Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. maí 2019 16:56 Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins telur þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra, sem heimilar þungunarrof fram að lokum 22. viku þungunar óháð því hvaða ástæður liggja að baki vilja kvenna, vera óverjandi, siðferðilega rangt og „ganga gegn lífsrétti ófæddra barna“. Þetta kemur fram í nefndaráliti Flokks fólksins en Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins er fulltrúi þeirra í velferðarnefnd Alþingis en minnihlutarnir skiluðu nefndaráliti vegna frumvarpsins í dag. „Það er og langt í frá að vera hafið yfir allan vafa að ótímabær fæðing við lok 22. viku þýði að fyrirburinn geti ekki lifað af. Um er að ræða aðgerð sem bindur enda á líf ófædds barns sem hugsanlega gæti lifað af fæðingu á þessu stigi meðgöngunnar. Læknar sverja eið að því að bjarga og vernda líf ef þess er nokkur kostur, ekki að eyða því. Þessi óhóflega rýmkun á fóstureyðingarlöggjöfinni gengur þvert gegn sannfæringu og siðferði allra þeirra sem virða rétt ófædda barnsins til lífs,“ segir í nefndaráliti Flokks fólksins. Flokkurinn leggst þá alfarið gegn hugtakanotkuninni „þungunarrof“. „Fóstureyðing er hugtak sem endurspeglar þann verknað sem felst í aðgerðinni. Hugtakið þungunarrof er hins vegar tilraun til þess að horfa fram hjá alvarleika aðgerðarinnar og freista þess að færa hana í búning hefðbundinnar læknisaðgerðar svo mögulega verði horft fram hjá því að verið er að binda endi á líf ófædds barns í móðurkviði“. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00 Varasamt sé að leyfa þungunarrof of lengi Siðfræðistofnun telur varasamt að heimila þungunarrof allt að 22. viku. Vilja ekki flýta afgreiðslu frumvarpsins um of. 12. febrúar 2019 06:15 Óttast fjölda umsagna trúfélaga um frumvarp um þungunarrof Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. 22. janúar 2019 20:30 Velti fyrir sér hvort Þórhildur Sunna hefði reynslu af þungunarrofi Þórhildur Sunna spurði Þorstein að því hvaða forsendur hann teldi sig hafa fyrir því að halda því fram að ákvörðun um að fara í þungunarrof sé öllum konum þungbær. 20. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Flokkur fólksins telur þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra, sem heimilar þungunarrof fram að lokum 22. viku þungunar óháð því hvaða ástæður liggja að baki vilja kvenna, vera óverjandi, siðferðilega rangt og „ganga gegn lífsrétti ófæddra barna“. Þetta kemur fram í nefndaráliti Flokks fólksins en Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins er fulltrúi þeirra í velferðarnefnd Alþingis en minnihlutarnir skiluðu nefndaráliti vegna frumvarpsins í dag. „Það er og langt í frá að vera hafið yfir allan vafa að ótímabær fæðing við lok 22. viku þýði að fyrirburinn geti ekki lifað af. Um er að ræða aðgerð sem bindur enda á líf ófædds barns sem hugsanlega gæti lifað af fæðingu á þessu stigi meðgöngunnar. Læknar sverja eið að því að bjarga og vernda líf ef þess er nokkur kostur, ekki að eyða því. Þessi óhóflega rýmkun á fóstureyðingarlöggjöfinni gengur þvert gegn sannfæringu og siðferði allra þeirra sem virða rétt ófædda barnsins til lífs,“ segir í nefndaráliti Flokks fólksins. Flokkurinn leggst þá alfarið gegn hugtakanotkuninni „þungunarrof“. „Fóstureyðing er hugtak sem endurspeglar þann verknað sem felst í aðgerðinni. Hugtakið þungunarrof er hins vegar tilraun til þess að horfa fram hjá alvarleika aðgerðarinnar og freista þess að færa hana í búning hefðbundinnar læknisaðgerðar svo mögulega verði horft fram hjá því að verið er að binda endi á líf ófædds barns í móðurkviði“.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00 Varasamt sé að leyfa þungunarrof of lengi Siðfræðistofnun telur varasamt að heimila þungunarrof allt að 22. viku. Vilja ekki flýta afgreiðslu frumvarpsins um of. 12. febrúar 2019 06:15 Óttast fjölda umsagna trúfélaga um frumvarp um þungunarrof Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. 22. janúar 2019 20:30 Velti fyrir sér hvort Þórhildur Sunna hefði reynslu af þungunarrofi Þórhildur Sunna spurði Þorstein að því hvaða forsendur hann teldi sig hafa fyrir því að halda því fram að ákvörðun um að fara í þungunarrof sé öllum konum þungbær. 20. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00
Varasamt sé að leyfa þungunarrof of lengi Siðfræðistofnun telur varasamt að heimila þungunarrof allt að 22. viku. Vilja ekki flýta afgreiðslu frumvarpsins um of. 12. febrúar 2019 06:15
Óttast fjölda umsagna trúfélaga um frumvarp um þungunarrof Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafelags Íslands, er ósátt við að óskað hafi verið eftir umsögnum þrjátíu og fimm trúfélaga um frumvarp um þungunarrof. Hún óttast að neikvæðar umsagnir kunni að hafa áhrif á að frumvarpið verði að lögum. 22. janúar 2019 20:30
Velti fyrir sér hvort Þórhildur Sunna hefði reynslu af þungunarrofi Þórhildur Sunna spurði Þorstein að því hvaða forsendur hann teldi sig hafa fyrir því að halda því fram að ákvörðun um að fara í þungunarrof sé öllum konum þungbær. 20. febrúar 2019 23:29