Arnar Birkir Hálfdánsson fór á kostum í Íslendingaslag er SönderjyskE vann eins marks sigur á THH Holstebro, 29-28, í danska boltanum í kvöld.
Vignir Svavarsson og félagar í TTH voru einu marki yfir í hálfleik, 15-14, en sigurmark SönderjyskE skoraði sigurmarkið 22 sekúndum fyrir leikslok. Það gerði markmaður liðsins.
Arnar Birkir skoraði átta mörk út tíu skotum en auk þess gaf hann þrjár stoðsendingar. Vignir Svavarsson skoraði eitt mark úr sínu eina skoti.
SönderjyskE er í þriðja sætinu með fjögur stig í riðli eitt í úrslitakeppninni en Holstebro er á botni riðilsins, fjórða sætinu, með þrjú stig.
Ólíklegt er að þessi lið fari í undanúrslitin en tvö efstu liðin úr hvorum riðli fara í undanúrslit.
Stórleikur Arnars í spennutrylltum Íslendingaslag
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn




„Sé þá ekki vinna í ár“
Íslenski boltinn

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar
Íslenski boltinn

Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
