Þungunarrofsfrumvarpið afgreitt úr nefnd í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2019 15:25 Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun og verður tekið til þriðju umræðu. Lagt var til á fundi nefndarinnar að boðaðir yrðu fleiri gestir til að ræða frumvarpið, m.a. landlæknir að nýju, en beiðnirnar nutu ekki stuðnings meirihluta nefndarinnar. Frumvarpið, sem snýr m.a. að því að heimila þungunarrof fram að lokum 22. viku óháð því hvaða aðstæður liggja að baki vilja kvenna, var samþykkt á Alþingi að lokinni 2. umræðu síðdegis á föstudag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, óskaði þó eftir því í ræðu sinni á fimmtudag að málið færi aftur til velferðarnefndar að lokinni 2. umræðu þingsins en sem nefndarmaður á hún rétt á því. Málið var því áfram rætt á fundi nefndarinnar í dag en sjálf mætti Anna Kolbrún þó ekki á fundinn. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segir í samtali við Vísi að á fundinum hafi verið lagðar fram beiðnir um gesti til að koma og ræða frumvarpið betur en ekki hafi verið stuðningur fyrir því í nefndinni. „Nefndin taldi að ekkert nýtt hefði komið fram sem kallaði á frekari gestakomur,“ segir Halldóra. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson, aðalmaður í velferðarnefnd og þingmaður Flokks fólksins, hefur lagst gegn frumvarpinu. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi óskað eftir því á fundinum að landlæknir kæmi aftur og ræddi frumvarpið. Þá hafi hann stutt beiðni um að boðaðir yrðu fleiri gestir. Halldóra segist vona að frumvarpið fari í gegnum þingið í þeirri mynd sem það er nú. Þó eigi eftir að koma fram hvort gerðar verði frekari breytingartillögur. Þá finnst henni líklegt að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok í vor. Frumvarpið er umdeilt og hefur skipt þingmönnum Alþingis í andstæðar fylkingar. Flestir fögnuðu frumvarpinu og settu það í samhengi við sjálfsákvörðunarrétt kvenna en aðrir, gerðu við það athugasemdir. Þannig sagði t.d. Inga Sæland formaður Flokks fólksins að sér liði illa yfir málinu því sér fyndist það siðferðilega rangt. Þá sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vera á milli steins og sleggju. Hann vildi tryggja sjálfsforræði kvenna en segist samt þurfa að staldra við 22. vikna þröskuldinn. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun og verður tekið til þriðju umræðu. Lagt var til á fundi nefndarinnar að boðaðir yrðu fleiri gestir til að ræða frumvarpið, m.a. landlæknir að nýju, en beiðnirnar nutu ekki stuðnings meirihluta nefndarinnar. Frumvarpið, sem snýr m.a. að því að heimila þungunarrof fram að lokum 22. viku óháð því hvaða aðstæður liggja að baki vilja kvenna, var samþykkt á Alþingi að lokinni 2. umræðu síðdegis á föstudag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, óskaði þó eftir því í ræðu sinni á fimmtudag að málið færi aftur til velferðarnefndar að lokinni 2. umræðu þingsins en sem nefndarmaður á hún rétt á því. Málið var því áfram rætt á fundi nefndarinnar í dag en sjálf mætti Anna Kolbrún þó ekki á fundinn. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segir í samtali við Vísi að á fundinum hafi verið lagðar fram beiðnir um gesti til að koma og ræða frumvarpið betur en ekki hafi verið stuðningur fyrir því í nefndinni. „Nefndin taldi að ekkert nýtt hefði komið fram sem kallaði á frekari gestakomur,“ segir Halldóra. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson, aðalmaður í velferðarnefnd og þingmaður Flokks fólksins, hefur lagst gegn frumvarpinu. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi óskað eftir því á fundinum að landlæknir kæmi aftur og ræddi frumvarpið. Þá hafi hann stutt beiðni um að boðaðir yrðu fleiri gestir. Halldóra segist vona að frumvarpið fari í gegnum þingið í þeirri mynd sem það er nú. Þó eigi eftir að koma fram hvort gerðar verði frekari breytingartillögur. Þá finnst henni líklegt að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok í vor. Frumvarpið er umdeilt og hefur skipt þingmönnum Alþingis í andstæðar fylkingar. Flestir fögnuðu frumvarpinu og settu það í samhengi við sjálfsákvörðunarrétt kvenna en aðrir, gerðu við það athugasemdir. Þannig sagði t.d. Inga Sæland formaður Flokks fólksins að sér liði illa yfir málinu því sér fyndist það siðferðilega rangt. Þá sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vera á milli steins og sleggju. Hann vildi tryggja sjálfsforræði kvenna en segist samt þurfa að staldra við 22. vikna þröskuldinn.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30
Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56
Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20