400 íbúar á hverja bensínstöð,“ segir á vef Félags Íslenskra bifreiðaeigenda. En þar er bent á að meðan bensínstöðvum á Bretlandseyjum fækkaði til muna fjölgaði þeim á Íslandi.Einhugur um málið Alger einhugur var í borgarstjórn um málið. Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borginni segir alla káta með þessa samþykkt. „Að sjálfsögðu. Það á ekki að vera að leggja einhverjar dýrar og flottar lóðir undir bensínstöðvar þegar við erum að fara í orkuskipti á bílaflotanum. Næst á dagskrá er að fara í orkuskipti á skipaflotanum, þannig að þetta er bara „all in“ hjá okkur í Miðflokknum. enginn flokkur sem hugar jafn mikið að umhverfis- og auðlindarmálum og Miðflokkurinn,“ segir Vigdís. Hún bendir á að þetta hafi verið bitbein í gegnum tíðina; þegar bensínstöðvum hefur verið potað niður í gróin hverfi. „Dæmi um það er til dæmis bensínstöðin hjá Domus Medica sem mikil læti voru um.“
Bensín og olía Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira