„Þetta er ekki dulbúið“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. maí 2019 16:38 Upplýsingafulltrúi Toyota segir af og frá að samstarf Toyota og Páls Óskars sé dulbúið. „Þetta er ekkert dulbúið, það vita allir að hann er ekki venjulegur bílkaupandi að auglýsa að hann hafi verið að fá sér bíl. Það er ákveðið samstarf okkar á milli,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, um mynd sem tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson birti af sér á samfélagsmiðlum. Þar stendur Páll Óskar, klæddur í rauð föt, við hliðina á nýrri rauðri Toyotu sem hann fékk hjá Toyota-umboði Íslands.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í dag að Neytendastofu hefði borist ábendingar um að hugsanlega sé birting myndarinnar dulin auglýsing. Páll Þorsteinsson segir Toyota-umboðið með viðskiptasamning við Páls Óskar sem leigir hjá þeim bíl og vinnur fyrir umboðið. „Við erum búin að eiga farsælt samstarf í einhver fjögur ár,“ segir Páll Þorsteinsson. Á myndinni sem Páll Óskar er ekki tekið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða, líkt og Neytendastofa hefur áður úrskurðað um. Er vert að minnast máls bílaumboðs Heklu og tónlistarmannsins Emmsjé Gauta. Neytendastofa lagði blátt bann við „duldum“ Audi-auglýsingum umboðsins og Emmsjé Gauta því ekki kom skýrt fram að um auglýsingu væri að ræða.Líkt og Emmsjé Gauti benti á þá fannst honum fremur augljóst að um auglýsingu væri að ræða þó svo að það væri ekki sagt með beinum hætti.Augljós auglýsing Það sama segir Páll Þorsteinsson hjá Toyota. Hann telur að það sé nokkuð augljóst að myndbirting Páls Óskar sé auglýsing en hvergi er þó tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Páll Þorsteinsson segir sjálfsagt að bæta úr því ef athugasemdir berast frá Neytendastofu. Páll Óskar hélt tónleika hjá bílaumboði Toyota á laugardag þar sem hundruð létu sjá sig og ók hann síðan í burtu á nýrri Toyotu. Voru þessir tónleikar vel auglýstir í fjölmiðlum og fór ekki á milli mála að Páll væri í samstarfi við Toyota. Páll Þorsteinsson segir Neytendastofu hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig auglýsingum skuli hagað á samfélagsmiðlum. „Og eru í góðri trú að hugsa um hag neytenda,“ segir Páll Þorsteinsson. „Ég hef ekkert við það að athuga.“ Aðspurður hvort að Toyota sé að reyna að blekkja neytendur með þessari myndbirtingu svarar Páll: „Ég veit ekki hvernig það væri hægt. Það hefur verið stundað tugum árum saman að einstaklingar eru fulltrúar vörumerkja.“ Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
„Þetta er ekkert dulbúið, það vita allir að hann er ekki venjulegur bílkaupandi að auglýsa að hann hafi verið að fá sér bíl. Það er ákveðið samstarf okkar á milli,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, um mynd sem tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson birti af sér á samfélagsmiðlum. Þar stendur Páll Óskar, klæddur í rauð föt, við hliðina á nýrri rauðri Toyotu sem hann fékk hjá Toyota-umboði Íslands.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í dag að Neytendastofu hefði borist ábendingar um að hugsanlega sé birting myndarinnar dulin auglýsing. Páll Þorsteinsson segir Toyota-umboðið með viðskiptasamning við Páls Óskar sem leigir hjá þeim bíl og vinnur fyrir umboðið. „Við erum búin að eiga farsælt samstarf í einhver fjögur ár,“ segir Páll Þorsteinsson. Á myndinni sem Páll Óskar er ekki tekið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða, líkt og Neytendastofa hefur áður úrskurðað um. Er vert að minnast máls bílaumboðs Heklu og tónlistarmannsins Emmsjé Gauta. Neytendastofa lagði blátt bann við „duldum“ Audi-auglýsingum umboðsins og Emmsjé Gauta því ekki kom skýrt fram að um auglýsingu væri að ræða.Líkt og Emmsjé Gauti benti á þá fannst honum fremur augljóst að um auglýsingu væri að ræða þó svo að það væri ekki sagt með beinum hætti.Augljós auglýsing Það sama segir Páll Þorsteinsson hjá Toyota. Hann telur að það sé nokkuð augljóst að myndbirting Páls Óskar sé auglýsing en hvergi er þó tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Páll Þorsteinsson segir sjálfsagt að bæta úr því ef athugasemdir berast frá Neytendastofu. Páll Óskar hélt tónleika hjá bílaumboði Toyota á laugardag þar sem hundruð létu sjá sig og ók hann síðan í burtu á nýrri Toyotu. Voru þessir tónleikar vel auglýstir í fjölmiðlum og fór ekki á milli mála að Páll væri í samstarfi við Toyota. Páll Þorsteinsson segir Neytendastofu hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig auglýsingum skuli hagað á samfélagsmiðlum. „Og eru í góðri trú að hugsa um hag neytenda,“ segir Páll Þorsteinsson. „Ég hef ekkert við það að athuga.“ Aðspurður hvort að Toyota sé að reyna að blekkja neytendur með þessari myndbirtingu svarar Páll: „Ég veit ekki hvernig það væri hægt. Það hefur verið stundað tugum árum saman að einstaklingar eru fulltrúar vörumerkja.“
Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira