Sökk á nokkrum mínútum úti fyrir Hvammstanga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2019 13:00 Liðsmenn úr björgunarsveitinni Húnum sem björguðu mönnum úr sjónum við Hvammstanga. Björgunarfélagið Blanda Mannbjörg varð þegar bátur sökk úti fyrir Hvammstanga í nótt . Varaformaður björgunarsveitarinnar Húna segir að ekki hefði mátt tæpara standa en báturinn sökk skömmu eftir að sveitin kom að. Þrír bátsverjar voru komnir í flotgalla og var bjargað úr sjónum. Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var boðuð út um hálfjögur í nótt vegna vélavana báts sem var staddur um tvær sjómílur úti fyrir bænum. Um borð voru þrír menn. Kristján Svavar Guðmundsson er varaformaður Húna á Hvammstanga. „Tíu mínútum seinna fáum við aftur símtal frá Neyðarlínunni um að þeir séu komnir í galla og kominn mikill leki, þannig að við hendumst af stað. Björgunarbáturinn okkar var kominn í sjóinn og svo þegar við komum að þá er báturinn orðinn rammsíginn. Komið gat á stefnið á honum og stuttu síðar var hann kominn á hliðina og á leiðinni niður. Það mátti ekki tæpara standa. Mennirnir voru náttúrulega í góðum málum og voru í galla. Planið hafði verið að ná bátnum í höfnina en það hafðist ekki. Báturinn sökk í raun þarna alveg við höfnina á nokkrum mínútum,“ segir Kristján. Skipstjórinn varð var við að slinkur kom á bátinn í innsiglingunni að Hvammstanga. „Hann hefur mögulega rekist á sker eða eitthvað og ætlaði að reyna að komast inn en hafði það ekki alla leið,“ segir Kristján. Kristján segir að mennirnir þrír sem bjargað var úr sjónum hafi verið í góðu standi og farið beint heim eftir björgunina. „Þeir voru hvorki kaldir né hraktir, voru náttúrulega komnir í galla en í sjokki eins og við er að búast,“ segir hann. Kristján Svavar Guðmundsson þakkar einnig Slysavarnarskóla sjómanna að ekki fór verr en mennirnir voru vel búnir og vissu hvað þeir voru að gera að hans sögn. Björgunarsveitir Húnaþing vestra Samgönguslys Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Mannbjörg varð þegar bátur sökk úti fyrir Hvammstanga í nótt . Varaformaður björgunarsveitarinnar Húna segir að ekki hefði mátt tæpara standa en báturinn sökk skömmu eftir að sveitin kom að. Þrír bátsverjar voru komnir í flotgalla og var bjargað úr sjónum. Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var boðuð út um hálfjögur í nótt vegna vélavana báts sem var staddur um tvær sjómílur úti fyrir bænum. Um borð voru þrír menn. Kristján Svavar Guðmundsson er varaformaður Húna á Hvammstanga. „Tíu mínútum seinna fáum við aftur símtal frá Neyðarlínunni um að þeir séu komnir í galla og kominn mikill leki, þannig að við hendumst af stað. Björgunarbáturinn okkar var kominn í sjóinn og svo þegar við komum að þá er báturinn orðinn rammsíginn. Komið gat á stefnið á honum og stuttu síðar var hann kominn á hliðina og á leiðinni niður. Það mátti ekki tæpara standa. Mennirnir voru náttúrulega í góðum málum og voru í galla. Planið hafði verið að ná bátnum í höfnina en það hafðist ekki. Báturinn sökk í raun þarna alveg við höfnina á nokkrum mínútum,“ segir Kristján. Skipstjórinn varð var við að slinkur kom á bátinn í innsiglingunni að Hvammstanga. „Hann hefur mögulega rekist á sker eða eitthvað og ætlaði að reyna að komast inn en hafði það ekki alla leið,“ segir Kristján. Kristján segir að mennirnir þrír sem bjargað var úr sjónum hafi verið í góðu standi og farið beint heim eftir björgunina. „Þeir voru hvorki kaldir né hraktir, voru náttúrulega komnir í galla en í sjokki eins og við er að búast,“ segir hann. Kristján Svavar Guðmundsson þakkar einnig Slysavarnarskóla sjómanna að ekki fór verr en mennirnir voru vel búnir og vissu hvað þeir voru að gera að hans sögn.
Björgunarsveitir Húnaþing vestra Samgönguslys Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira