Aðeins fimm daga bið eftir greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Sveinn Arnarsson skrifar 8. maí 2019 08:00 Ekki er bið á því að komast í greiningu hjá Krabbameinsfélaginu. Aðeins fimm daga tekur að lesa úr röntgenmyndum í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það í takt við evrópskar leiðbeiningar þar um. Á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag var fjallað um skort á röntgenlæknum við skimun eftir brjóstakrabbameinum. Eftir umfjöllun blaðsins bárust Krabbameinsfélaginu ábendingar um að skilja mætti greinina svo að vegna skorts á læknum væru tafir á myndgreiningu, það er úrlestri röntgenmynda eftir skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Rétt er að árétta að svo er alls ekki heldur liggja niðurstöður röntgenmynda sem teknar eru við skimanir fyrir brjóstakrabbameini að jafnaði fyrir innan fimm daga frá því að skimun fer fram,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. „Ef niðurstöður röntgenmynda benda til að eitthvað krefjist frekari skoðunar er konum vísað í svokallaða sérskoðun af brjóstum, sem felst oftast í ómskoðun og eða ástungu.“ Því er ekki svo að bið sé eftir þjónustunni frá Krabbameinsfélaginu. Að jafnaði er um 4 prósentum kvenna vísað í sérskoðun í framhaldi af skimun. Biðtími eftir þeirri skoðun var á tímabili allt of langur, eftir að framkvæmd skoðananna færðist til Landspítala þann 1. janúar 2017. „Til að vinna niður biðlista hefur spítalinn endurtekið ráðið lækna að utan tímabundið. Ráðstafanir spítalans hafa gert það að verkum að biðtími eftir sérskoðunum hefur styst en enn þarf að bæta í til að biðin sé ekki lengri en tvær vikur eins og kveðið er á um í evrópskum leiðbeiningum,“ segir Halla enn fremur. „Ljóst er að finna þarf leiðir sem duga til þess að biðtími sé alltaf innan ásættanlegra marka og ekki verði til biðlisti sem krefst sérstaks átaks að ná niður.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Aðeins fimm daga tekur að lesa úr röntgenmyndum í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það í takt við evrópskar leiðbeiningar þar um. Á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag var fjallað um skort á röntgenlæknum við skimun eftir brjóstakrabbameinum. Eftir umfjöllun blaðsins bárust Krabbameinsfélaginu ábendingar um að skilja mætti greinina svo að vegna skorts á læknum væru tafir á myndgreiningu, það er úrlestri röntgenmynda eftir skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Rétt er að árétta að svo er alls ekki heldur liggja niðurstöður röntgenmynda sem teknar eru við skimanir fyrir brjóstakrabbameini að jafnaði fyrir innan fimm daga frá því að skimun fer fram,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. „Ef niðurstöður röntgenmynda benda til að eitthvað krefjist frekari skoðunar er konum vísað í svokallaða sérskoðun af brjóstum, sem felst oftast í ómskoðun og eða ástungu.“ Því er ekki svo að bið sé eftir þjónustunni frá Krabbameinsfélaginu. Að jafnaði er um 4 prósentum kvenna vísað í sérskoðun í framhaldi af skimun. Biðtími eftir þeirri skoðun var á tímabili allt of langur, eftir að framkvæmd skoðananna færðist til Landspítala þann 1. janúar 2017. „Til að vinna niður biðlista hefur spítalinn endurtekið ráðið lækna að utan tímabundið. Ráðstafanir spítalans hafa gert það að verkum að biðtími eftir sérskoðunum hefur styst en enn þarf að bæta í til að biðin sé ekki lengri en tvær vikur eins og kveðið er á um í evrópskum leiðbeiningum,“ segir Halla enn fremur. „Ljóst er að finna þarf leiðir sem duga til þess að biðtími sé alltaf innan ásættanlegra marka og ekki verði til biðlisti sem krefst sérstaks átaks að ná niður.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira