Matthías: "Eitt það mest svekkjandi sem ég hef lent í“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. maí 2019 23:12 Matthías Orri sækir að körfunni í kvöld vísir/daníel Matthías Orri Sigurðarson stóð við loforð sitt frá síðasta tímabili og kom ÍR í úrslit Domino‘s deildar karla. Hann náði þó ekki að fara alla leið, ÍR tapaði fyrir KR í oddaleik í DHL höllinni í kvöld. „Varnarleikurinn var hræðilegur. Þeir voru bara tilbúnir, voru aðeins ferskari og hittu úr skotunum sínum. Þeir áttu bara kvöldið og til hamingju KR. Þeir voru frábærir í kvöld,“ sagði Matthías í leikslok. KR vann leikinn 98-70. ÍR fór lengri leið en KR í úrslitin, í gegnum tvær seríur sem fóru allar í oddaleik á meðan KR kláraði sínar seríur 3-0 og 3-1. Matthías vildi þó ekki nota þreytu sem afsökun. „Það gæti alveg verið en mér finnst að það ætti ekki að vera þannig. Við vorum bara einfaldlega ekki nógu beittir í dag. Varnarlega vorum við bara hræðilegir og náðum ekki að fylla upp í skarð Capers.“ „KR-ingar voru bara frábærir, ég get eiginlega ekki tekið neitt af þeim.“ ÍR-ingar ættu þó að geta farið nokkuð sáttir frá borði eftir að hafa rétt komist inn í úrslitakeppnina, slegið út deildarmeistarana og liðið í öðru sæti og farið alla leið í oddaleik í úrslitum. „Já, við gerum það. En ég get sagt að sama skapi að þetta er með því mest svekkjandi sem ég hef lent í. Að vera 2-1 yfir, fara á heimavöll og tapa naumum leik. Það er erfitt að kyngja þessu.“ Síðasta sumar var orðrómur um að Matthías væri á leið úr Breiðholtinu og heim í sitt uppeldisfélag, KR. Hvar verður hann þegar Domino‘s deildin fer í gang að ný í október 2019? „Ég veit ekkert um það. Ég er ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég þarf að byrja á að laga hnéð á mér, laga ökklann á mér, laga mjöðmina á mér og svo sé ég til hvað ég geri. Fyrst og fremst þarf ég bara að taka mér smá frí og kúpla mig út úr körfuboltanum,“ segir hinn 24 ára Matthías Orri. Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Matthías Orri Sigurðarson stóð við loforð sitt frá síðasta tímabili og kom ÍR í úrslit Domino‘s deildar karla. Hann náði þó ekki að fara alla leið, ÍR tapaði fyrir KR í oddaleik í DHL höllinni í kvöld. „Varnarleikurinn var hræðilegur. Þeir voru bara tilbúnir, voru aðeins ferskari og hittu úr skotunum sínum. Þeir áttu bara kvöldið og til hamingju KR. Þeir voru frábærir í kvöld,“ sagði Matthías í leikslok. KR vann leikinn 98-70. ÍR fór lengri leið en KR í úrslitin, í gegnum tvær seríur sem fóru allar í oddaleik á meðan KR kláraði sínar seríur 3-0 og 3-1. Matthías vildi þó ekki nota þreytu sem afsökun. „Það gæti alveg verið en mér finnst að það ætti ekki að vera þannig. Við vorum bara einfaldlega ekki nógu beittir í dag. Varnarlega vorum við bara hræðilegir og náðum ekki að fylla upp í skarð Capers.“ „KR-ingar voru bara frábærir, ég get eiginlega ekki tekið neitt af þeim.“ ÍR-ingar ættu þó að geta farið nokkuð sáttir frá borði eftir að hafa rétt komist inn í úrslitakeppnina, slegið út deildarmeistarana og liðið í öðru sæti og farið alla leið í oddaleik í úrslitum. „Já, við gerum það. En ég get sagt að sama skapi að þetta er með því mest svekkjandi sem ég hef lent í. Að vera 2-1 yfir, fara á heimavöll og tapa naumum leik. Það er erfitt að kyngja þessu.“ Síðasta sumar var orðrómur um að Matthías væri á leið úr Breiðholtinu og heim í sitt uppeldisfélag, KR. Hvar verður hann þegar Domino‘s deildin fer í gang að ný í október 2019? „Ég veit ekkert um það. Ég er ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég þarf að byrja á að laga hnéð á mér, laga ökklann á mér, laga mjöðmina á mér og svo sé ég til hvað ég geri. Fyrst og fremst þarf ég bara að taka mér smá frí og kúpla mig út úr körfuboltanum,“ segir hinn 24 ára Matthías Orri.
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira