„Þetta er ekki dulbúið“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. maí 2019 16:38 Upplýsingafulltrúi Toyota segir af og frá að samstarf Toyota og Páls Óskars sé dulbúið. „Þetta er ekkert dulbúið, það vita allir að hann er ekki venjulegur bílkaupandi að auglýsa að hann hafi verið að fá sér bíl. Það er ákveðið samstarf okkar á milli,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, um mynd sem tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson birti af sér á samfélagsmiðlum. Þar stendur Páll Óskar, klæddur í rauð föt, við hliðina á nýrri rauðri Toyotu sem hann fékk hjá Toyota-umboði Íslands.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í dag að Neytendastofu hefði borist ábendingar um að hugsanlega sé birting myndarinnar dulin auglýsing. Páll Þorsteinsson segir Toyota-umboðið með viðskiptasamning við Páls Óskar sem leigir hjá þeim bíl og vinnur fyrir umboðið. „Við erum búin að eiga farsælt samstarf í einhver fjögur ár,“ segir Páll Þorsteinsson. Á myndinni sem Páll Óskar er ekki tekið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða, líkt og Neytendastofa hefur áður úrskurðað um. Er vert að minnast máls bílaumboðs Heklu og tónlistarmannsins Emmsjé Gauta. Neytendastofa lagði blátt bann við „duldum“ Audi-auglýsingum umboðsins og Emmsjé Gauta því ekki kom skýrt fram að um auglýsingu væri að ræða.Líkt og Emmsjé Gauti benti á þá fannst honum fremur augljóst að um auglýsingu væri að ræða þó svo að það væri ekki sagt með beinum hætti.Augljós auglýsing Það sama segir Páll Þorsteinsson hjá Toyota. Hann telur að það sé nokkuð augljóst að myndbirting Páls Óskar sé auglýsing en hvergi er þó tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Páll Þorsteinsson segir sjálfsagt að bæta úr því ef athugasemdir berast frá Neytendastofu. Páll Óskar hélt tónleika hjá bílaumboði Toyota á laugardag þar sem hundruð létu sjá sig og ók hann síðan í burtu á nýrri Toyotu. Voru þessir tónleikar vel auglýstir í fjölmiðlum og fór ekki á milli mála að Páll væri í samstarfi við Toyota. Páll Þorsteinsson segir Neytendastofu hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig auglýsingum skuli hagað á samfélagsmiðlum. „Og eru í góðri trú að hugsa um hag neytenda,“ segir Páll Þorsteinsson. „Ég hef ekkert við það að athuga.“ Aðspurður hvort að Toyota sé að reyna að blekkja neytendur með þessari myndbirtingu svarar Páll: „Ég veit ekki hvernig það væri hægt. Það hefur verið stundað tugum árum saman að einstaklingar eru fulltrúar vörumerkja.“ Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
„Þetta er ekkert dulbúið, það vita allir að hann er ekki venjulegur bílkaupandi að auglýsa að hann hafi verið að fá sér bíl. Það er ákveðið samstarf okkar á milli,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, um mynd sem tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson birti af sér á samfélagsmiðlum. Þar stendur Páll Óskar, klæddur í rauð föt, við hliðina á nýrri rauðri Toyotu sem hann fékk hjá Toyota-umboði Íslands.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í dag að Neytendastofu hefði borist ábendingar um að hugsanlega sé birting myndarinnar dulin auglýsing. Páll Þorsteinsson segir Toyota-umboðið með viðskiptasamning við Páls Óskar sem leigir hjá þeim bíl og vinnur fyrir umboðið. „Við erum búin að eiga farsælt samstarf í einhver fjögur ár,“ segir Páll Þorsteinsson. Á myndinni sem Páll Óskar er ekki tekið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða, líkt og Neytendastofa hefur áður úrskurðað um. Er vert að minnast máls bílaumboðs Heklu og tónlistarmannsins Emmsjé Gauta. Neytendastofa lagði blátt bann við „duldum“ Audi-auglýsingum umboðsins og Emmsjé Gauta því ekki kom skýrt fram að um auglýsingu væri að ræða.Líkt og Emmsjé Gauti benti á þá fannst honum fremur augljóst að um auglýsingu væri að ræða þó svo að það væri ekki sagt með beinum hætti.Augljós auglýsing Það sama segir Páll Þorsteinsson hjá Toyota. Hann telur að það sé nokkuð augljóst að myndbirting Páls Óskar sé auglýsing en hvergi er þó tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Páll Þorsteinsson segir sjálfsagt að bæta úr því ef athugasemdir berast frá Neytendastofu. Páll Óskar hélt tónleika hjá bílaumboði Toyota á laugardag þar sem hundruð létu sjá sig og ók hann síðan í burtu á nýrri Toyotu. Voru þessir tónleikar vel auglýstir í fjölmiðlum og fór ekki á milli mála að Páll væri í samstarfi við Toyota. Páll Þorsteinsson segir Neytendastofu hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig auglýsingum skuli hagað á samfélagsmiðlum. „Og eru í góðri trú að hugsa um hag neytenda,“ segir Páll Þorsteinsson. „Ég hef ekkert við það að athuga.“ Aðspurður hvort að Toyota sé að reyna að blekkja neytendur með þessari myndbirtingu svarar Páll: „Ég veit ekki hvernig það væri hægt. Það hefur verið stundað tugum árum saman að einstaklingar eru fulltrúar vörumerkja.“
Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira