Kristianstad verður ekki sænskur meistari fimmta árið í röð. Liðið tapaði fyrir Alingsås í dag, 25-29, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum um sænska meistaratitilinn og er úr leik.
Ólafur Guðmundsson var markahæstur í liði Kristianstad með sjö mörk. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt.
Í þýsku úrvalsdeildinni vann Kiel Erlangen, 21-30. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.
Kiel er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Flensburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson er enn frá vegna meiðsla hjá Kiel.
Erlangen er í 10. sæti deildarinnar.
Kristianstad úr leik | Alfreð hafði betur gegn Aðalsteini
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn




Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
Íslenski boltinn



„Mæti honum með bros á vör“
Körfubolti


Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
