Byrjendamistök að tilkynna það snemma að ég væri að hætta Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. maí 2019 08:30 Jón Arnór lyftir Íslandsmeistarabikarnum. fréttablaðið Jón Arnór Stefánsson, einn af bestu körfuboltamönnum Íslands frá upphafi, var að vinna sinn fimmta titil með uppeldisfélaginu um helgina þegar KR tryggði sér sautjánda Íslandsmeistaratitilinn með 98-70 sigri á ÍR. Þetta var sjötti meistaratitill KR í röð og sá þriðji í röð hjá Jóni Arnóri sem kom aftur heim til Íslands árið 2016 eftir farsælan feril erlendis. KR átti erfitt uppdráttar í deildarkeppninni þar sem liðið lenti í fimmta sæti en í úrslitakeppninni sýndi það allar sínar bestu hliðar á leið sinni að meistaratitlinum. „Mér fannst við verða betri eftir því sem leið á úrslitakeppnina. Við vorum með bakið upp við vegg þrisvar í úrslitakeppninni, fórum í tvo erfiða útileiki í Breiðholtið eftir að hafa tapað heimaleikjunum, það var erfitt andlega. Þá fannst mér við stíga upp og við fundum gæðin og stemminguna í liðinu. Það var ekki sama orka og gæði í okkar spilamennsku í fyrstu tveimur leikjunum í DHL-höllinni og þeir áttu fyllilega skilið sigrana hérna en við sýndum kraftinn hérna í dag,“ sagði Jón Arnór og bætti við. „Það kom í ljós, sérstaklega í fjórða leikhluta hvað reynsla er dýrmæt á þessu stigi. Ég held að ekkert lið hefði stöðvað okkur í þessum ham.“ Jón Arnór gaf það út í upphafi tímabils að þetta yrði hans síðasta hér á Íslandi. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr á árinu en segir að það hafi verið mistök að tilkynna það snemma að hann væri að hætta. „Það var ákveðið hugsunarleysi, í raun algjör byrjendamistök að tilkynna þetta svona,“ sagði hann hlæjandi og hélt áfram: „Ég á eftir að hugsa minn gang. Það er auðvitað erfitt að hætta, sérstaklega eftir titil. Ég tek mér tíma núna í að fagna þessu og sé svo til hvernig mér líður, bæði andlega og líkamlega. Ég er náttúrulega farinn að eldast og það er farið að hægjast á mér. Ég á erfitt með að sætta mig við það en ef ég næ því þá gæti vel verið að ég taki eitt ár í viðbót,“ sagði Jón sem jánkaði því að hann gæti farið að klæja í lófana í ágúst að halda áfram. „Mjög líklega, já. Þegar ég hugsa til þess hljómar það vel en það er margt sem þarf að huga að. Þetta er búið að vera langur tími frá fjölskyldunni, það er leiðinlegt að vera alltaf frá á æfingu á matartíma en þau fá örugglega leiða á mér þegar maður hættir þessu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Jón glaðbeittur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, einn af bestu körfuboltamönnum Íslands frá upphafi, var að vinna sinn fimmta titil með uppeldisfélaginu um helgina þegar KR tryggði sér sautjánda Íslandsmeistaratitilinn með 98-70 sigri á ÍR. Þetta var sjötti meistaratitill KR í röð og sá þriðji í röð hjá Jóni Arnóri sem kom aftur heim til Íslands árið 2016 eftir farsælan feril erlendis. KR átti erfitt uppdráttar í deildarkeppninni þar sem liðið lenti í fimmta sæti en í úrslitakeppninni sýndi það allar sínar bestu hliðar á leið sinni að meistaratitlinum. „Mér fannst við verða betri eftir því sem leið á úrslitakeppnina. Við vorum með bakið upp við vegg þrisvar í úrslitakeppninni, fórum í tvo erfiða útileiki í Breiðholtið eftir að hafa tapað heimaleikjunum, það var erfitt andlega. Þá fannst mér við stíga upp og við fundum gæðin og stemminguna í liðinu. Það var ekki sama orka og gæði í okkar spilamennsku í fyrstu tveimur leikjunum í DHL-höllinni og þeir áttu fyllilega skilið sigrana hérna en við sýndum kraftinn hérna í dag,“ sagði Jón Arnór og bætti við. „Það kom í ljós, sérstaklega í fjórða leikhluta hvað reynsla er dýrmæt á þessu stigi. Ég held að ekkert lið hefði stöðvað okkur í þessum ham.“ Jón Arnór gaf það út í upphafi tímabils að þetta yrði hans síðasta hér á Íslandi. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr á árinu en segir að það hafi verið mistök að tilkynna það snemma að hann væri að hætta. „Það var ákveðið hugsunarleysi, í raun algjör byrjendamistök að tilkynna þetta svona,“ sagði hann hlæjandi og hélt áfram: „Ég á eftir að hugsa minn gang. Það er auðvitað erfitt að hætta, sérstaklega eftir titil. Ég tek mér tíma núna í að fagna þessu og sé svo til hvernig mér líður, bæði andlega og líkamlega. Ég er náttúrulega farinn að eldast og það er farið að hægjast á mér. Ég á erfitt með að sætta mig við það en ef ég næ því þá gæti vel verið að ég taki eitt ár í viðbót,“ sagði Jón sem jánkaði því að hann gæti farið að klæja í lófana í ágúst að halda áfram. „Mjög líklega, já. Þegar ég hugsa til þess hljómar það vel en það er margt sem þarf að huga að. Þetta er búið að vera langur tími frá fjölskyldunni, það er leiðinlegt að vera alltaf frá á æfingu á matartíma en þau fá örugglega leiða á mér þegar maður hættir þessu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Jón glaðbeittur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira