Segir umræðu um þungunarrof á Alþingi engum til sóma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2019 20:19 Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. vísir/gva „Umræðan um málið á Alþingi er gengin út í algjörar öfgar og komin út í hreina vitleysu, engum til sóma“ Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, um umræðu sem þingmenn hafa staðið fyrir um þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra. Frumvarpið heimilar konum að rjúfa meðgöngu allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Jóhanna gerði grein fyrir skoðun sinni í stöðuuppfærslu á Facebook. „Einn þingmaður ásakar þá þingmenn sem tala fyrir auknum rétti að vilja drepa barn í móðurkviði, sem er vægast sagt afar ósmekklegt,“ skrifar Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, um að gæta orða sinna eftir að Inga lét eftirfarandi orð falla: „Það er markmiðið að þetta verði gert og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrra hrópum og gleðihljóðum, þegar við ætlum að taka hér ákvörðun um það að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði, og ég mun alltaf segja nei,“ Jóhönnu fannst orðræða stuðningsmanna frumvarpsins heldur ekki vera til eftirbreytni. „Annar ber sér á brjóst og segir þetta mesta kvenfrelsismál síðustu 100 árin sem er fjarstæða. Og sá þriðji spyr hver réttur fósturs sé til að erfa eignir, sem erfitt er að sjá að eigi erindi inn í umræðuna.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í ræðustól Alþingis að þingmenn stæðu frammi fyrir því að greiða atkvæði um eitt stærsta kvenfrelsismál Alþingis á öldinni. Hún sagði að þrátt fyrir að frumvarpið væri gríðarlegt fagnaðarefni afhjúpaði það raunverulega afstöðu nokkurra þingmanna til kvenna og sérfræðinga. Þá vildi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að frumvarpið yrði dregið til baka svo hægt yrði að fjalla nánar um málið, meðal annars á grundvelli lagalegra réttinda þeirra sem ekki hafa fæðst, rétt ófæddra barna til að erfa eignir foreldra sinna. Sjá frétt Stundarinnar um málið. Jóhanna segir að skynsamlegast væri að róa umræðuna og fresta málinu til næsta þings. „Vonandi verður þá mesta geðshræringin yfirstaðin og hægt að ræða málið af meiri yfirvegun“. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fer fram í næstu viku. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15 Þingforseti bað Ingu Sæland að gæta orða sinna í umræðu um þungunarrof Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku við þriðju umræðu á Alþingi í dag. 7. maí 2019 18:00 Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað. 7. maí 2019 15:51 Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
„Umræðan um málið á Alþingi er gengin út í algjörar öfgar og komin út í hreina vitleysu, engum til sóma“ Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, um umræðu sem þingmenn hafa staðið fyrir um þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra. Frumvarpið heimilar konum að rjúfa meðgöngu allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Jóhanna gerði grein fyrir skoðun sinni í stöðuuppfærslu á Facebook. „Einn þingmaður ásakar þá þingmenn sem tala fyrir auknum rétti að vilja drepa barn í móðurkviði, sem er vægast sagt afar ósmekklegt,“ skrifar Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, um að gæta orða sinna eftir að Inga lét eftirfarandi orð falla: „Það er markmiðið að þetta verði gert og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrra hrópum og gleðihljóðum, þegar við ætlum að taka hér ákvörðun um það að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði, og ég mun alltaf segja nei,“ Jóhönnu fannst orðræða stuðningsmanna frumvarpsins heldur ekki vera til eftirbreytni. „Annar ber sér á brjóst og segir þetta mesta kvenfrelsismál síðustu 100 árin sem er fjarstæða. Og sá þriðji spyr hver réttur fósturs sé til að erfa eignir, sem erfitt er að sjá að eigi erindi inn í umræðuna.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í ræðustól Alþingis að þingmenn stæðu frammi fyrir því að greiða atkvæði um eitt stærsta kvenfrelsismál Alþingis á öldinni. Hún sagði að þrátt fyrir að frumvarpið væri gríðarlegt fagnaðarefni afhjúpaði það raunverulega afstöðu nokkurra þingmanna til kvenna og sérfræðinga. Þá vildi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að frumvarpið yrði dregið til baka svo hægt yrði að fjalla nánar um málið, meðal annars á grundvelli lagalegra réttinda þeirra sem ekki hafa fæðst, rétt ófæddra barna til að erfa eignir foreldra sinna. Sjá frétt Stundarinnar um málið. Jóhanna segir að skynsamlegast væri að róa umræðuna og fresta málinu til næsta þings. „Vonandi verður þá mesta geðshræringin yfirstaðin og hægt að ræða málið af meiri yfirvegun“. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fer fram í næstu viku.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15 Þingforseti bað Ingu Sæland að gæta orða sinna í umræðu um þungunarrof Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku við þriðju umræðu á Alþingi í dag. 7. maí 2019 18:00 Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað. 7. maí 2019 15:51 Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15
Þingforseti bað Ingu Sæland að gæta orða sinna í umræðu um þungunarrof Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku við þriðju umræðu á Alþingi í dag. 7. maí 2019 18:00
Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað. 7. maí 2019 15:51
Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30
Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20