Umtalsvert bakslag en ennþá afgangur Elvar Orri Hreinsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Það gefur augaleið að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar munu dragast talsvert saman í ár í ljósi gjaldþrots WOW air og þeirrar fækkunar ferðamanna sem útlit er fyrir á þessu ári. Við það bætist svo loðnubrestur sem þegar hefur haft víðtæk áhrif í íslenskum sjávarútvegi, sér í lagi þeim hluta geirans sem snýr að uppsjávarvinnslu. Þetta getur leitt til þess að afgangur af utanríkisviðskiptum, sem nam rúmum 80 milljörðum króna á síðastliðnu ári, verður lítill sem enginn nú í ár. Það er engu að síður magnaður vitnisburður um styrkar stoðir hagkerfisins að þrátt fyrir bakslag í tveimur þungavigtaráhrifaþáttum í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins sjáum við enn fram á mögulegan afgang af utanríkisviðskiptum í lok árs. Við búum því við mun fjölþættari undirstöður í gjaldeyrissköpun en á árum áður. Þannig byggja utanríkisviðskipti á umtalsvert heilbrigðari grunni um þessar mundir en til dæmis á árunum í aðdraganda efnahagsáfallsins, þegar viðvarandi halli á utanríkisviðskiptum hafði skapað mikinn þrýsting á veikingu krónunnar sem varð svo raunin. Þar fyrir utan er hrein eignastaða hagkerfisins jákvæð um þessar mundir sem er algjör nýlunda en sögulega hefur hún verið neikvæð um einhverja tugi prósenta af landsframleiðslu. Seðlabankinn hefur úr myndarlegum gjaldeyrisforða að spila til að afstýra gengishruni vegna tímabundins fjármagnsflótta og hefur bankinn sýnt að hann er tilbúinn til að beita inngripum við slíkar aðstæður. Þá ætti áhugi erlendra fjárfesta á Íslandi að vera nægur til að vega upp það útflæði sem verður vegna fjárfestinga lífeyrissjóðanna utan landsteinanna. Hvaða skoðun sem við kunnum að hafa á núverandi gildum krónunnar og hvort hún sé of veik eða of sterk ætti þetta í það minnsta að auka líkur á stöðugleika gjaldmiðils okkar litið fram á við og það eitt og sér er okkur öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Það gefur augaleið að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar munu dragast talsvert saman í ár í ljósi gjaldþrots WOW air og þeirrar fækkunar ferðamanna sem útlit er fyrir á þessu ári. Við það bætist svo loðnubrestur sem þegar hefur haft víðtæk áhrif í íslenskum sjávarútvegi, sér í lagi þeim hluta geirans sem snýr að uppsjávarvinnslu. Þetta getur leitt til þess að afgangur af utanríkisviðskiptum, sem nam rúmum 80 milljörðum króna á síðastliðnu ári, verður lítill sem enginn nú í ár. Það er engu að síður magnaður vitnisburður um styrkar stoðir hagkerfisins að þrátt fyrir bakslag í tveimur þungavigtaráhrifaþáttum í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins sjáum við enn fram á mögulegan afgang af utanríkisviðskiptum í lok árs. Við búum því við mun fjölþættari undirstöður í gjaldeyrissköpun en á árum áður. Þannig byggja utanríkisviðskipti á umtalsvert heilbrigðari grunni um þessar mundir en til dæmis á árunum í aðdraganda efnahagsáfallsins, þegar viðvarandi halli á utanríkisviðskiptum hafði skapað mikinn þrýsting á veikingu krónunnar sem varð svo raunin. Þar fyrir utan er hrein eignastaða hagkerfisins jákvæð um þessar mundir sem er algjör nýlunda en sögulega hefur hún verið neikvæð um einhverja tugi prósenta af landsframleiðslu. Seðlabankinn hefur úr myndarlegum gjaldeyrisforða að spila til að afstýra gengishruni vegna tímabundins fjármagnsflótta og hefur bankinn sýnt að hann er tilbúinn til að beita inngripum við slíkar aðstæður. Þá ætti áhugi erlendra fjárfesta á Íslandi að vera nægur til að vega upp það útflæði sem verður vegna fjárfestinga lífeyrissjóðanna utan landsteinanna. Hvaða skoðun sem við kunnum að hafa á núverandi gildum krónunnar og hvort hún sé of veik eða of sterk ætti þetta í það minnsta að auka líkur á stöðugleika gjaldmiðils okkar litið fram á við og það eitt og sér er okkur öllum til hagsbóta.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun