Plastpokabann samþykkt á Alþingi Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2019 18:48 Plast hverfur ekki eða eyðist við náttúrulegt niðurbrot heldur brotnar það í smærri einingar og verður á endanum að örplasti. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti í dag frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um bann á einnota plastpokum. Lögin munu taka gildi þann fyrsta júlí og verður þá óheimilt að afhenda alla burðarpoka, þar með talið burðarpoka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun. Frá og með 1. janúar 2021 verður síðan alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. Enn verður þó hægt að kaupa burðarpoka, ruslapoka og aðra poka í hillum verslana. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, sjö sátu hjá og þrettán voru fjarverandi. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins en frumvarp Guðmundar Inga gengur þó lengra en lágmarkskröfur tilskipunarinnar gera ráð fyrir.Fyrst var sagt frá samþykktinni á vef Fréttablaðsins.Sjá einnig: Bann við plastpokum liður í stærri aðgerðPlast hverfur ekki eða eyðist við náttúrulegt niðurbrot heldur brotnar það í smærri einingar og verður á endanum að örplasti. Venjulegur burðarplastpoki sem fæst meðal annars í matvöruverslunum tekur um 1.000 ár að brotna niður og eru um tvær milljónir slíkra poka notaðir á hverri mínútu í heiminum. Talið er að hver plastpoki sé notaður að meðaltali í um 12 mínútur. Örplastið sem brotnar niður fer svo út í umhverfið og inn í hringrás lífsins.Sjá einnig: Verslunarfólk fagnar dauðadómi plastpokaSambærileg bönn hafa verið sett á víða um heim á undanförnum árum. Hér á landi hefur sölu einnota burðarpoka verið hætt víða í verslunum. Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Segir atvinnurekendur vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. 31. janúar 2019 12:15 Bann við plastpokum liður í stærri aðgerð Frumvarp um bann á burðarplastpokum hefur verið kynnt. Viðskiptavinir matvöruverslana þurfa að finna nýjar leiðir til að bera vörur sínar heim. Skref í átt að minnkun notkunar á einnota plasti hér á landi, enda eflaust kominn tími til. 7. febrúar 2019 07:00 Hætta að gefa börnum gjafir úr plasti Íslandsbanki hyggst hætta að gefa börnum gjafavörur úr plasti nú á vormánuðum til að sporna við mengun og sóun, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 1. apríl 2019 10:54 Minna einnota og meira fjölnota Í Háskóla Íslands hefur tekist vel að innleiða ýmsar aðgerðir sem miða að því að minnka notkun einnota plasts og nota fjölnota í auknum mæli. Í Hámu hefur tekist að minnka sölu á einnota matarboxum og drykkjarmálum. Næst á dagskrá eru kaffibollarnir. 7. febrúar 2019 12:30 Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um bann á einnota plastpokum. Lögin munu taka gildi þann fyrsta júlí og verður þá óheimilt að afhenda alla burðarpoka, þar með talið burðarpoka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun. Frá og með 1. janúar 2021 verður síðan alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. Enn verður þó hægt að kaupa burðarpoka, ruslapoka og aðra poka í hillum verslana. 43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, sjö sátu hjá og þrettán voru fjarverandi. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins en frumvarp Guðmundar Inga gengur þó lengra en lágmarkskröfur tilskipunarinnar gera ráð fyrir.Fyrst var sagt frá samþykktinni á vef Fréttablaðsins.Sjá einnig: Bann við plastpokum liður í stærri aðgerðPlast hverfur ekki eða eyðist við náttúrulegt niðurbrot heldur brotnar það í smærri einingar og verður á endanum að örplasti. Venjulegur burðarplastpoki sem fæst meðal annars í matvöruverslunum tekur um 1.000 ár að brotna niður og eru um tvær milljónir slíkra poka notaðir á hverri mínútu í heiminum. Talið er að hver plastpoki sé notaður að meðaltali í um 12 mínútur. Örplastið sem brotnar niður fer svo út í umhverfið og inn í hringrás lífsins.Sjá einnig: Verslunarfólk fagnar dauðadómi plastpokaSambærileg bönn hafa verið sett á víða um heim á undanförnum árum. Hér á landi hefur sölu einnota burðarpoka verið hætt víða í verslunum.
Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Segir atvinnurekendur vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. 31. janúar 2019 12:15 Bann við plastpokum liður í stærri aðgerð Frumvarp um bann á burðarplastpokum hefur verið kynnt. Viðskiptavinir matvöruverslana þurfa að finna nýjar leiðir til að bera vörur sínar heim. Skref í átt að minnkun notkunar á einnota plasti hér á landi, enda eflaust kominn tími til. 7. febrúar 2019 07:00 Hætta að gefa börnum gjafir úr plasti Íslandsbanki hyggst hætta að gefa börnum gjafavörur úr plasti nú á vormánuðum til að sporna við mengun og sóun, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 1. apríl 2019 10:54 Minna einnota og meira fjölnota Í Háskóla Íslands hefur tekist vel að innleiða ýmsar aðgerðir sem miða að því að minnka notkun einnota plasts og nota fjölnota í auknum mæli. Í Hámu hefur tekist að minnka sölu á einnota matarboxum og drykkjarmálum. Næst á dagskrá eru kaffibollarnir. 7. febrúar 2019 12:30 Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Segir atvinnurekendur vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. 31. janúar 2019 12:15
Bann við plastpokum liður í stærri aðgerð Frumvarp um bann á burðarplastpokum hefur verið kynnt. Viðskiptavinir matvöruverslana þurfa að finna nýjar leiðir til að bera vörur sínar heim. Skref í átt að minnkun notkunar á einnota plasti hér á landi, enda eflaust kominn tími til. 7. febrúar 2019 07:00
Hætta að gefa börnum gjafir úr plasti Íslandsbanki hyggst hætta að gefa börnum gjafavörur úr plasti nú á vormánuðum til að sporna við mengun og sóun, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 1. apríl 2019 10:54
Minna einnota og meira fjölnota Í Háskóla Íslands hefur tekist vel að innleiða ýmsar aðgerðir sem miða að því að minnka notkun einnota plasts og nota fjölnota í auknum mæli. Í Hámu hefur tekist að minnka sölu á einnota matarboxum og drykkjarmálum. Næst á dagskrá eru kaffibollarnir. 7. febrúar 2019 12:30
Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45
Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30