Ghetto Hooligans fá fræðslu frá Samtökunum ´78 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2019 20:10 Úr leik ÍR og KR í Seljaskóla í gærkvöldi. Myndbandið af stuðningsmönnunum var tekið skömmu fyrir leikinn. Vísir/Daníel Samtökin ´78 munu hitta stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, fyrir oddaleikinn í úrslitaeinvígi ÍR og KR í körfuknattleik karla annað kvöld og fræða þá um hinseginleikinn og mikilvægi þess að allir upplifi sig velkomna innan íþróttafélaga. Fræðslan kemur í kjölfarið á níði sem hópur stuðningsmanna hafði uppi í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í gær. Í myndbandinu sést og heyrist í stuðningsmönnum ÍR þar sem þeir kyrja „Það eru hommar í KR.“ Var myndbandið tekið skömmu fyrir fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Dominosdeild karla í körfubolta sem fór fram í Seljaskóla í gærkvöldi. Í færslu Ghetto Hooligans á Twitter í dag biðjast þeir innilega afsökunar á þessum söngvum. Vísað er í yfirlýsingu sem birt var á Twitter í gærkvöldi þar sem kom fram að söngvarnir endurspegli á engan hátt gildi Ghetto Hooligans og að þeir séu til þess fallnir að ala á fordómum og jaðarsetningu hópa í samfélaginu.Yfirlýsing#dominos365#korfuboltipic.twitter.com/tDH2mQ5lNh — GhettoHooligans (@HooligansGhetto) May 3, 2019Þá segir í færslunni í dag að fulltrúar Ghetto Hooligans hafi í dag verið í sambandi við Samtökin ´78 með það að markmiði að læra sem mest af þessum mistökum. „Við fögnum því viðmóti sem birtist okkur þar og erum mjög ánægðir með það að fræðslufulltrúi samtakanna hefur þegið boð okkar um að heimsækja hópinn í upphitun okkar fyrir oddaleikinn í úrslitunum á laugardag og vera með fræðsluerindi. Við ítrekum afsökunarbeiðni okkar og heitum því að vinna gegn niðurrifi og fordómum innan okkar raða,“ segir á Twitter. Samtökin ´78 segja í færslu á Facebook-síðu sinni að þau fagni því að stuðningsfélagið axli ábyrgð á gjörðum sínum og að þau hlakki til að vinna með félaginu. „Við munum hitta þau fyrir leik á morgun til að ræða málin og fræða þau um hinseginleikann og mikilvægi þess að öll upplifum við okkur velkomin innan íþróttafélaga,“ segir í færslu samtakanna. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Jafnréttismál Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Samtökin ´78 munu hitta stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, fyrir oddaleikinn í úrslitaeinvígi ÍR og KR í körfuknattleik karla annað kvöld og fræða þá um hinseginleikinn og mikilvægi þess að allir upplifi sig velkomna innan íþróttafélaga. Fræðslan kemur í kjölfarið á níði sem hópur stuðningsmanna hafði uppi í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í gær. Í myndbandinu sést og heyrist í stuðningsmönnum ÍR þar sem þeir kyrja „Það eru hommar í KR.“ Var myndbandið tekið skömmu fyrir fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Dominosdeild karla í körfubolta sem fór fram í Seljaskóla í gærkvöldi. Í færslu Ghetto Hooligans á Twitter í dag biðjast þeir innilega afsökunar á þessum söngvum. Vísað er í yfirlýsingu sem birt var á Twitter í gærkvöldi þar sem kom fram að söngvarnir endurspegli á engan hátt gildi Ghetto Hooligans og að þeir séu til þess fallnir að ala á fordómum og jaðarsetningu hópa í samfélaginu.Yfirlýsing#dominos365#korfuboltipic.twitter.com/tDH2mQ5lNh — GhettoHooligans (@HooligansGhetto) May 3, 2019Þá segir í færslunni í dag að fulltrúar Ghetto Hooligans hafi í dag verið í sambandi við Samtökin ´78 með það að markmiði að læra sem mest af þessum mistökum. „Við fögnum því viðmóti sem birtist okkur þar og erum mjög ánægðir með það að fræðslufulltrúi samtakanna hefur þegið boð okkar um að heimsækja hópinn í upphitun okkar fyrir oddaleikinn í úrslitunum á laugardag og vera með fræðsluerindi. Við ítrekum afsökunarbeiðni okkar og heitum því að vinna gegn niðurrifi og fordómum innan okkar raða,“ segir á Twitter. Samtökin ´78 segja í færslu á Facebook-síðu sinni að þau fagni því að stuðningsfélagið axli ábyrgð á gjörðum sínum og að þau hlakki til að vinna með félaginu. „Við munum hitta þau fyrir leik á morgun til að ræða málin og fræða þau um hinseginleikann og mikilvægi þess að öll upplifum við okkur velkomin innan íþróttafélaga,“ segir í færslu samtakanna.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Jafnréttismál Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira