Byrjendamistök að tilkynna það snemma að ég væri að hætta Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. maí 2019 08:30 Jón Arnór lyftir Íslandsmeistarabikarnum. fréttablaðið Jón Arnór Stefánsson, einn af bestu körfuboltamönnum Íslands frá upphafi, var að vinna sinn fimmta titil með uppeldisfélaginu um helgina þegar KR tryggði sér sautjánda Íslandsmeistaratitilinn með 98-70 sigri á ÍR. Þetta var sjötti meistaratitill KR í röð og sá þriðji í röð hjá Jóni Arnóri sem kom aftur heim til Íslands árið 2016 eftir farsælan feril erlendis. KR átti erfitt uppdráttar í deildarkeppninni þar sem liðið lenti í fimmta sæti en í úrslitakeppninni sýndi það allar sínar bestu hliðar á leið sinni að meistaratitlinum. „Mér fannst við verða betri eftir því sem leið á úrslitakeppnina. Við vorum með bakið upp við vegg þrisvar í úrslitakeppninni, fórum í tvo erfiða útileiki í Breiðholtið eftir að hafa tapað heimaleikjunum, það var erfitt andlega. Þá fannst mér við stíga upp og við fundum gæðin og stemminguna í liðinu. Það var ekki sama orka og gæði í okkar spilamennsku í fyrstu tveimur leikjunum í DHL-höllinni og þeir áttu fyllilega skilið sigrana hérna en við sýndum kraftinn hérna í dag,“ sagði Jón Arnór og bætti við. „Það kom í ljós, sérstaklega í fjórða leikhluta hvað reynsla er dýrmæt á þessu stigi. Ég held að ekkert lið hefði stöðvað okkur í þessum ham.“ Jón Arnór gaf það út í upphafi tímabils að þetta yrði hans síðasta hér á Íslandi. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr á árinu en segir að það hafi verið mistök að tilkynna það snemma að hann væri að hætta. „Það var ákveðið hugsunarleysi, í raun algjör byrjendamistök að tilkynna þetta svona,“ sagði hann hlæjandi og hélt áfram: „Ég á eftir að hugsa minn gang. Það er auðvitað erfitt að hætta, sérstaklega eftir titil. Ég tek mér tíma núna í að fagna þessu og sé svo til hvernig mér líður, bæði andlega og líkamlega. Ég er náttúrulega farinn að eldast og það er farið að hægjast á mér. Ég á erfitt með að sætta mig við það en ef ég næ því þá gæti vel verið að ég taki eitt ár í viðbót,“ sagði Jón sem jánkaði því að hann gæti farið að klæja í lófana í ágúst að halda áfram. „Mjög líklega, já. Þegar ég hugsa til þess hljómar það vel en það er margt sem þarf að huga að. Þetta er búið að vera langur tími frá fjölskyldunni, það er leiðinlegt að vera alltaf frá á æfingu á matartíma en þau fá örugglega leiða á mér þegar maður hættir þessu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Jón glaðbeittur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, einn af bestu körfuboltamönnum Íslands frá upphafi, var að vinna sinn fimmta titil með uppeldisfélaginu um helgina þegar KR tryggði sér sautjánda Íslandsmeistaratitilinn með 98-70 sigri á ÍR. Þetta var sjötti meistaratitill KR í röð og sá þriðji í röð hjá Jóni Arnóri sem kom aftur heim til Íslands árið 2016 eftir farsælan feril erlendis. KR átti erfitt uppdráttar í deildarkeppninni þar sem liðið lenti í fimmta sæti en í úrslitakeppninni sýndi það allar sínar bestu hliðar á leið sinni að meistaratitlinum. „Mér fannst við verða betri eftir því sem leið á úrslitakeppnina. Við vorum með bakið upp við vegg þrisvar í úrslitakeppninni, fórum í tvo erfiða útileiki í Breiðholtið eftir að hafa tapað heimaleikjunum, það var erfitt andlega. Þá fannst mér við stíga upp og við fundum gæðin og stemminguna í liðinu. Það var ekki sama orka og gæði í okkar spilamennsku í fyrstu tveimur leikjunum í DHL-höllinni og þeir áttu fyllilega skilið sigrana hérna en við sýndum kraftinn hérna í dag,“ sagði Jón Arnór og bætti við. „Það kom í ljós, sérstaklega í fjórða leikhluta hvað reynsla er dýrmæt á þessu stigi. Ég held að ekkert lið hefði stöðvað okkur í þessum ham.“ Jón Arnór gaf það út í upphafi tímabils að þetta yrði hans síðasta hér á Íslandi. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr á árinu en segir að það hafi verið mistök að tilkynna það snemma að hann væri að hætta. „Það var ákveðið hugsunarleysi, í raun algjör byrjendamistök að tilkynna þetta svona,“ sagði hann hlæjandi og hélt áfram: „Ég á eftir að hugsa minn gang. Það er auðvitað erfitt að hætta, sérstaklega eftir titil. Ég tek mér tíma núna í að fagna þessu og sé svo til hvernig mér líður, bæði andlega og líkamlega. Ég er náttúrulega farinn að eldast og það er farið að hægjast á mér. Ég á erfitt með að sætta mig við það en ef ég næ því þá gæti vel verið að ég taki eitt ár í viðbót,“ sagði Jón sem jánkaði því að hann gæti farið að klæja í lófana í ágúst að halda áfram. „Mjög líklega, já. Þegar ég hugsa til þess hljómar það vel en það er margt sem þarf að huga að. Þetta er búið að vera langur tími frá fjölskyldunni, það er leiðinlegt að vera alltaf frá á æfingu á matartíma en þau fá örugglega leiða á mér þegar maður hættir þessu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Jón glaðbeittur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira