Sagði trúnaðarstörfum í Vestmannaeyjum lausum eftir fréttaflutning Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2019 18:30 Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem sagður er hafa áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega, sagði trúnaðarstörfum sínum fyrir H-listann í Vestmannaeyjum lausum í gær eftir fréttaflutning af málinu. Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir málið vera í farvegi.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta sýnir niðurstaða athugunar sérfræðinga sem forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, lét gera eftir að kvörtun barst í febrúar síðastliðnum frá fjórum konum sem höfðu starfað undir stjórn mannsins. Fréttastofa hefur niðurstöðu athugunarinnar undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða að brotið hafi verið á konunum fjórum. Brotin feli bæði í sér kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum þeirra hafi verið gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt talið að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Málið hefur verið tilkynnt til Embættis Landlæknis. Í samtali við fréttastofu í gær sagði ein kvennanna sem kvartaði undan framferði mannsins að þær hygðust kæra hann til lögreglu á næstunni. Í yfirlýsingu frá Herdísi segir að málið hafi verið leitt til lykta af hálfu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Um málavexti kjósi hún að tjá sig ekki, enda hvorki viðeigandi né rétt að forstjóri tjái sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna. Stofnunin taki hins vegar allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. Farið sé eftir skýrum viðbragðsáætlunum þegar slík mál komi upp. Þar til í gær gegndi maðurinn sem um ræðir trúnaðarstörfum fyrir bæjarmálafélagið, Fyrir Heimaey, sem er í meirihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Maðurinn var varamaður í stjórn bæjarmálafélagsins, varamaður í fjölskyldu- og tómstundarráði bæjarins og fulltrúi félagsins í Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði hann eftir því að láta af þeim trúnaðarstörfum eftir að greint frá málinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Fjallað verður um breytingar á skipan nefndarfulltrúa bæjarins á næsta bæjarstjórnarfundi á fimmtudag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Elís Jónsson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir að málið sé í farvegi en að hann vilji ekki tjá sig frekar um það. Heilbrigðismál MeToo Sjúkraflutningar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30 „Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega“ Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. 4. maí 2019 12:20 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem sagður er hafa áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega, sagði trúnaðarstörfum sínum fyrir H-listann í Vestmannaeyjum lausum í gær eftir fréttaflutning af málinu. Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir málið vera í farvegi.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta sýnir niðurstaða athugunar sérfræðinga sem forstjóri stofnunarinnar, Herdís Gunnarsdóttir, lét gera eftir að kvörtun barst í febrúar síðastliðnum frá fjórum konum sem höfðu starfað undir stjórn mannsins. Fréttastofa hefur niðurstöðu athugunarinnar undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða að brotið hafi verið á konunum fjórum. Brotin feli bæði í sér kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum þeirra hafi verið gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt talið að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Málið hefur verið tilkynnt til Embættis Landlæknis. Í samtali við fréttastofu í gær sagði ein kvennanna sem kvartaði undan framferði mannsins að þær hygðust kæra hann til lögreglu á næstunni. Í yfirlýsingu frá Herdísi segir að málið hafi verið leitt til lykta af hálfu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Um málavexti kjósi hún að tjá sig ekki, enda hvorki viðeigandi né rétt að forstjóri tjái sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna. Stofnunin taki hins vegar allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. Farið sé eftir skýrum viðbragðsáætlunum þegar slík mál komi upp. Þar til í gær gegndi maðurinn sem um ræðir trúnaðarstörfum fyrir bæjarmálafélagið, Fyrir Heimaey, sem er í meirihluta bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Maðurinn var varamaður í stjórn bæjarmálafélagsins, varamaður í fjölskyldu- og tómstundarráði bæjarins og fulltrúi félagsins í Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði hann eftir því að láta af þeim trúnaðarstörfum eftir að greint frá málinu í fréttum Stöðvar 2 í gær. Fjallað verður um breytingar á skipan nefndarfulltrúa bæjarins á næsta bæjarstjórnarfundi á fimmtudag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Elís Jónsson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir að málið sé í farvegi en að hann vilji ekki tjá sig frekar um það.
Heilbrigðismál MeToo Sjúkraflutningar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30 „Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega“ Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. 4. maí 2019 12:20 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30
„Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega“ Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. 4. maí 2019 12:20