Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2019 07:59 Vincent Tan á leik Cardiff í maí í fyrra. Getty/Nathan Munkley Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Stofnandi fjárfestingafélagsins er malasíski viðskiptajöfurinn Vincent Tan, eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City. Icelandair ákvað í maí í fyrra að hefja söluferli á Icelandair Hotels og fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum. Mun Icelandair nú selja 80% hlut sinn í félaginu og halda eftir fimmtungshlut í því, að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins. Í byrjun apríl var greint frá því að viðræður um sölu á hótelkeðjunni væru á lokastigi en ekki var þó gefið upp við hvern Icelandair Group ætti í viðræðum við. Icelandair Hotels reka hótelin Reykjavík Natura, Reykjavík Marina og hótel á Akureyri, Flúðum, Vík, Mývatni, Borgarnesi og í Héraði. Í febrúar var greint frá því að dótturfélag Berjaya Corporations væri að ganga frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Heildarvirði þess samnings nemur tæplega 14 milljónum dala eða jafnvirði um 1.670 milljóna króna. Ferðamennska á Íslandi Icelandair Tengdar fréttir Sala Icelandair Hotels á lokastigi Icelandair Group stefnir á að eiga áfram 20 prósent hlut í dótturfélagi þess, Icelandair Hotels, sem nú er í söluferli. Ákveðið hefur verið að ganga til lokasamningaviðræðna um sölu á hótelkeðjunni. 3. apríl 2019 16:07 Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51 Tilboðum í Icelandair Hotels skilað í vikulok Fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins á Icelandair Hotels, dótturfélagi Icelandair Group, hafa frest fram til 1. mars næstkomandi til að skila inn skuldbindandi tilboðum í hótelkeðjuna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 27. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Stofnandi fjárfestingafélagsins er malasíski viðskiptajöfurinn Vincent Tan, eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City. Icelandair ákvað í maí í fyrra að hefja söluferli á Icelandair Hotels og fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum. Mun Icelandair nú selja 80% hlut sinn í félaginu og halda eftir fimmtungshlut í því, að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins. Í byrjun apríl var greint frá því að viðræður um sölu á hótelkeðjunni væru á lokastigi en ekki var þó gefið upp við hvern Icelandair Group ætti í viðræðum við. Icelandair Hotels reka hótelin Reykjavík Natura, Reykjavík Marina og hótel á Akureyri, Flúðum, Vík, Mývatni, Borgarnesi og í Héraði. Í febrúar var greint frá því að dótturfélag Berjaya Corporations væri að ganga frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Heildarvirði þess samnings nemur tæplega 14 milljónum dala eða jafnvirði um 1.670 milljóna króna.
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Tengdar fréttir Sala Icelandair Hotels á lokastigi Icelandair Group stefnir á að eiga áfram 20 prósent hlut í dótturfélagi þess, Icelandair Hotels, sem nú er í söluferli. Ákveðið hefur verið að ganga til lokasamningaviðræðna um sölu á hótelkeðjunni. 3. apríl 2019 16:07 Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51 Tilboðum í Icelandair Hotels skilað í vikulok Fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins á Icelandair Hotels, dótturfélagi Icelandair Group, hafa frest fram til 1. mars næstkomandi til að skila inn skuldbindandi tilboðum í hótelkeðjuna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 27. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Sala Icelandair Hotels á lokastigi Icelandair Group stefnir á að eiga áfram 20 prósent hlut í dótturfélagi þess, Icelandair Hotels, sem nú er í söluferli. Ákveðið hefur verið að ganga til lokasamningaviðræðna um sölu á hótelkeðjunni. 3. apríl 2019 16:07
Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51
Tilboðum í Icelandair Hotels skilað í vikulok Fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins á Icelandair Hotels, dótturfélagi Icelandair Group, hafa frest fram til 1. mars næstkomandi til að skila inn skuldbindandi tilboðum í hótelkeðjuna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 27. febrúar 2019 08:30