Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2019 18:13 Kári og Heimir Óli liggja í gólfinu eftir umrætt atvik vísir/skjáskot Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Aganefnd HSÍ dæmdi Kára Kristján í eins leiks bann þegar hún kom saman í dag, en málsmeðferð er þó ekki lokið því aganefndin kemur aftur saman á morgun þegar félögin hafa haft tíma til þess að senda inn sjónarmið og athugasemdir. Myndband tekið úr stúkunni í Vestmannaeyjum sýnir nýtt sjónarhorn á atvikið sem að mati Kára Kristjáns sannreynir sakleysi hans í málinu og á hann von á því að aganefnd afturkalli bannið. „Það sýnir allt sem segja þarf um máli. Heimir Óli veitist að mér í þessari senu,“ sagði Kári Kristján í samtali við Vísi í dag. „Ég hleyp til baka, Atli Báruson kemur með boltann að mér og ég brýt á Atla smekklega og passa að hann falli ekki beint til jarðar, ég hjálpa honum meira að segja í fallinu. Svo þegar ég stend upp þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ „Ég á þess enga annars kosta völ en að bera hendur fyrir höfði mér þegar hann togar mig niður,“ svo lýsir Kári atvikinu. „Vissulega þá fer höndin í hann, endar eflaust á hausnum á honum, en sökin er hvergi nálægt mín þarna.“Klippa: Nýtt sjónarhorn á brot Kára Eins og áður segir er búið að dæma Kára í eins leiks bann en aganefnd á þó eftir að funda aftur um málið og á ÍBV færi á því að senda inn athugasemdir. Myndbandið mun væntanlega vera á meðal málsgagna sem ÍBV sendir inn, þar sem atvikið kemur mismunandi fyrir sjónir hvort sem er á umræddu myndbandi eða sjónvarpsupptökum. „Ég er fyrstur til að viðurkenna að eins og þetta lítur út frá upptökum Stöð 2 Sport frá leiknum, þá lítur þetta bara ekki vel út fyrir mig. Það lítur út eins og ég hafi bara snappað, ef svo má orði komast, misst stjórn á skapi mínu.“ „Þess vegna er mjög gott, frábært fyrir mig, að þetta myndband sé til og þá sjá allir hvernig sakir liggja.“ „Það er deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli,“ segir Kári. Umrætt myndband má sjá hér fyrir ofan en upptökur frá Stöð 2 Sport eru neðst í fréttinni. Kári segist eiga von á því að aganefnd dragi leikbannið til baka þegar hún fer yfir málið á nýju á morgun. „Mér finndist það lang líklegast. Við fáum að senda inn gögn og þessi gögn eru vægast sagt óyggjandi. Það er mjög gott að aganefndin gefi okkur kost á því að senda inn gögn í þessu máli og þarna kemur sannleikurinn í ljós bersýnilega.“ „Sem er mjög gott, enda á að vera gegnsæi í þessu, og þá vinna allir.“ „Auðvitað getur dómurum yfirsést í hita leiksins, þetta var mjög erfiður leikur að dæma, mikið að gerast og mikið undir, mikill hiti í húsinu og að sjálfsögðu eru dómarar mannlegir og getur yfirsést svona hlutir. Ég ljái þeim það ekkert.“ „Þess vegna er frábært að við getum séð hvernig sakir standi,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Aganefnd fundar á morgun, laugardag, en næsti leikur í einvíginu er á sunnudaginn 5. maí í Schenkerhöllinni að Ásvöllum klukkan 16:00. Eftir sigur ÍBV í Eyjum er staðan í einvíginu jöfn, 1-1.Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Aganefnd HSÍ dæmdi Kára Kristján í eins leiks bann þegar hún kom saman í dag, en málsmeðferð er þó ekki lokið því aganefndin kemur aftur saman á morgun þegar félögin hafa haft tíma til þess að senda inn sjónarmið og athugasemdir. Myndband tekið úr stúkunni í Vestmannaeyjum sýnir nýtt sjónarhorn á atvikið sem að mati Kára Kristjáns sannreynir sakleysi hans í málinu og á hann von á því að aganefnd afturkalli bannið. „Það sýnir allt sem segja þarf um máli. Heimir Óli veitist að mér í þessari senu,“ sagði Kári Kristján í samtali við Vísi í dag. „Ég hleyp til baka, Atli Báruson kemur með boltann að mér og ég brýt á Atla smekklega og passa að hann falli ekki beint til jarðar, ég hjálpa honum meira að segja í fallinu. Svo þegar ég stend upp þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ „Ég á þess enga annars kosta völ en að bera hendur fyrir höfði mér þegar hann togar mig niður,“ svo lýsir Kári atvikinu. „Vissulega þá fer höndin í hann, endar eflaust á hausnum á honum, en sökin er hvergi nálægt mín þarna.“Klippa: Nýtt sjónarhorn á brot Kára Eins og áður segir er búið að dæma Kára í eins leiks bann en aganefnd á þó eftir að funda aftur um málið og á ÍBV færi á því að senda inn athugasemdir. Myndbandið mun væntanlega vera á meðal málsgagna sem ÍBV sendir inn, þar sem atvikið kemur mismunandi fyrir sjónir hvort sem er á umræddu myndbandi eða sjónvarpsupptökum. „Ég er fyrstur til að viðurkenna að eins og þetta lítur út frá upptökum Stöð 2 Sport frá leiknum, þá lítur þetta bara ekki vel út fyrir mig. Það lítur út eins og ég hafi bara snappað, ef svo má orði komast, misst stjórn á skapi mínu.“ „Þess vegna er mjög gott, frábært fyrir mig, að þetta myndband sé til og þá sjá allir hvernig sakir liggja.“ „Það er deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli,“ segir Kári. Umrætt myndband má sjá hér fyrir ofan en upptökur frá Stöð 2 Sport eru neðst í fréttinni. Kári segist eiga von á því að aganefnd dragi leikbannið til baka þegar hún fer yfir málið á nýju á morgun. „Mér finndist það lang líklegast. Við fáum að senda inn gögn og þessi gögn eru vægast sagt óyggjandi. Það er mjög gott að aganefndin gefi okkur kost á því að senda inn gögn í þessu máli og þarna kemur sannleikurinn í ljós bersýnilega.“ „Sem er mjög gott, enda á að vera gegnsæi í þessu, og þá vinna allir.“ „Auðvitað getur dómurum yfirsést í hita leiksins, þetta var mjög erfiður leikur að dæma, mikið að gerast og mikið undir, mikill hiti í húsinu og að sjálfsögðu eru dómarar mannlegir og getur yfirsést svona hlutir. Ég ljái þeim það ekkert.“ „Þess vegna er frábært að við getum séð hvernig sakir standi,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Aganefnd fundar á morgun, laugardag, en næsti leikur í einvíginu er á sunnudaginn 5. maí í Schenkerhöllinni að Ásvöllum klukkan 16:00. Eftir sigur ÍBV í Eyjum er staðan í einvíginu jöfn, 1-1.Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum
Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira