Segir forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brostnar Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2019 12:24 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Varaformaður Viðreisnar segir efnahagslegar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára vera brostnar. Á sama tíma sé ekkert unnið í áætluninni á Alþingi því beðið sé nýrrar þjóðhasspár. Hann gagnrýnir einnig þann skamma tíma sem Alþingi sé ætlað til afgreiðslu frumvarps um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði í umræðum um störf þingsins í morgun að verulega mætti bæta vinnubrögð Alþingis þegar kæmi að afgreiðslu stórra mála. Nú lægju fyrir þinginu tvö stór mál. Annars vegar um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hins vegar. „Of ef við horfum á fjármálaáætlunina til að byrja með þá liggur fyrir hið augljós að efnahagslegar forsendur hennar eru brostnar. Við sitjum hér í hlutlausum gír og bíðum eftir nýrri þjóðhagsspá sem á að koma vonandi eftir viku. Til að geta hafið vinnuna við fjármálaáætlun sem við eigum síðan að ljúka á tveimur til þremur vikum samkvæmt starfsáætlun,“ segir Þorsteinn. Ekkert væri verið að vinna í fjármálaáætlun á Alþingi þessa dagana því allir gerðu sér grein fyrir að hún væri innistæðulaus. Það sama væri upp að teningnum varðandi sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. „Hér erum við í fyrsta skipti í tæpa tvo áratugi að snerta á löggjöf um Seðlabanka Íslands, peningastefnuna, eina mikilvægustu efnahagsstofnun landsins og þingið á að fá einhverjar fjórar vikur til að ljúka þeirri vinnu. Mér þykja þetta ekki boðleg vinnubrögð herra forseti,“ segir Þorsteinn.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmMörg stór álitaefni hafi þegar komið upp við yfirferð málsins í efnahags- og viðskiptanefnd. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaáætlun hafa verið lagða fram á réttum tíma samkvæmt lögum. Því væri ekki verið að áætla skemmri tíma í afgreiðslu hennar en lög gerðu ráð fyrir. „Það er að vissu leyti rétt hjá háttvirtum þingmanni að ákveðnar forsendur kunna að breytast með breyttri þjóðhagsáætlun. En hins vegar sé ég ekki að það eigi eða geti haft áhrif á gang mála hér í þinginu,“ sagði Birgir. Það væri ástæðulaust að gefa í skyn að afgreiðsla áætlunarinnar væri í einhverjum ólestri núna. Þá hafi frumvarp um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið verið lagt fram í lok mars og mælt fyrir því hinn fyrsta apríl. Þingið hefði því tvo mánuði en ekki einn til að afgreiða málið og það væri þingsins að meta hversu ítarlega yfirferð þyrfti í málinu. „Ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er mikilvægt mál sem verðskuldar mikla athygli og það er auðvitað margt sem er ekki einhlítt í því. En ég held að það sé alveg ástæðulaust að gefa í skyn að hér séu ekki nægjanlega góð vinnubrögð viðhöfð,“ sagði Birgir Ármannsson. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Varaformaður Viðreisnar segir efnahagslegar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára vera brostnar. Á sama tíma sé ekkert unnið í áætluninni á Alþingi því beðið sé nýrrar þjóðhasspár. Hann gagnrýnir einnig þann skamma tíma sem Alþingi sé ætlað til afgreiðslu frumvarps um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði í umræðum um störf þingsins í morgun að verulega mætti bæta vinnubrögð Alþingis þegar kæmi að afgreiðslu stórra mála. Nú lægju fyrir þinginu tvö stór mál. Annars vegar um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hins vegar. „Of ef við horfum á fjármálaáætlunina til að byrja með þá liggur fyrir hið augljós að efnahagslegar forsendur hennar eru brostnar. Við sitjum hér í hlutlausum gír og bíðum eftir nýrri þjóðhagsspá sem á að koma vonandi eftir viku. Til að geta hafið vinnuna við fjármálaáætlun sem við eigum síðan að ljúka á tveimur til þremur vikum samkvæmt starfsáætlun,“ segir Þorsteinn. Ekkert væri verið að vinna í fjármálaáætlun á Alþingi þessa dagana því allir gerðu sér grein fyrir að hún væri innistæðulaus. Það sama væri upp að teningnum varðandi sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. „Hér erum við í fyrsta skipti í tæpa tvo áratugi að snerta á löggjöf um Seðlabanka Íslands, peningastefnuna, eina mikilvægustu efnahagsstofnun landsins og þingið á að fá einhverjar fjórar vikur til að ljúka þeirri vinnu. Mér þykja þetta ekki boðleg vinnubrögð herra forseti,“ segir Þorsteinn.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmMörg stór álitaefni hafi þegar komið upp við yfirferð málsins í efnahags- og viðskiptanefnd. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaáætlun hafa verið lagða fram á réttum tíma samkvæmt lögum. Því væri ekki verið að áætla skemmri tíma í afgreiðslu hennar en lög gerðu ráð fyrir. „Það er að vissu leyti rétt hjá háttvirtum þingmanni að ákveðnar forsendur kunna að breytast með breyttri þjóðhagsáætlun. En hins vegar sé ég ekki að það eigi eða geti haft áhrif á gang mála hér í þinginu,“ sagði Birgir. Það væri ástæðulaust að gefa í skyn að afgreiðsla áætlunarinnar væri í einhverjum ólestri núna. Þá hafi frumvarp um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið verið lagt fram í lok mars og mælt fyrir því hinn fyrsta apríl. Þingið hefði því tvo mánuði en ekki einn til að afgreiða málið og það væri þingsins að meta hversu ítarlega yfirferð þyrfti í málinu. „Ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er mikilvægt mál sem verðskuldar mikla athygli og það er auðvitað margt sem er ekki einhlítt í því. En ég held að það sé alveg ástæðulaust að gefa í skyn að hér séu ekki nægjanlega góð vinnubrögð viðhöfð,“ sagði Birgir Ármannsson.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira