Handbolti

Oddaleikur Hauka og ÍBV færður fram um hálftíma

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eyjamenn fjölmenntu á leik þrjú og munu væntanlega tæma eyjuna fyrir leik fimm.
Eyjamenn fjölmenntu á leik þrjú og munu væntanlega tæma eyjuna fyrir leik fimm. vísir/vilhelm
Haukar og ÍBV mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Olís-deildar karla í handbolta á laugardaginn en Eyjamenn jöfnuðu metin í 2-2 með 30-27 sigri í leik fjögur í gær.

Oddaleikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 17.00 en hefur verið færður fram um hálftíma og hefst því klukkan 16.30. Búast má við fullu húsi og gríðarlegri stemningu.

Nánast var fullt á þriðja leik liðanna Ásvöllum síðastliðinn sunnudag og má því búast við stappfullu húsi á laugardaginn en Eyjamenn munu vafalítið fjölmenna og þá er mæting Hauka ávallt góð.

Seinni bylgjan hefur upphitun sína á Stöð 2 Sport HD klukkan 15.45 á laugardaginn en sigurvegarinn á laugardaginn mætir Selfyssingum í lokaúrslitunum. Úrslitarimman hefst í næstu viku.

Leikir liðanna í einvígi Hauka og ÍBV hafa allir unnist á heimavelli en Haukar eru búnir að vinna tvo sannfærandi sigra á heimavelli og alls alla fjóra leiki sína á heimavelli í úrslitakeppninni til þessa.

Síðast þegar að liðin mættust í oddaleik á Ásvöllum höfðu Eyjamenn betur en það var úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn árið 2014.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×